7.2.2013 | 07:40
Kerfisbundið brottkast hjá flotanum?
Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu máli hjá Norðmönnum.
Íslendingar eru jú þekktir sóðar hvað veiðiaðferðir varðar. Hafa t.d. alla tíð leyft veiðar á bolfiski í flotvörpu sem Norðmenn hafa bannað lengst af, veiðar sem hafa leitt til allt of stórra kasta og þar af leiðandi fer/fór stór hluti aflans í gúanó (eða einfaldlega hent fyrir borð).
Nú hafa íslensku snillingarnir greinilega fundið lausn á vandamálinu, með þessum svokallaða glugga til a sleppa við of mikinn afla í trollið og með tilheyrandi skemmdum á honum.
Þetta, rétt eins og allt annað, er leyfilegt hér á landi ("fiskurinn sleppur jú lifandi úr trollinu" segir Gvendur vinalausi) en Norðmenn eru greinilega ekki eins sannfærðir og Fiskistofa og ekki eins tilbúnir að taka þátt í blekkingarleiknum.
Ég þori að veðja að þó svo að skipið verði dæmt í sekt í Noregi vegna brottkasts þá muni það ekki hafa nein áhrif hér á landi - og þessi svokallaði "gluggi" leyfður hér áfram.
Sóðaskapur Íslendinga í umgengni um auðlindina er og hefur verið slíkur.
![]() |
Kleifaberg til hafnar í Tromsö |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2013 | 22:21
Tvær stöður auglýstar á Biskupsstofu
Það er merkilegt að fylgjast með ráðningarmálum þjóðkirkjunnar. Tvær stöður auglýstar á Biskupsstofu, sem snúa að fjármálum kirkjunnar á meðan er verið að skera niður í grunnþjónustunni með mikilli fækkun presta - og fjárframlagi til safnaðanna.
Og það sem merkilegt er að lýðræðiskjörnir fulltrúar í þjóðkirkjunni hafa lítið um þetta að segja nema fáeinir kirkjuráðsmenn sem hafa örfá atkvæði að baki sér til að komast í þá stöðu sem þeir hafa.
Prestar eru nú eitthvað um 150 í íslensku þjóðkirkjunni en starfsmenn á Biskupsstofu eru orðnir 30 - og enn er verið að auglýsa nýjar stöður þar (en varla nokkrar prestsstöður).
Parkinsonslögmálið er greinilega að virka í íslensku þjóðkirkjunni!
Það er spurning hver sé biskupinn yfir Íslandi, sá sem var vígður til þess nýlega eftir lýðræðislega kosningu - eða lögfræðingarnir á Biskupsstofu?
![]() |
Byggt á aldargömlum forsendum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2013 | 21:55
Hver er í raun landsliðsþjálfarinn?
Tapleikurinn við Rússana var frekar dapurlegur. Oft gott spil hjá íslenska liðinu en samt kom lítið út úr því.
Þá hlýtur það að vekja athygli hve tregur Lars Lagerbäck er að skipta mönnum inná í æfingarleikjum. Kolbeinn Sigþórsson sást til dæmis ekki í leiknum en fékk að spila langt inn í síðari hálfleik. Þá var Eiður Smári sekur um fjölmörg mistök, þótt hann ætti smá spretti inná milli. Samt var hann inná alveg þar til í lokin.
Svo voru það skilaboðin frá bekknum til leikmanna. Ekkert heyrðist í landsliðsþjálfaranum en þeim mun meira í Heimi Hallgrímssyni. Gaman var að heyra hann hvetja Ara Frey Skúlason, sem átti fínan leik í kvöld: "Gott Ari, vanda sig Ari, vera nákvæmur Ari!".Til fyrirmyndar!
Spurningin sem vakna við að verða vitni að þessu er sú, hver sé raunverulegur þjálfari íslenska landsliðsins. Er það kannski tannlæknirinn frá Vestmannaeyjum - og sænski gúrúinn kannski bara rándýr "frontur" liðsins?
![]() |
2:0 tap fyrir Rússum á Marbella |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2013 | 19:11
Athyglisvert!
Athyglisvert að sjá Eið Smára út á hægra kanti. Efast um að hann hafi nokkurn tímann spilað þar! Þá verður fróðlegt að sjá Hjálmar spila í miðverðinum, eins og hann gerir í Gautaborg.
Hætt er þó við að bilið milli miðju og varnar verði of mikið með "Ítalina" Birki og Emil með tengiliði. Þar hlýtur Lars Lagerbäck að teljast vera að gamla fullmikið. Maður hefði haldið að Helgi Valur væri sjálfgefinn í aðra þá stöðu. Þá er Eiður Smári ekki þekktur fyrir að hlaupa mikið til baka til að hjálpa vörninni - og Gylfi Sig. ekki heldur.
Gæti þýtt stórtap - 5-0 fyrir Rússa?
![]() |
Byrjunarliðið gegn Rússum - Kolbeinn fyrirliði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2013 | 20:12
Einn til frásagnar!
Nú hlaupa allir þeir sem eru með fóbíu fyrir islam upp til handa og fóta og hneykslast hvað af tekur.
Þetta á sérstaklega við í hinu víðsýna og umburðarlynda frændríki okkar, Danmörku.
Miklu meira er skrifað um þetta mál í dönskum fjölmiðlum en nokkrum sinni um hryðjuverk hægri-fasistans Breiviks, sem þó drap 84 manneskjur, allt í nafni stríðsins gegn fjölmenningunni og islam!
Það merkilega við þetta allt saman er að mannræfill þessi sem segist hafa orðið fyrir árás, er einn til frásagnar og hefur vísast logið öllu saman.
Hann hefur nefnilega kvartað nýlega yfir fjárskorti sem standi baráttuni gegn helv. islamistunum fyrir þrifum. Því ætlaði hann að laga fjárhaginn með því að endurbirta níðmyndirnar af Muhameð spámanni. Með þessari fjölmiðlauppákomu ætti hann m.a.s. geta sloppið við slík "skítverk", því peningarnir munu eflaust steymna inn til hans til stuðnings frjálsri tjáningu!
Teknar hafa verið nokkrar af helstu fullyrðingum hans um islam sem lesa má hér:
http://politiken.dk/indland/ECE1889556/fakta-se-lars-hedegaards-kontroversielle-citater/
Þar fullyrðir hann m.a. að þeir sem tilheyra islam nauðgi börnum sínum, frænkum og öðrum nátengdum stúlkubörnum (það tilheyri jú trú þeirra). Það sé hluti af trú þeirra að segja ósatt, osfrv.
Og þessi maður er nú helsti boðberi frjálsrar tjáningar og andstæðingur hvers kyns takmörkunum á tjáningarfrelsinu. Ritskoðun, nei takk!
Já, það er mikilvægt að trúa manninum og fordæma "aðförina" að honum því hún er jafnframt aðför að hinu vestræna tjáningarfrelsi: Hallejúja!
![]() |
Reyndi að myrða Dana sem gagnrýnir íslam |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2013 | 10:44
Annað segir nú utanríkisráðherra
Össur Skarphéðinsson hefur tekið undir með Ögmundi Jónassyni í einu og öllu hvað þetta furðulega FBI-mál varðar.
Hann segir engin tengsl vera á milli meintrar fyrirhugaðrar tölvuárásar á Stjórnarráðið (árás sem aldrei var gerð) og komu FBI-manna til landsins meira en mánuði síðar til að yfirheyra unglingspilt sem hafði komið í bandaríska sendiráðið með einhverjar upplýsingar um Wikileaks:
http://visir.is/kyrskyrt-ad-fbi-var-her-i-heimildarleysi/article/2013702059937
Fullyrðingar um fyrirhugaða tölvuárás hefur greinilega verið notuð sem sem tylliástæða til að njósna um Wikileaks hér á landi, þ.e um íslenska ríkisborgara.
Hið merkilega er að bæði ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari leyfa þessar njósnir erlends ríkis hér á landi. Vonandi verður slíkt brot á íslenskum lögum, hjá sjálfum eftirlitsaðilum laganna, ekki liðin.
![]() |
Tölvuárás í rannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2013 | 18:12
FBI á Íslandi
Þetta er alveg furðuleg yfirlýsing frá Ríkislögreglustjóra og frá Ríkissaksóknarembættinu. Aðförin að Wikileaks hér á landi virðist samkvæmt þessari yfirlýsingu hafa átt sér langan aðdraganda. Þegar þann 20. júní hefur bandaríska alríkislögreglan (FBI) samband við ríkislögreglustjóra (?) og fulltrúar þess koma svo hingað til lands þremur dögum seinna (23.) til fundar við embættið. Síðan fara fulltrúar ríkissaksóknara til Bandaríkjanna nokkrum vikum seinna eða 11. júlí til fundar við alríkislögregluna bandarísku. Ekki kemur fram hvað kom út úr þeirri ferð!
Síðan meira en mánuði seinna, að kvöldi 23. ágúst, kemur uppljóstrari í bandaríska sendiráðið hér á landi með einhverjar upplýsingar um málið. Sendiráðið hefur greinilega samband beint út vegna þess en snýr sér ekki til íslenskra stjórnvalda, heldur kemur beiðni frá FBI um að um að fá að senda menn til að ræða við uppljóstrarann. Nú gerast hlutirnir með ógnarhraða. Leyfið fæst frá ríkislögreglustjóra, ríkissaksóknara og ráðuneytinu strax morguninn eftir- og átta manna hópur frá FBI er mættur til landsins þá strax um kvöldið!!! Flugið tekur 6-8 tíma, skilst mér, svo þeir hafa eflaust lagt strax af stað að leyfi fengnu og náð að kalla út tvo lögfræðinga með sér!
Síðan er leyfið afturkallað af ráðuneytinu strax daginn eftir, líklega vegna þess að í ljós kom að réttarbeiðni sem þá lá fyrir frá bandarískum stjórnvöldum var ekki í samræmi við þær upplýsingar sem lágu til grundvallar leyfinu daginn áður.
Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld hafi dregið sig út úr málinu héldu Bandaríkjamennirnir áfram rannsóknum sínum á meintum tilraunum Wikileaks til að hakka tölvukerfi íslenska stjórnarráðsins! Það var ekki fyrr en fimm dögum seinna sem FBI-liðinu var sagt að hætta eftirgrennslum sínum og beðnir að yfirgefa landið.
Voru þeir þá búnir að vera hér í fimm daga að rannsaka íslenskt innanríkismál!
Ef það er ekki brot á fullveldi landsins þá veit ég ekki hvað! Merkilegast er þó að þeir hafi komist upp með það að vera hér á landi svona lengi og svo auðvitað að þeim hafi verið leyft að koma hingað in the first place.
Ríkislögreglustjóri hefur löngum hagað sér eins og ríki í ríkinu og hefur oft verið farið fram á að hann verði settur af vegna afglapa í starfi. Merkilegra er hins vegar að ríkissaksóknari skuli taka þátt í svona gjörningi.
![]() |
FBI rannsakaði tölvuárás á Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2013 | 17:28
Neikvæð frétt í Noregi
Þeir eru samir við sig, norskir frændur okkar. Sviku okkur í Icesavemálinu, vilja beita okkur þvingunum í makríldeilunni og gagnrýna nú vinstri stjórnina fyrir framgöngu hennar í FBI-málinu (þ.e. Ögmund).
Tekið er sérstaklega fram að innanríkisráðherrann sé meðlimur í systurflokki SV í Noregi (kommi!) og að FBI mennirnir hafi komið hingað til að rannsaka Wikileaks.
Þetta seinast er reyndar athyglisvert því ekki hefur komið opinberlega fram fyrr en nú í dag (þ.e. formlega) hvað FBI mennirnir voru að gera hérna!
Þá er tónninn í garð Wikileaks nokkuð skrítinn:
![]() |
Vísar öllum tengslum á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2013 | 13:43
Nörd?
Athygli vekur að Lars Lagerbäck veigraði sér við að svara persónulegum spurningum blaðamanna í fundinum með þeim, sbr. heimasíðu KSÍ. Spurningin sem vaknar er auðvitað sú hvort hann eigi sér eitthvað líf utan fótboltans:
Lars var reyndar spurður fjölmargra annarra spurninga af rússneskum blaðamönnum, eins og t.d. hver væri hans uppáhalds leikari, uppáhalds kvikmynd, hvort hann þekkti nafna sinn Lars von Trier leikstjóra, og loks hvað hann hafi gefið sjálfum sér í jólagjöf, en þessi reynslumikli þjálfari viðurkenndi að honum fyndist svona spurningar alltof erfiðar. Spurningar um fótbolta eru miklu auðveldari" sagði þjálfarinn reynslumikli og brosti. Þjálfun íslenska landsliðsins er mjög spennandi verkefni. Ég hef notið þessa starfs mjög hingað til og mun njóta þess áfram."
![]() |
Lagerbäck: Lærum mest á að spila við svona lið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2013 | 11:13
Herinn drepur fjölda óbreyttra borgara
Meira að segja Mogginn er farinn að tala um umdeilda íhlutun Frakka í borgarastyrjöldinni í Malí.
Málið er að landið er í raun tveir heimar, suður- og norðurhlutinn, og ræður suðurhlutinn öllu í stjórn landsins. Reyndar er það herforingjastjórn sem Frakkar, með stuðningi vestrænna ríkja eins og Dana og Svía, eru að aðstoða við að leggja allt landið undir sig.
Fréttir af fjöldamorðum herforingjastjórnarinnar á óbreyttum borgurum verða æ háværari og viðbrögð Frakka við þeim sífellt minna sannfærandi.
Þeir segjast hafa fengið loforð frá herforingjunum að laga ástandið og um að koma lýðræði aftur á í landinu. Samt dregur ekkert úr drápunum og bendir þannig ekkert til þess að staðið verði við loforðin.
Í raun er Frökkum, og öðrum lýðræðissinum í vestri, skítsama um mannréttindi. Aðalatriði er að halda ítökum sínum - í þessu tilviki í Malí.
http://news.antiwar.com/2013/02/01/france-mali-pressed-to-probe-war-crimes/
![]() |
Hollande heimsækir Malí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 4
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 216
- Frá upphafi: 464552
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 195
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar