Morðið á Kamban

Ef nafnið Egon Al­fred Høj­land er gúgglað kemur aðeins upp ein persóna, sem var þingmaður Miðdemókrata á áttunda áratugnum. Hann var fæddur 1916 þannig að þetta passar alveg. 

Þessi flokkur var borgaralegur miðjuflokkur eins og nafnið gefur til kynna, svo það er óhætt að efast um að þessi maður hafi verið mjög róttækur anti-nasisti, og sem einnig má spyrja sig um dönsku andspyrnuhreyfinguna sem slíka. 

https://da.wikipedia.org/wiki/Egon_H%C3%B8jland

Sama má segja um Danina sjálfa á árunum fyrir stríð og fyrstu ár stríðsins. Fyrir stríðið þóttust þeir óhultir fyrir Þjóðverjum (þeir væru vinir þeirra þó svo að nasistarnir væru við völd) og létu herinn drabbast niður. Þeir voru og samvinnuþýðir til að byrja með í stríðinu meðan stríðsgæfan var með Þjóðverjum, sendu m.a. 60.000 manns til að berjast með þeim á austurvígstöðvunm (þá var það gegn helv. kommunum), en voru fljótir að snúa við blaðinu þegar stríðsgæfan brást nasistunum.

Við sjáum svipað rússahatur Dana nú (óvinurinn heitir Putin nú, ekki komminn) en þeir eru einna þjóða duglegastar að styrkja Úkraínu gegn Rússum. Þá skiptir engu máli hversu spillt úkraínsk stjórnvöld eru eða hvernig er farið með þjóðernisminnihlutana í landinu.

Annars má benda á mjög góða ævisögu Kambans eftir Svein Einarsson fyrrum Þjóðleikhússtjóra, þar sem stórlega er efast um að Kamban hafi verið hliðhollur nasistum.


mbl.is Banamaður Kambans nafngreindur í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver borgar fyrir þetta?

Eitthvað hljóta nú þessir norsku kafarar að kosta. Þar sem þeir eru jú á vegum Hafrannsóknarstofnunar (eða hvað?) er spurning hvort hún þurfi sjálf að kosta þessar aðgerðir - og þar með íslenskir skattgreiðendur - eða hvort að sökudólgurinn, Arctic Fish, beri kostnaðinn? 

Nú er það fullsannað að mikill fjöldi eldislaxa hefur sloppið úr kvíum þessa fyrirtækis í Patreksfirði og fundist ótrúlega víða í vestfirskum og norðlenskum laxveiðiám.
Ekkert heyrist þó frá stjórnvöldum hvort og þá hvaða refsiaðgerðum þetta norska fyrirtæki verði beitt og er allt eins líklegt að eftirmálarnir verði engir. Það má jú ekki flæma erlenda fjárfesta frá landinu (og helst þurfa þeir ekki að borga neitt til samfélagsins)!
Ekkert hefur heldur komið fram hvort eigendur laxveiðiréttinda, þar sem þessir eldislaxar hafa fundist, eigi rétt á einhverjum skaðabótum, hvað þá hve miklum.

Já, undarlegur er þessi heimur okkar orðinn og tjónkunin við peningaöflin, öðru nafni athafnaskáldin, ekki síst ef það eru útlendingar sem eiga í hlut.


mbl.is Norsku froskmennirnir skutluðu tólf laxa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"óvinaríkið"?

Það er auðvitað alltaf athyglisvert að heyra í ráðamönnum í Washington hverjir séu óvinir Kanans þó svo að það fylgi sjaldan hvers vegna. Í fréttinni er talað um "ögrandi aðgerðir" en ekki nánar tiltekið í hverjum þær séu fólgar.

Kannski að írönsk stjórnvöld hafa gerst svo djörf að standa uppi gegn hagsmunapólitík Kanans þarna eystra. Allir sem gera slíkt eru jú óvinir þessa illa heimsveldis og sýna með því ögrandi aðgerðir. 

Hér er ein gömul, góð vísa um blessaðan Kanann og gæði hans hér á landi sem annars staðar í heiminum: "Hinn amríski stríðsguð sem stendur á verði / hann stuggar burt föntum með logandi sverði" osfrv.

https://glatkistan.com/2021/11/03/lofsongur-2/

 


mbl.is Fangaskiptum fagnað en varnaglar slegnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djarft val!?

Landsliðsþjálfarinn tekur á sig rögg og refsar mönnum fyrir leikinn lélega gegn Luxenburg. Athygli vekur að Orri Óskars komi í stað Alfreðs og verður að segjast að djarft er teflt!

Það er þó spurning hvort að Hareide sé nógu djarfur, því einn aðalsökudólgurinn í síðasta leik, stendur enn í markinu (Rúnar Rúnars). Kannski treystir þjáfarinn ekki hinum unga Hákoni Vald (en af hverju er hann þá ekki í 21 árs liðinu fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á morgun?). Það að velja ekki Patrik Gunnars í þessa leiki er greinilega mjög slæm mistök hjá Norsaranum (Elías er að leika í portúgölsku annarri deildinni eftir því sem ég veit best og kemur því ekki til greina í byrjunarliðið).

Svo er það Kolbeinn Finns. Hann var ekki sannfærandi í leiknum gegn Luxemburg. Valgeir Lunddal var mun skárri og getur vel leyst vinstri bakvarðarstöðuna (og hefur oft gert það).
Svo er það músíkantinn Guðmundur Þórarins. Hann er enn að gera það gott í Grikklandi, er í þokkalegu liði og leikur alla leiki. Því ekki að gefa honum sjens, mann með alla þessa reynslu - og hörku vængbakvörður?


mbl.is Fimm breytingar á byrjunarliði Íslands – Orri byrjar í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúnar gerði vel í markinu?

Rúnar er sekur um öll mörkin sem hann (og liðið) fékk á sig. Fékk á sig víti í fyrsta markinu og gerðist sekur um fáránleg úthlaup (og staðsetningar) í hinum tveimur.

Þessi Norðmaður er greinilega fábjáni. Hann velur sem aðalmarkmann, mann sem ekkert hefur spilað lengi og fær hvergi samning, meðan tveir af bestu markvörðum sænsku og norsku deildarinnar eru annað hvort á bekknum eða ekki valdir.

Mér skilst að Åke þessi Hareide hafi verið rekinn úr öllum þjálfarastöðum sem hann hefur gengt hingað til. 

Svo nú er spurningin hvað hin dáðlausa KSÍ-forysta gerir eftir þrjú töp í röð (og engan árangur) undir stjórn þessa þjálfara.

Menn fara auðvitað að spyrja sig af hverju hann var valinn. Var enginn skárri þjálfari á lausu eða er íslenska karlalandsliðið virkilega svo lélegt að enginn almennilegur þjálfari vill taka það að sér? Kannski er það málið, því þessi leikur liðsins var svo sannarlega langt undir pari.


mbl.is Åge ósáttur: VAR-dómarinn öskraði í eyrun á honum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriðja tapið í röð hjá landsliðsþjálfaranum?

Ekki er þetta nú gæfulegt. Mikael Anderson ekki í byrjunarliðinu heldur Sævar Magnússon! Sá fyrrnefndi í toppliði í Danmörku og leikur alla leiki liðsins en hinn síðarnefndi í liði sem rétt slapp við fall á síðustu leiktíð!

Svo er auðvitað spurning með Jón Dag sem er ekki fastamaður í sínu liði og svo sem einnig með Kolbein sem einnig er í næstum-því-fallliðinu danska, rétt eins og Sævar.

Ef þetta er besta liðuppstillingin er ekki von á góðu.

Þrjú töp í röð hljóta að verma stólinn hressilega undir norska þjálfaranum, nema auðvitað að stjórn KSÍ fari í vörn og sjálfsafneitun (eins og reyndar venjulega).


mbl.is Þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands – Hákon byrjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaninn og rýra úranið

Bandaríkjamenn hafa notað þetta úran í amk tveimur árásarstríðum þeirra sjálfra, í Bosníu árið 1995 og Kosvó 1999. Á Wikipedia kemur fram að að minnsta kosti 40 ítalskir hermenn létust og milli 500-600 veiktust eftir að komast í snertingu við geislavirkt efni úr úransprengjum Kanans á Bosníu og Kosovo. Ítölsku hermennirnir unnu við að hreinsa upp eftir þessar sprengjur.

https://is.wikipedia.org/wiki/R%C3%BDrt_%C3%BAran

Ekki þarf að taka það fram að þessar árásir voru gegn alþjóðalögum, rétt eins og sífellt er hamrað á um "innrás" Rússa í Úkraínu sem er þó til að vernda rússneska minnihlutann í Austur-Úkraínu, rétt eins og Nató notaði sem yfirskin í stríði þeirra gegn fyrrum Júgóslafíu og núverandi Serbíu.
Í Kósóvustríðinu voru eyðilagðar eða stórskemmdar opinber mannvirki og byggingar eins og brýr, sjúkrahús, skólar, minnismerki og byggingar í einkarekstri. Engar bætur hafa komið fyrir þetta tjón, ekki frekar en í árásarstríði Bandaríkjamanna í Afganistan og víðar.

https://en.wikipedia.org/wiki/NATO_bombing_of_Yugoslavia

Þó hneykslast hin vestræna pressa og pólitíkusarnir yfir framferði Rússa í stríðinu í austurhluta Úkraínu þó þrátt fyrir að það stríð takmarkist að mestu við skotgrafahernað og að Rússar forðist eftir megni að hæfa innviði í Úkraínu og íbúðahverfi.

Ef einhverjir sýna miskunarleysi í þessum átökum, sem og öðrum slíkum sem Vesturlönd hafa verið viðriðin, eru það einmitt þau með morðóðan Kanann í broddi fylkingar.

 

 

 


mbl.is Umdeild skotfæri skýrt dæmi um „miskunnarleysi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Val sem má gagnrýna

Valið á landsliðshópnum má vel gagnrýna. Þarna kemur t.d. á óvart að Elías Ólafs er valinn einn af þremur markvörðunum en Patrik Gunnarsson ekki en hann hefur spilað allan leiki með Viking, sem er í harðri toppbaráttu í norsku úrvalsdeildinni. Elías er ekkert að spila að því að best er vitað en Patrik er einn af bestu markvörðum í Noregi.
Þá er Sverrir Ingi valinn en hann hefur verið meiddur undanfarið og er það enn. Vel hefði mátt velja Davíð Ólafs í staðinn sem hefur leikinn allan leiki með Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni.
Tveir nýliðar eru í hópnum, Kristian Hlynsson (f. 2004) í Ajax og Orri Óskars (f. 2004) í FCK. Einhver hefði nú frekar viljað sjá þá í 21 árs liðinu. Danir hafa þann háttinn á núna að láta A-landsliðsmenn, sem eru gjaldgengir í 21 ára liðið, spila með yngra landsliðinu.

https://www.dr.dk/sporten/seneste-sport/daramy-og-kristiansen-tager-med-u21-landsholdet-til-frankrig

A-liðið hefur úr nægum sóknarmönnum að velja eins og Sveinn Aron Gudjohnsen, sem spilar reglulega með toppliði Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni, og Ísak Þorvalds hjá Rosenborg. Jafnvel Brynjólf Willumsson hjá Kristiansund, sem er búinn að ná sér af meiðslum og kominn í gott form.

Árangur Hareide með íslenska landsliðið hingað til er ekki neitt til að hrópa húrra yfir og hann ekki hafinn yfir gagnrýni, ekkert frekar en fyrirrennari hans, sem einnig vandaði ekki valið á landsliðinu - og tók ekkert tillit til 21 árs liðsins. Hareide virðist feta í sömu fótspor.


mbl.is Töluverðar breytingar á landsliðshópnum – Orri nýliði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðleysi Kviku banka

Það er greinilegt að stjórnendur íslensku bankanna eru búnir að gleyma Hruninu. Einn aðalleikarinn í hinu "svokallaða" Hruni er t.d. aftur orðinn bankastjóri Kviku banka.

Ferill hans innan fjármálakerfisins er ansi skrautlegur. Félag hans, Ármann Þorvaldsson ehf, var úrskurðað gjaldþrota árið 2011 en gjaldþrotaskiptum lauk ekki fyrr en 2018. Af 5,7 milljarða gjaldþroti fékkst ekki nema 152 milljónir uppí skuldirnar!
Þetta þrot var fyrst og fremst tilkomið vegna lána sem félag Ármanns fékk til að braska með hlutabréf. Hann var þá forstjóri Kaupþings í London og veitti þannig sjálfum sér lánin, amk að hluta. Ætli hann feti ekki aftur í eigin fótspor?

https://www.visir.is/g/20181027647d/5-7-milljarda-gjaldthrot-armanns-thorvaldssonar-ehf

Fyrir þessa viðskiptasnilld og fleiri slíkar er hann nú verðlaunaður í annað sinn með forstjórastöðu í Kviku banka eða eins og stjórnarformaðurinn (og biskupssonurinn) segir réttilega um Ármann: "Reynsla og þekk­ing Ármanns á fjár­mála­markaði ger­ir það að verk­um að hann verður öfl­ug­ur leiðtogi bank­ans sem get­ur unnið af krafti úr þeim fjöl­mörgu tæki­fær­um sem blasa við Kviku".

Hætt er þó við að viðskiptavinum Kviku banka - og þar með Auðar banka, sem kynnir sig sem dóttur Kviku - sé ekki alveg sama um þessa vendingu og íhugi nú að beina viðskiptum sínum annað.
Það myndi þá minna talsvert á stemmninguna í kringum Íslandsbanka og spillinguna þar en þrír stórir viðskiptavinir þess banka hafa ákveðið að færa viðskipti sín annað.
Eins og kunnugt er hafa lengi staðið yfir þreifingar milli Kviku banka og Íslandsbanka um að sameinast. Þar hittir þá líklega skrattinn ömmu sína fyrir ef af verður.


mbl.is Marinó hættir í Kviku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kalt eða hlýtt?

Hlýtt á suðvestur- og Suðurlandi en kalt annars staðar á landinu.
Sumir kvarta sem sé yfir kulda meðan aðrir gleðjast yfir hlýindinum.

Í Danmörku hafa fokið fjaðrir vegna ummæla eins pólitíkusins þar í landi sem varð það að orði að allt sé öfugsnúið í pólitíkinni þessi misserin. Meðan almenningur kvartar yfir kuldanum í sumar og vilji eiga meira fé milli handanna, vilja stjórnvöld kaldari sumur og hærri skatta: 
"De fleste af os vil gerne have bedre sommervejr. Mange vil gerne have bedre luft i økonomien. Alligevel fastholder et flertal, at temperaturen skal ned og skatten skal op. Mærkelig tid vi lever i".
Já það er víðar en hér sem er ys og þys útaf engu!

https://www.dr.dk/nyheder/politik/pernille-vermund-forsvarer-oenske-om-hoejere-sommertemperaturer


mbl.is Hitinn í sjötta „hlýjasta sæti aldarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband