15.12.2012 | 10:55
Halló! Norðmenn ósigraðir!!?
![]() |
Allt klárt fyrir undanúrslitin á EM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2012 | 10:48
Hvernig skrítin umræða?
Ekki er ég áskrifandi að Mogunblaðinu svo ég sé ekki grein Víðis. Mér finnst þó af því sem ég les hér að verið sé að gera lítið úr ferli Arons fram að því er hann blómstraði í haust með AGF.
Áður hafði hann verið einn allra besti leikmaður 21 árs landsliðsins og hann og Björn Bergmann myndað saman mjög hættulegt framherjapar. Auk þess var hann yfirleitt í byrjunarliðinu hjá AGF á síðustu leiktíð þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur sem sé alltaf verið mjög efnilegur.
Það sem einkennir Aron sem leikmann er hversu hreyfanlegur hann er, ósérhlífinn og síógnandi. Þetta hefur einkennt hann alla tíð - og svo nú þegar hann er farinn að skora svona mikið þá er hann orðinn leikmaður á alþjóðamælikvarða.
Ísland hefur einfaldlega ekki efni á að missa slíkan leikmann. Því verður KSÍ-forystan að hafa samband við hann og fá hann til að leika fyrir hönd Íslands (og bjóða honum einhverja tryggingu fyrir því að hann verði notaður í landsliðinu, að byggt verði í kringum hann í framtíðinni, en ekki valinn í liðið til að sitja á bekknum).
Viðhorf Geirs Þorsteinssonar eru furðulegt - og hrokafullt. Hann kvartar yfir því að Aron og umboðsmaður hans hafi ekki haft frumkvæðið um að tala við sig og KSÍ, þegar frumkvæðið á auðvitað að koma héðan að heiman.
![]() |
Íslendingur eða ekki? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2012 | 16:41
Spældur?
Hvað er eiginlega að því að fylgja ríkisstjórninni í öllum góðum málum? Sem betur fer eru þingmenn Hreyfingarinnar farnir að átta sig á því að núverandi ríkisstjórn er að gera það sem Hreyfingin sjálf vill að sé gert: að gera Hrunið upp. Frumvarp eins og Rammaáætlunin er til þess gert.
Það er ekki nema von að Gunnar Bragi sé spældur. Hann sá fram á að stjórnarþingmaðurinn og fyrrum ráðherra, Kristján Möller, myndi vera í lykilstöðu og haft örlög frumvarpsins í höndum sér (og fellt það ef það yrði óbreytt). Nú er ljóst að svo verður ekki. Atkvæði Möllers skiptir engu til eða frá!
Frumvarpið verður samþykkt óbreytt með stuðningi Hreyfingarinnar.
![]() |
Liggur við að manni verði flökurt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2012 | 15:29
Start mjög ánægt með Guðmund
Forráðamenn Start eru mjög ánægðir með að hafa loksins fengið samninginn um kaup á Guðmundi undirritaðan af hálfu Breiðabliks.
Þeir segja Guðmund vera mjög mikilvægan fyrir liðið í úrvalsdeildinni á næsta ári. Hann hafi verið sá leikmaður sem hafi tekið mestum framförum og verið til fyrirmyndar á æfingum.
Ljóst er af viðtali við Guðmund að hann tekur fótboltann mjög alvarlega og vill leggja mikið á sig til að ná enn betri árangri.
http://fotball.aftenposten.no/eliteserien/article260894.ece
Er ekki að verða kominn tími til að kíkja á hann í landsleik?
![]() |
Guðmundur búinn að semja við Start |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2012 | 11:44
Er ekki kominn tími á nýjan umhverfisflokk?
Við sjáum sífellt meiri undanlátssemi hjá þingmönnum Vinstri grænna í stjórnarsamstarfinu við nýfrjálshyggjumennina í Samfylkingunni.
Skíturinn sem Vg er lentur í með sambúðinni við kratana er farin að líkjast skítnum sem beljurnar á Brúarreykjum þurfa að standa í með alþýðuflokksmanninn Bjarna Bærings í brúnni.
Hvert einasta frumvarp sem ráðherrar Vinstri grænna leggja fram er tekið í gíslingu einhvers þingmanns Samfylkingarinnar.
Kvótafrumvarpið er stopp í þingflokki SF, Kristján Möller heldur uppi hatrömmu málþófi við frumvarp Svandísar Svavarsdóttir um rammaáætlunina og meira að segja frumvarp hennar um ný byggingarlög er tekið í gíslingu af sama þingmanni.
Þó svo að löngu sé komið í ljós að VG nær engum af sínum málum fram í stjórnarsamstarfinu þá er enn þjónkað við gömlu kratana í Samfylkingunni í þeirra hraðferð til hægri - með þeim árangri að fylgið hrynur af Vg.
Er ekki að verða kominn tími til að restin af Vg sameinist einfaldlega Samfylkingunni - og þeir sem ekki vilja fylgja með í þeirri vegferð stofni nýja umhverfis- og vinstriflokk?
Nóg er amk til af góðu fólki sem ætti að geta verið á lista hjá slíkum flokki.
![]() |
VG og olíuvinnsla á Dreka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2012 | 09:32
Möller og málþófið
Það er athyglisvert að einn þingmaður stjórnarinnar er helsti málþófsmaðurinn á þingi núna, Kristján nokkur Möller.
Í gær hélt hann uppi málþófi vegna nýrrar byggingareglugerðar sem umhverfisráðherra Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, lagði fram - og í gærkvöldi byrjaði hann málþófið vegna rammaáætlunarinnar þó svo að samflokksmaður hans, ráðherrann Katrín Júlíusdóttir, hafi lagt hana fram.
Einnig má nefna þófið í þingflokki Samfylkingarinnar vega kvótafrumvarpsis þar sem mér skilst að Kristján standi einna fremst í.
Er ekki kominn tími til fyrir Jóhönnu að reyna að koma þessum villiketti sínum í búr?
![]() |
Fundað á Alþingi til hálfþrjú í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2012 | 08:51
Af hverju var Aron ekki valinn í síðasta landsleik?
Hún ætlar að verða dýrkeypt ráðningin á Lars Lagerbäck sem landsliðsþjálfara.
Hann valdi ekki Aron í æfingarleikinn gegn Andorra, þó svo að Aron væri orðinn heill, heldur alveg óreynda menn eins og Jón Daða og Rúnar Má - og fyrir vikið eigum við á hættu að missa Aron!
Hvenær ætlar þessi vitleysa með karlalandsliðið í fótbolta að taka enda?
![]() |
Aron í vafa um Ísland eða Bandaríkin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2012 | 10:29
Um loftslagsbreytingar og olíuvinnslu
Hlustið nú endilega (aftur?) á Ara Trausta Guðmundsson fyrrum forsetaframbjóðenda í Silfri
Egils um loftlagsbreytingar og tímaskekkjuna sem felst í þessari leit að olíu á Drekasvæðinu (eftir ca. 25 mín.): http://www.ruv.is/sarpurinn/flokkar/silfur-egils (endilega spólið yfir nöldurskjóðuna Gunnar Smára Egilsson)
Ari Trausti er eini maðurinn sem talar af einhverju viti um umhverfisvána sem stafar af gróðurhúsaáhrifunum.
Og nú ætlar Ólafur Ragnar að fara að mæra þessa framkvæmd á Drekasvæðinu, rétt eins og Össur Skarphéðsson og núna síðast leiðtogi umhverfisflokksins, Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon!
![]() |
Olíufundur gæti skipt miklu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2012 | 11:32
Drepa sjö til að bjarga einum!
Þessi frétt sýnir vel hugarfar Bandaríkjamanna - og að það breytist ekkert þrátt fyrir vaxandi gagnrýni á hernaðaraðgerðir þeirra.
Fyrir það fyrsta eru þeir auðvitað innrásarher í landinu og fara greinilega sínu fram, stunda aftökur á þeim borgurum landsins sem leyfa sér andóf. Ekki er reynt að handtaka fólkið, engin réttarhöld fara fram osfrv.
Nú síðast í gær voru að koma fréttir um að 200 börn, allt niður í 12-13 ár, væru fangelsuð í bandarísku fangelsi í Afganistan, án dóms og laga og haldið þar árum saman. Sök þeirra er oft sú ein að tilheyra fjölskyldum sem eru grunaðar um að hafa samúð með andófsmönnum.
Auk allra þeirra barna sem hafa verið drepin í Afganistan hafa yfir 200 börn verið drepin í Pakistan, Sómalíu og Jemen af CIA og bandamönnum þeirra í Nató.
http://www.guardian.co.uk/world/2012/dec/07/us-military-targeting-strategy-afghanistan
Nú eru allir sem eru drepnir í hinum svokölluðu drónerárásum flokkaðir sem hryðjuverkamenn svo Bandaríkjamenn losni við það óþægilega verk að telja og gefa upp hve margir óbreyttir borgarar hefðu verið drepnir:
http://www.salon.com/2012/05/29/militants_media_propaganda/
![]() |
Björguðu lækni úr klóm talibana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2012 | 21:58
Sjálfur landsliðsfyrirliðinn ekkert með í stórsigri?
Þetta er auðvitað stórmerkileg frétt, ekki síst fyrir landsliðsþjálfarann. Aron Einar Gunnarsson fékk ekkert að spila í stórsigri Cardiff á útivelli gegn hinu gamla stórliði í enska boltanum, Blackburn.
Þetta er annar leikurinn í röð sem Aron er ekki í byrjunarliðinu (en þeir eru orðnir nokkrir leikirnir á þessari leiktíð sem hann hefur byrjað á bekknum). Síðast kom hann inná í blálokin þegar sigurinn var sama sem tryggður og nú alls ekki neitt.
En látum oss sjá. Lars garmurinn Lagerbäck mun auðvitað halda tryggð sinni við Aron Einar hvað sem á dynur - sama hve mikið hann vermir bekkinn hjá Cardiff og sama hvernig aðrir leikmenn, sem spila sömu stöðu, standa sig (menn eins og Eyjólfur Héðinsson og Stefán Gíslason svo dæmi séu tekin).
Já við Íslendingar eru alltaf jafn endemis heppnir með landsliðsþjálfarana okkar ... og ekki erum við óheppnari með stjórn landsliðsmála.
![]() |
Heiðar lagði upp þrjú mörk í Blackburn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 5
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 232
- Frá upphafi: 464572
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 211
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar