9.11.2013 | 11:11
Slök taflmennska hjá Magnúsi
Magnús tefldi byrjunina frekar hræðslulega í fyrstu skákinni í heimsmeistaraeinvíginu gegn Anand og var kominn með verra, með hvítt!, eftir um 10 leiki.
Síðan byrjuðu þeir að þráleika í 13. leik svo segja má að skákinni hafi verið lokið þá, eða þegar byrjunarleikirnir voru varla búnir!
Ef þetta heldur svona áfram er hætt við að skákáhugamenn nenni ekki að fylgjast með einvíginu.
![]() |
Stutt jafntefli í fyrstu skákinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2013 | 16:32
Skrítið að velja tvo meidda menn í hópinn
Frumlegheitunum er ekki fyrir að fara hjá landsliðsþjálfurunum. Eggert G. Jónsson og Ólafur I. Skúlason eru báðir valdir í landsliðshópinn, rétt eins og síðast þó svo að Ólafur hafi þurft að draga sig út úr hópnum síðast vegna meiðsla og hefur ekkert spilað með félagsliði sínu eftir það - og svo auðvitað hann Eggert sem virðist vera farþegi í hópnum. Strákunum líkar líklega svo vel við hann síðan með 21. ársliðinu og því fær hann að vera með sem eins konar gæludýr. Hann spilar ekkert með sínu liði, fékk reyndar nokkrar mínútur rétt fyrir landsleikina gegn Kýpur og Norðmönnum og var strax valinn í landsliðshópinn!!! Síðan ekki söguna meir en er samt valinn!
Mér finnst nú nær að velja Jóhann Laxdal þar sem Birkir Már er í banni. Af hverju var annars verið að velja Jóhann í hópinn um daginn en svo ekki nú þegar loksins vantar ekta hægri bakvörð í liðið?
Svo finnst mér nú í lagi að leyfa Theódóri Elmari Bjarnasyni að kynnast landsliðinu á nýjan leik. Hann vill jú spila með því - og er fastur maður í einu af betri liðunum í dönsku úrvalsdeildinni!
Nei, ó nei. Íhaldsemin er svo mikil að tveir meiddir leikmenn (og því í engri leikæfingu) eru valdir í staðinn!
Húrra fyrir landsliðsþjálfurunum. Þetta er ekkert skárra en undir stjórn Óla Jó!
![]() |
Landsliðshópurinn sem mætir Króötum - Sölvi í hópinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2013 | 08:08
Hvað með Lagerbäck?
Maður heyrir ekki mikið af ferðalögum Lars Lagerbäck til að skoða íslenska leikmenn erlendis þó svo að hann búi úti.
Ekki veit ég t.d. til þess að hann hafi farið til Belgíu þegar hann var að byrja sem landsliðsþjálfari til að sjá íslensku leikmennina sem spiluðu þar reglulega þá með félagsliðinum sínum en fengu engin tækifæri með landsliðinu. Samt var og er belgíska deildin ein sú besta í Evrópu.
Þá fór hann ekki og fer ekki enn mikið til Noregs eða Danmerkur til að sjá leikmennina þar en býr þó þar rétt hjá. Meira að segja leikmenninrir í Svíþjóð urðu heimsókna hans ekki mikið aðnjótandi. Karlinn virðist helvíti værukær og gerir lítið til að verðskulda himinhá laun sín.
Þessi leti verður til þess að hann velur yfirleitt sömu leikmenn leik eftir leik og er svo alltaf með svipað byrjunarlið.
Þetta hefur gengið hingað til, vegna getu sumra leikmannanna og vegna þess hve léttum riðli við vorum í, en hætt við að það taki enda þegar við mætum alvöru landsliði eins og Króatíu.
![]() |
Kovac á ferð og flugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2013 | 12:07
Nú vitum við allt um veðrið en ekkert um landsliðshópinn!
Þetta er auðvitað hinir mestu snillingar hjá KSÍ - og íþróttafréttamennirnir hjá blöðunum einnig.
Í Svíþjóð eru menn mjög uppteknir af komandi umspilsleikjum við Portúgal, hvernig liðið er skipað (sem var upplýst um í gær (en Lagerbäck liggur ekkert á)), hverjir séu í leikformi og hvernig byrjunarliðið verði hugsanlega skipað.
Ekkert svoleiðis er í umræðunni hér - og enginn furðar sig á því af hverju landsliðsþjálfarinn er alltaf svona seinn á að tilkynna liðið.
Þetta er nefnilega ekki í fyrsta eða eina skiptið sem hann dregur lappirnar - heldur er staðföst regla hjá honum! Ætli hann sé svona mikill refur?
![]() |
Snjókoma og slydda 15. nóvember |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2013 | 08:39
"Fast sæti" - á bekknum!
Þetta er dáltíð fyndin fullyrðing: "fast sæti" í íslenska landsliðinu, þar sem hann hefur aðallega setið á bekknum allan tímann í undanförnum leikjum. Í heimaleiknum gegn Kýpur kom hann inná á 82. mín. en í leiknum örlagaríka gegn Norðmönnum kom hann ekkert inná þrátt fyrir mjög mikla pressu á íslenska liðið í seinni hálfleiknum.
Á sama tíma átti hann stórleiki með FC Kaupmannahöfn gegn liðum eins og Real Madrid og Juventus. Í leiknum í gær gegn Galatasary lentu Danirnir í miklum vandræðum eftir að Rúrik fór útaf. Hann er nefnilega ekki aðeins góður sóknarmaður heldur skilar varnarhlutverki sínu mjög vel. Það kom einnig vel í ljós í leiknum gegn Real Madrid þar sem hann hélt Króatanum Moldric algjörlega niðri.
Það er ekki hægt að segja um kollega hans í landsliðinu, Birki Bjarnason og Jóhann Berg, sem teknir eru fram fyrir Rúrik. Varnarvinna þeirra er nú ekki til fyrirmyndar.
Já, það er skrítið landslið sem telur sig hafa efni á því að hafa Rúrik á bekknum.
Og þeir eru skrítnir íþróttafréttamennirnir sem skrifa svona.
Að lokum má nefna að Svíar völdu lið sitt í gær, sem á að mæta Portúgölum í tveimur umspilsleikjum (15. og 19. nóv. eða sama daga og við).
Þá leika Danir og Norðmenn vináttuleik þann 15. nóvember og er búið að velja bæði liðin.
En við Íslendingar þurfum að venju að bíða lengur en aðrar þjóðir eftir að fá að vita hvernig landsliðshópur okkar verður. Af hverju þessi seinagangur?
![]() |
Rúrik í myndatöku í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2013 | 22:40
Varla valinn, eða hvað?
Ólafur Ingi verður varla valinn í landsliðshópinn, þó svo að hann spili með Waregem í Evrópukeppninni, því hann er ekki í neinni leikæfingu.
Annars er Lagerbäck mikið ólíkindatól og velur alls ekki menn í landsliðið eftir því hvort þeir séu í leikæfingu eða ekki.
Einn er sá leikmaður sem ekki hefur fengið að spila undanfarið en það er Rúrik Gíslason hjá FC Kaupmannahöfn, þó svo að hann hafi verið að leika í meistaradeildinni með liðinu sínu, gegn bestu knattspyrnumönnum í heimi og staðið sig afburðavel.
Í kvöld átti hann stórleik gegn Galatasaray, gaf t.d. stoðsendinguna að markinu sem reyndist sigurmark leiksins, og átti mjög góðan leik einnig í varnarvinnunni.
Þessi reynsla úr meistaradeildinni hefur þó ekki verið metin á neinn hátt af landsliðsþjálfaranum sem lætur Rúrik sitja á bekknum.
Ragnar Sigurðsson átti einnig stórleik með FCK og er að verða einn af allra bestu miðvörðum í Evrópu. Maður verður stoltur af því að horfa á þessa tvo Íslendinga í baráttunni við þá bestu!
![]() |
Ólafur Ingi fer með Zulte til Slóveníu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2013 | 15:56
Nýfrjálshyggjusöngurinn hafinn aftur!
Þetta hljómar eins og áróðurinn á árunum fyrir Hrun.
Menn virðast ekki hafa lært neitt enda kannski ekki heldur áhugi fyrir hendi. Lágir skattar á árunum fyrir Hrun leiddu ekki til aukinnar fjárfestingar hér á landi, heldur fór allur hagnaður þeirra ríku úr landi. Sumt fór í skattaskjólin og er þar enn. Sumt fór í gríðarlega heimskulegar fjárfestingar erlendis sem allar tíndust svo á einni nóttu - setti íslenskt þjóðfélag á hausinn - og annað fór í gengdarlaust sukk og svínarí.
Að tala um góðan árangur Reagan-stjórnarinnar er svo auðvitað ósvífinn brandari eða kannski frekar hrein og klár lygi. Reagan eyðilagði gjörsamlega félagslega kerfið í Bandaríkjunum og setti milljónir manna á götuna. Sama gerði Tatcher í Englandi.
Sem betur fer hefur þetta ekki gerst á Norðurlöndunum. Þar eru skattar enn mjög háir á þá tekjuhærri, muni hærri en hér. Það hefur komið í veg fyrir Hrun í þessum löndum.
Sama er að takast hér - og virðist sem nýja stjórnin ætli að feta í fótspor þeirrar gömlu. Sem betur fer.
![]() |
Háir skattar á ríkt fólk skaðlegir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2013 | 14:38
Ekki 2500 miðar fráteknir heldur 4800!
Þarna viðurkennir framkvæmdastjórinn að hann hafi verið að segja ósatt í morgun þegar hann fullyrti að einungis 2500 miðar hafi ekki farið í sölu.
Nú viðurkennir hann hins vegar að 4000 miðum hafi verið haldið eftir. Þar sem ekki kemur fram hvað gert var við 800 miða, eins og segir í þessari frétt, þá eru það alls 4800 sæti sem fóru ekki í sölu en það er yfir 50% sætanna!
Aðeins 4700 miðar hafa þannig staðið almenningi til boða! Ekkert skrítið að aðeins 3000 miðar hafi verið til kl. sjö í morgun (og farið á hálftíma)!!
Það er ekki nóg að biðjast afsökunar. Maðurinn, og forystan sem slík, þarf að taka afleiðingu gerða sinna, enda er þetta ekki fyrsta og eina klúðrið hjá KSÍ.
Gerið það nú fyrir okkur, íslenska knattspyrnuunnendur, að segja af ykkur kæra KSÍ-forysta. Það var löngu kominn tími til þess en nú er mælirinn barmafullur!
![]() |
Þórir biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2013 | 10:20
Fyrirsjánlegt svar!
Þetta svar var nú fyrirsjáanlegt. Allt miði.is að kenna!
Íslendingur, búsettur í Danmörku, bendir á að miðasala á svona stórviðburði sé alvanaleg þar í landi og ekkert mál að hafa hana í dagsbirtun en ekki um miðja nótt eins og gert var hér. Að íslenska miðasölufyrirtæki geti það ekki er frekar ótrúlegt, enda miklu færri um hituna og því miklu minna álag.
Þá voru 2500 miðar teknir frá, að sögn, sem eru meira en 25% af miðunum sem standa til boða!
Þá er enn ósvarað hverjir fengu að vita hvenær miðasalan byrjaði (kl. 4 um nótt) en almenningi var talið trú um að hún byrjaði kl. 10 í morgun!
Nei, þetta er enn ein skrautfjörðurin í hatt KSÍ-forystunnar og svona í stíl við lúxusstúkuna á Laugardalsvellinum, sem sé: aðeins fyrir útvalda!
Talandi um klíkuskap ...
![]() |
Tímasetningin hefði ekki skipt máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2013 | 09:26
Spilltasta íþróttasamband landsins?
Það er allt vitlaust í bloggheimum útaf fyrirkomulagi KSÍ á miðasölunni fyrir landsleikinn gegn Króatíu.
Miðasalan opnuð kl. fjögur í nótt og allir miðarnir farnir kl. hálf átta í morgun!!!???
Fullyrt er fullum fetum að KSÍ-klíkan hafi sjálf keypt alla miðana og nú byrji svartamarkaðsbraskið!
Einhverjir miðar munu þó hafa verið eftir handa þeim fyrirtækjum sem styrkt hafa KSÍ undanfarin ár (vildarvinunum).
Já, lágt sekkur KSÍ-forystan og lægra en oftast áður ...
![]() |
Uppselt á leik Íslands og Króatíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 464349
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar