3.2.2023 | 17:51
Tíu?
Hér eru aðeins taldir upp sex íslenskir leikmenn í dönsku úrvalsdeildinni. Hverjir eru hinir fjórir?
Ég get svo sem reynt að nefna þá: Aron Sigurðarson í Horsens og Aron Elí Þrándarson í OB (kannski á leið burtu?), sem og auðvitað Mikael Anderson í AGF og Elías Ólafs markvörður í Midtjylland.
Þetta eru allt landsliðsmenn svo það er skrítið að íþróttablaðamaður Moggans skuli ekki nenna að skrifa nöfn þeirra ...
![]() |
Tíu Íslendingar í deildinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2023 | 20:38
Persónur Íslendingasagna?
Ég man nú ekki til þess að nokkur persóna í Íslendingasögunum hafi heitið Burkni!
Hins vegar bera næstu götur í námunda við nýja Landspítalann plöntunöfn: Smáragata, Fjólugata, Sóleyjargata, svo það þarf ekki mikla vitsmunabrekku til að sjá að Burknagata er þannig kennd við jurt eins og þessar nefndu götur.
En fjölmiðlaliðið stígur jú ekki í vitið eins og nú er deginum ljósara - og hefur verið ljóst harla lengi!
![]() |
Nýr spítali kenndur við Burknagötu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2023 | 11:11
PFAS mikil ógn við lýðheilsuna
Loksins eru Íslendingar að vakna við ógnina af flúorefnum sem fyrirfinnast við strendur um allan heim.
Danir eru löngu vaknaðir og er PFAS-ógnin orðin eitt aðalmálið þar í landi. Þeir hafa fundið efnið á ströndum landsins, svo sem á vesturströnd Jótlands og á Sjálandi:
Nú er svo komið að varað er við neyslu á matvælum frá svæðum þar sem þessa mengun er að finna, svo sem frá grasbítum, það er á nautakjöti, og á eggjum úr "lífrænum" hænum, þ.e. hænum sem fá að ganga úti og bíta gras.
Danir hafa því, ásamt Svíum, Norðmönnum, Þjóðverjum og Hollendingum farið fram á það í ESB að þau efni sem innihalda PFAS verði bönnuð innan Evrópu.
https://www.dr.dk/nyheder/indland/danmark-vil-have-pfas-forbudt-i-eu
Héðan hefur hins vegar ekkert frést af þessu fyrr en núna!
![]() |
Vísindarannsókn á Skagaströnd hlaut 64 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2023 | 15:19
Álmurinn við gömlu mjólkurstöðina á Snorrabraut
Enn einn skandallinn skeður - og allt í boði "grænu" borgarstjórnarinnar!? Friðaður álmur við gömlu mjólkurstöðina við Snorrabraut 54, síðast Söngskólann, hefur verið fjarlægur. Samt er skírt tekið fram í skipulagi, sem samþykkt var árið 2017, að óheimild sé að fjarlægja álminn:
Það er svo sem ekki vitað hvort skipulagsyfirvöld borgarinnar hafi samþykkt þetta sí svona eða hvort framkvæmdaraðillinn hafi tekið þetta upp hjá sjálfum sér.
Allavega hef ég ekki séð neina tilkynningu um að þetta hafi verið leyft eftir 2017.
Tekið skal fram að álmur er eitthvert fallegasta suðræna tréð sem hefur náð að vexa hér á landi. Álmurinn við Suðurgötu 6 var valinn fallegasta tré ársins 1999, sem sýnir hversu mikil prýði hefði getað orðið af þessu tré ef það hefði fengið að standa í friði - og hve væntanlegir íbúar hússins hafa fengið að njóta þess mitt í allri steinsteypunni:
https://www.skog.is/wp-content/uploads/2019/02/ta1999.pdf
![]() |
Byggt við mjólkurstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2023 | 08:34
Hættulaus vopn?
Rafbyssur þær sem lögreglan hefur kallað eftir, og sem dómsmálaráðherrann úrræðagóði hefur samþykkt og gefið út reglugerð sem leyfir byssurnar, eru m.a. sagðar til þess ætlaðar að auka "öryggi hins almenna borgara" eins og segir í þessari yfirlýsingu sambands lögreglumanna.
Það er hins vegar nokkuð stór spurning hvort þær leiði virkilega til aukins öryggis borgaranna. Í Bandaríkjunum hefur rannsókn leitt í ljós að á 15 ára tímabili hafi yfir þúsund manns látist eftir að rafbyssa var notuð á þá. Í 90% tilvika var viðkomandi óvopnaður (og þar með hættulaus). Vel yfir 400 dómsmál hafa verið rekin vegna þessa þar vestra. Það sýnir að lögreglunni er ekki treystandi fyrir vopni sem þessu og ætti því að halda sig við kylfurnar.
Sérkennilegt vægast sagt að hérlendir lögreglumenn skuli halda öðru fram:
https://www.visir.is/g/20232369955d/log-reglu-menn-o-oruggir-og-fram-leidandinn-firrar-sig-a-byrgd
![]() |
Fagna ákvörðun dómsmálaráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2023 | 12:57
Samningarnefnd Samtaka atvinnulífsins!
Halldór Benjamín gerir það ekki endasleppt. Hann hefur verið með hótanir í garð Eflingar, verið með persónulegar árásir á formann félagsins og var greinilega tilbúinn að fara í mjög hart gagnvart verkalýðsfélaginu.
Miðað við viðbrögð hans við þessari sáttatillögu ríkissáttasemjara, sem er algjörlega samhljóma tillögu Samtaka atvinnulífsins á sínum tíma sem Efling hafnaði, er ljóst að Halldór hefur talið sig geta kúgað Eflingu og látið hana bíða algjöran ósigur með því að neita henni um afturvirka kjarasaminga sem öll önnur stéttafélög hafa fengið.
Þessi ófyrirleitni Samtaka atvinnulífsins, með Halldór í fararbroddi, hefur einnig sýnt sig í framgöngu samningsnefndar þeirra gagnvart Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtæka. Þar skilst mér að nefnd SA hafi hafnað því að hækka lægstu laun bankastarfsmanna, sem sumir hverjir eru á skítalaunum, um 40.000 kr. á mánuði (hækkunin er 28.000 kr.) og alfarið neitað að stytta vinnuvikuna um 20 mínútur!!
Svo er talað um hörku og óbilgirni Sólveigar Önnu og forystu Eflingar.
Hvað er þá hægt að segja um þennan krúttlega Halldór B. Þorgeirsson og um SA?:
https://www.ssf.is/nyr-kjarasamningur-ssf-1-11-2022-31-01-2024/
![]() |
Þetta er skipbrot viðræðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2023 | 17:54
Á réttri vegferð?
Eftir tapið gegn Svíum (og þrátt fyrir hneykslanlegt tap gegn Ungverjum) var fullyrt á ruv.is að Gummi þjálfari væri á réttri vegferð með liðið. Leikurinn gegn Brasilíu átti að vera formsatriði, svo miklu betri væri íslenska liðið. En það var öðru nær þótt það hefðist í lokin.
En Gummi er samt greinilega ekki á réttri vegferð með liðið. Það stefnir hraðbyri niður á við og hefur gert það nær allan tímann sem hann hefur verið þjálfari þess.
En karlinn er með sterka jámenn með sér, þar á meðal íþróttafréttamennina á RÚV og æðsta strumpinn þar, Einar Örn Jónsson.
Þá er Gummi sniðugur að halda uppá réttu mennina, áður Aron Pálma og nú Gísla Þorgeir (þó báðir séu stórlega ofmetnir). Með þá með sér og klíkuna í kringum þá, vonast hann til að halda starfinu.
Og það sem verra er. Það er hætta á að það takist því langlundargerð áhugafólks fyrir handboltanum er ótrúlegt og handboltaminnið nær mjög skammt. Þannig að líklega verðum við, sem munum betri tíð í boltanum, að þjást í a.m.k. eitt ár í viðbót með Gumma sem þjálfara.
![]() |
Endurkomusigur í lokaleiknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2023 | 18:45
Frábært!
Aron Pálmarson hefur ekkert getað á HM hingað til og sem betur fer ekki mikið spilað. Svo er hann á hraðri niðurleið sem handboltamaður og á leið heim eftir misheppnaða dvöl hjá Dönum.
Á síðasta móti bjargaði Covid Gumma þjálfara því þá neyddist hann til að spila liðinu - nota breiddina - vegna þess hve margir voru frá - m.a. Aron.
Annars verður Ísland að vinna Svíþjóð núna á eftir eða ná jafntefli því Ungverjar unnu Brasilíu rétt í þessu og komast áfram ef við verðum jafnir þeim vegna innbyrðis úrslita.
Sigur á Svíþjóð er auðvitað harla ólíklegur því Svíar eru jú Evrópumeistarar og gæðaflokki ofar en íslenska liðið amk þegar Gummi stjórnar því.
![]() |
Aron ekki með í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2023 | 17:40
Miklar hetjur þetta!
Flestir sem hafa eitthvað verið að ferðast í miðbænum og í vesturbænum (og auðvitað víða um höfuðborgina) hafa auðvitað séð að lítið sem ekkert hefur verið gert til að fjarlægja snjó í þessum bæjarhlutum, hvað þá að einhverjir séu að brjóta upp klakabúnka, sem eru allsstaðar eftir að verktakar borgarinnar hafa mokað snjó af götunum upp á gangstéttir og í bílastæði.
Það er eins og það sé orðin lenska hjá borgarstarfsmönnum (og reyndar fleirum) að ljúga sig og aðra fulla, líklega í trausti þess að almenningur sé svo vitlaus að hann trúi þeim.
Þar sem ég bý í miðbænum kom nú fyrst í dag, 19. janúar, traktor með tönn til að skafa snjó af gangstéttinni hér fyrir utan. Það er meira en mánuði síðan að snjóaði fyrst (og í eina skiptið) í borginni! Samt er því hiklaust haldið fram að unnið sé af miklum krafti við snjómokstur um alla borg!!
Og ekki var nú þessi mokstur vel gerður! Snjónum var hrúgað upp á auðan stað á gangstéttinni í stað þess að fjarlægja hann. Slík vinnubrögð má sjá víða á gangstéttum í miðbænum.
Manni er spurn. Er það virkilega orðin lenska hjá fólki í stjórnunarstöðum í stjórnsýslunni að grípa til lyginnar til að fela eigin vanhæfni, vanrækslu og leti?
Þá er hætt við að trú almennings á "the establishment" muni bíða enn meiri hnekki en nú þegar er raunin.
Slíkt grefur auðvitað undan lýðræðinu og er stórhættuleg þróun - enda hinir kjörnu fulltrúar almennings þar helstu sökudólgarnir.
En kannski er þetta einmitt það sem þeir vilja, að fá að ráðskast með almannahag án þess að pöpulnum komi það nokkuð við?
Þar með fjarlægist stjórnsýslan æ meir almenning, nokkuð sem getur leitt til að andlýðræðisleg öfl komist til valda. Viljum við það virkilega?
![]() |
Sagað í gegnum klakann til að komast að holræsum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2023 | 09:48
Reglugerð?
Ótrúlegt að ráðherra geti uppá sitt einsdæmi gefið út reglugerð um svona umdeild og í raun stórhættuleg vopn, án þess að það komi til umræðu og samþykktar á Alþingi og í ríkisstjórn.
Nú fyrir nokkrum dögum var sagt frá því í fréttum að ungur maður í Bandaríkjunum (svartur auðvitað) hafi verið drepinn með rafbyssu af lögreglunni þar í landi og það fyrir litlar sakir. Hann hafi í raun verið alveg hættulaus umhverfi sínu, aðeins dauðhræddur við lögguna og því hafi þurft að "róa" hann niður með þessum afleiðingum:
Meira að segja forsætisráðherra okkar hefur varað við þessari reglugerð og talið eðlilegt að bíða með slíkt þar til frumvarp um ákveðnara eftirlit með störfum lögreglunnar verði samið - og samþykkt af þinginu.
En dómsmálaráðherrann lætur sko ekki segja sér fyrir verkum heldur tekur af skarið enda mikil hetja og strangur embættismaður.
Það er auðvitað stór spurning af hverju Bjarni Ben, fyrir hönd flokksins, gerði þennan harðlínumann að dómsmálaráðherra og af hverju forsætisráðherrann samþykkti skipan hans, vitandi vel að hann myndi aðeins vera til vandræða í stjórnarsamstarfinu.
En kannski var það einmitt tilgangur Sjálfstæðisflokksins með þessari ráðningu.
![]() |
Reglugerð um rafbyssur tilbúin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 66
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar