25.5.2012 | 08:27
Solbakken einnig!
Nú er að sjá hvað Wolves gerir undir hans stjórn en þar er "annar" Íslendingur fyrir, Eggert Jónsson, en hefur lítið fengið að spreyta sig frá því hann kom til liðsins í byrjun árs.
![]() |
Celtic blandar sér í baráttuna um Björn Bergmann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2012 | 08:22
Neikvæður áróður í garð Ólafs farinn að skapa honum samúðarfylgi?
Þessi niðurstaða hlýtur að fá marga til að hugsa sinn gang, þó svo að könnunin sé varla marktæk.
Það sem er marktækt er breyting frá fyrri samskonar könnun frá því fyrir mánuði.
Síðan þá hefur fylgi Ólafs aukist um 8% en Þóra tapað um 11%!
Varla er hægt að sjá neina aðra skýringu á því en þá hversu áróður stuðningsmanna Þóru hefur verið neikvæður og beinst fyrst og fremst að sitjandi forseta.
Skítkastið í garð forsetans hafi þannig haft öfug áhrif og fólk fengið samúð með honum.
Vonandi verður þetta til þess að kosningabaráttan verði málefnalegri en af er og minna af persónulegum óhróðri um einstaka frambjóðendur.
![]() |
Ólafur Ragnar með mest fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2012 | 21:49
Halmstad með 17 stig!
Halmstad er nú með 17 stig (en ekki 14 eins og gefir í frétt mbl.is) og í öðru sæti sænsku fyrstu deildarinnar eftir sigurinn í dag. Blaðamaðurinn gleymdi greinilega að leggja stigin þrjú í dag við þau sem fyrir voru!
Textavarpið (hjá RÚV) er með fína þjónustu og sýnir jafnóðum stöður í fjölda deilda, þar með í sænsku 1. deildinni (bls. 353).
![]() |
Guðjón skoraði í sigurleik Halmstad |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2012 | 20:37
Hræðilegt!
Mér skilst að hinn "háttvirti þingmaður" Pétur Blöndal hafi þegar talað í 3 klukkutíma og 18 mínútur í málþófinu vegna stjórnarskrármálsins.
Það að forseti þingsins hafi haft manndóm í sér að horfa framhjá enn einni tilraun Péturs til að lítilsvirða þingræðið finnst mér nú ekki sína valdníðslu heldur þvert á móti sjálfsögð "blindni".
Svo skil ég ekki alveg af hverju Guðlaugur Þór fær að sitja á þingi, helsti "mútuþeginn" þar á síðari tímum!
![]() |
Pétri meinað að taka til máls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2012 | 17:08
Við hverju býst stjórnarandstaðan?
Stjórnarandstaðan getur varla búist við að stjórnarmeirihlutinn láti eyðileggja allt starf sem tengist þinginu, þó svo að haldið sé uppi málþófi eins og nú er í gangi.
Þetta virðingarleysi stjórnarandstöðunnar gagnvart þingstörfunum kemur þeim auðvitað sjálfum um koll því almenningur er ekki par hrifinn af því hvernig komið er fyrir þingræðinu.
Þá er þetta málþóf vegna eins ómerkilegs máls og stjórnarskármálið er, mjög furðulegt svo ekki sé meira sagt.
Nema auðvitað að málþófið sé fyrirboði þess sem koma skal þegar kvótafrumvarpið verður lagt fram, eða tilraun stjórnarandstöðunnar að fá fram frumvarp sem er þeim meira að skapi (og kvótagreifunum). Ef svo er í pottinn búið fer maður að skilja þetta málþóf nú.
![]() |
Héldu þingflokksfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2012 | 16:59
465,8 míkrógrömm á rúmmetra og engin sérstök viðbrögð!!
Oft hefur verið kvartað yfir því hve eftirlitsaðilar hér á landi sinna illa skyldum sínum.
Mér sýnist að slíkar kvartanir eigi vel í þessu tilfelli en hef þó ekki heyrt neinar ennþá. Þó eru mörkin við eðlilegt magn svifryks í andrúmslofti um 50 míkrógrömm á rúmmetra á einum sólarhring. Klukkan 11 í gærkvöldi var mengunin þannig níföld viðmiðunarmörk - og voru hátt fyrir ofan þau allan daginn og allan síðasta sólarhring.
Í þessari frétt kemur einnig fram að þegar megnunin er komin yfir 150 mg þá eigi meira að segja fullfrískt fólkí erfiðleikum. Því má segja að neyðarástand hafi ríkt allan síðasta sólarhring allt frá Kirkjubæjarklaustri og til Reykjavíkur (í það minnsta).
Þó heyrðist ekkert frá þeim aðilum sem eiga að sinna eftirliti með þessu, svo sem Umhverfisstofnun eða Almannavörunum. Það eina sem heyrist var frá Reykjavíkurborg og frá Veðurstofunni - og það í skötulíki. Eina úrræðið var áskorun um að fólk með viðkvæm öndunarfæri skyldu halda sig heim!
Í ljósi þess hversu fjálglega er talað um lýðheilsu hér í þessu landi, hlýtur þetta sinnuleysi að skjóta skökku við - eða hvað?
![]() |
Svifryk tvisvar yfir mörkum það sem af er ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2012 | 08:20
Þriðji landsliðsmaðurinn sem meiðist
Það fækkar enn í hópi landsliðsmanna þeirra sem valdir voru í liðið sem keppa á við Svía og Frakka nú í lok mánaðarins.
Áður hafa Rúrik Gíslason og Helgi Valur Daníelsson meiðst. Þá hefur Sölvi Geir Ottesen verið hæpinn að undanförnu - verið sparlega notaður af þjálfara FCK.
Athygli vekur að enn er ekki búið að velja menn í stað þeirra.
Ég er með uppástungu! Í stað Rúriks komi Aron Jóhannsson (AGF), í stað Hjálmars komin Arnór S. Aðalsteinsson (Hönefoss) og í stað Helga Vals komi Davíð Viðarsson.
Sá síðastnefndi er fyrirliði spútniksliðs Östers sem er langefst í sænsku 1. deildinni eftir 8 umferðir með sjö sigra og eitt jafntefli (22 stig!!).
![]() |
Óvíst með Hjálmar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2012 | 15:09
Áhugi á heilsufarsmálum?
Loksins birtast fréttir af öskumistrinum sem búið er að hvíla yfir höfuðborginni og Suðurnesjum síðan í gærkvöldi - og eflaust mun lengur yfir öllu Suðurlandsundirlendinu.
Nú er komið í ljós að svifrykið var á tímabil langt yfir heilsumörkum. Þó hefur ekkert verið fjallað um þetta í fréttum- fyrr en núna, þó það hafi verið auðsjáanlegt öllum síðan í gær.
Maður óttast að þetta sýni áhugaleysi stjórnvalda og eftirlitsaðila á þessu sviði á heilsufarsmálum þjóðarinnar en vitað er að fjölmargir verða fyrir miklum óþægindum vegna þess.
Enn hefur ekki verið bent á neitt ráð annað en að fólk eigi að halda sig heima við. Ekkert um það hvað þeir sem neyðast til að fara í vinnu - eða jafnvel vinna utandyra - eigi að gera!
Ekkert um grímur eða annað sem fólk getur sett fyrir vit sér - hvernig megi nálgast slíkt osfrv.
Þetta er auðvitað stórfurðulegt því það gaus fyrir meira en ári síðan og þetta öskufjúk hefur verið viðvarandi síðan, þó misjafnlega mikið.
![]() |
Öskumistur í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2012 | 20:19
Frekar ólíklegur kostur!
Það er frekar ólíklegt að Björn Bergmann fari til Úlfanna og í 1. deildina ensku meðan full af úrvalsdeildarliðum eru að skoða hann.
Á vellinum í dag voru útsendarar frá Everton og Anderlecht, lið sem eru mun meira spennandi kostur fyrir drenginn en Wolves.
Björn er nú sagður heitasta söluvaran í norsku úrvalsdeildinni:
http://fotball.aftenposten.no/eliteserien/article237396.ece
![]() |
Björn Bergmann með sigurmark undir lokin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.9.): 21
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 231
- Frá upphafi: 465035
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 185
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar