Ókeypis upplýsingar fyrir skattrannsóknarstjóra?

Mér skilst á erlendum fréttum um málið að þarna sé hægt að nálgast upplýsingar um þá einstaklinga sem hafa notfært sér þessa "þjónustu" - og það ókeypis.

Það er auðvitað spurning af hverju íslensk stjórnvöld gera ekki slíkt hið sama í stað þess að ætla að semja við einhverja erlenda hakkara um slíkar upplýsingar.

Þótt þessar upplýsingar séu nokkuð gamlar eða frá því um 2007 er enn hægt að innheimta skatt af þeim, amk samkvæmt sænskum lögum.

Þá hafa Svíar gert samkomulag við skattaparadísina Bresku Jómfrúareyjar og hafa um 280 einstaklingar og fyrirtæki verið uppvís að skattsvikum. Sektir sem viðkomandi eiga yfir höfði sér geta numið yfir 10 milljarða króna.

Nær 3000 aðilar hafa upplýst sænsk yfirvöld um fjármagn sitt í skattskjólum og samið um sektargreiðslur vegna þess og yfir 2000 manns árið áður. Þannig hafa yfir 30 milljarðar skilað sér inn í ríkissjóð.

Þetta hefur tekst með því að semja við skattaparadísir um þessar upplýsingar, svo sem við lönd eins og Sviss og Lúxemburg. Hagnaðurinn af þessu hefur verið ótvíræður fyrir sænska ríkið þó svo að það sé kostnaðarsamt að fá þessar upplýsingar.

http://www.dn.se/nyheter/rekordmanga-tog-hem-pengar-som-gomts-utomlands/

Þetta hlýtur að vera eitthvað fyrir íslensk stjórnvöld til að taka eftir.


mbl.is Bankinn aðstoðaði við skattsvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 455515

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband