Viðbrögðin ytra

Stjórnvöld í Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi, Tyrklandi, Ísrael, Japan, Póllandi, Ástralíu og Sádi-Arabíu hafa lýst yfir stuðningi við árás Bandaríkjahers.

Danski utanríkisráðherrann styður árásirnar fullkomlega en norska ríkisstjórnin er varkár.
Sá danski fagnar meira aggressívri stefnu Trumpstjórnarinnar, kallar hana reyndar meira “globalistisk”! Hann seigst einnig vera tilbúinn til að taka aukinn þátt í aðgerðunum í Sýrlandi!

Sænski utanríkisráðherrann er hins vegar skeptískur og spyr hvort árásin sé ekki brot á alþjóðalögum. Annar stjórnmálamaður segir að nú sé vísirinn að auknu samstarfi Banda­ríkjamanna og Rússa úr sögunni. Þetta sé auðvitað þvert á loforð Trumps í kosninga­baráttunni um að bæta tengslin við Rússa.

Og kannski eru þetta fyrst og fremst viðbrögð við þeirri klemmu sem Trump og nánir samstarfsmenn hans margir hverjir eru í vegna tengsla þeirra við Rússa og Rússland.

Veik staða heima fyrir kallar oft á skyndiaðgerðir utanlands, og þá hernaðarlegar, til að snúa andstreyminu í meðbyr.
Svo er maðurinn auðvitað populisti af hæstu gráðu og hagar sem slíkur seglum sínum eftir vindi. Þannig menn eru auðvitað óútreiknanlegir og í raun óhæfir stjórnendur. Afleiðingin af þessari árás er sú að heimsfriðurinn er nú í mikilli hættu.


mbl.is Er sagan að endurtaka sig?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið geðugi Trump!

Jæja! Þá er upptröppun á stríðinu í Sýrlandi byrjuð, þvert á kosningaloforð Trumps um að leysa átökin þar með samningum.

Allt á forsendum þess að Sýrlandsher hafi borið ábyrgð á eiturgasinu sem drap fjölda óbreyttra borgara. Í stað þess að bíða eftir hlutlausri rannsókn á málinu, tók Kaninn málin í eigin hendur og gerðist bæði dómari og böðull. Það var ekki hægt að sleppa tækifærinu sem gafst.

Og ekki í fyrsta sinn. Minnir óneitanlega á aðdraganda innrásarinnar í Írak en þá var ein helsta tylliástæða hennar meint eiturgasárás Írakshers á eigin íbúa.

Það verður forvitnilegt að sjá hvernig andstæðingar Trumps bregðast við þessum tíðindum. Fagna þeir eða gagnrýna?
Þegar er farið að tala um fáfengileika Trumps í sambandi við árásina. Að hún sé tilraun hans til að vinna sér vinsælda meðal "góða" fólksins. 

Góða fólkið er nefnilega alltaf tilbúið að drepa aðra - í góðum tilgangi.


mbl.is Bandaríkin gerðu árás í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott þetta:

"Það er ljóst að við þurfum eitthvað meira til að breyta þessu samfélagi en að segja fréttir af því hversu gallað það er.
Það er ekki nóg að reyna að hafa áhrif á umræðuna, við verðum að umbreyta uppbyggingu samfélagsins.
Það er ekki nóg að benda á hversu spillt valdastéttin er og hvernig hún færir eigur almennings til sín og sinna, við verðum að taka völdin af þessu fólki.
Það er ekki nóg að benda á hvernig óréttlátt þjóðskipulag sviptir þúsundir möguleikum á mannsæmandi lífi og svipir mannlegri reisn, við verðum að taka þátt í baráttu þessa fólks með beinum og afgerandi hætti."


mbl.is Gunnar Smári yfirgefur Fréttatímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Efnavopnaárás Sýrlandshers"?

Mogginn er farinn að taka fullan þátt í stríðsáróðri vestrænna ríkja til að réttlæta hernaðaraðgerðir þeirra í Sýrlandi og annars staðar í Miðausturlöndum.
Reyndar eru fréttir af þessum atburðum frekar lítið áberandi í öðrum fjölmiðlum á Norðurlöndunum svo hér gengur Mogginn mun lengra en þeir - og er reyndar ekki einn um það íslenskra fjölmiðla.

Mogginn þagði hins vegar einn íslenskra fjölmiðla þegar fréttir bárust af loftárásum Bandaríkjamanna á Mósul í Írak fyrir nokkrum dögum þar sem um 200 almennir borgarar voru drepnir, stór hluti þeirra konur og börn.
Hvernig stendur á því?

Og hvernig stendur á því að hér er fullyrt fullum fetum að Sýrlandsher hafi gert þessa efnavopnaárás þegar það liggur alls ekki fyrir? 

Að lokum má nefna að allar þessar hörmungar hófust með innrás hinna viljugu þjóða inn í Írak á sínum tíma. Þá gagnrýndu þær fjöldi fólks og fjölmiðlarnir einnig. Nú þegja hins vegar allir þunnu hljóði þó þessar hernaðaraðgerðir standi enn yfir til ómældra þjáninga fyrir þjóðirnar í þessum löndum.

Eru Vesturlönd orðin algjörlega stríðsóð og allur almenningur og fjölmiðlar þar með talin? Líklega er stríðið gegn "hryðjuverkum" og "harðstjórn" eitt best heppnaða stríð áróðurslega séð sem háð hefur verið. A.m.k. hefur tekist betur til hjá Kananum og bandamönnum þeirra nú en í Víetnamstríðinu.


mbl.is „Þegar þú drepur saklaus börn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekar dónaskapur gagnvart ferðamönnum?

Átti maðurinn að gera í buxurnar til að þóknast íslenskum "mannasiðum"? 
Hvernig væri nú að koma upp almenningssalernum á fjölförnum ferðamannastöðum svo þeir þurfi ekki að ganga örna sinna á víðavangi?

Er það eina sem Íslendingar hugsa um, að hafa fé af ferðamönnum en kosta engu til á móti? 


mbl.is Fyrst og fremst brot á mannasiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fráflæðisvandi?

Frábært nýyrði alveg hreint og mjög svo gegnsætt! Hér er alveg örugglega átt við drenlögn eða fráveitu vatns frá spítalabyggingunum (svo sem til að koma í veg fyrir sveppamyndun og fúa). Jafnvel um sorpleiðslur sem eru byrjaðar að stíflast og þarf að endurnýja.
Eða er ekki svo?

Er kannski verið að tala um sjúklinga sem liggja inni á stofnuninni og þarf að losna við sem fyrst? Þeim er þá líkt við einhvern vökva (kannski daunillan?), amk er hér ekki um persónulegt orð að ræða sem nær yfir lifandi fólk.

Kanski dæmigert fyrir spítalamafíuna (sem hugsar þá einungis um eigin hag (tekjurnar) og er alveg skítsama um skjólstæðinga sína)?


mbl.is Reyna að létta á spítalanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minni álagning?

Þetta þýðir þá væntanlega að ferðaþjónustan, sem hefur gætt á tá og fingri undanfarin ár, þurfi að draga úr álagningu á sinni þjónustu. Minnka græðgina og fara í staðinn að borga sem einhverju nemur til samfélagsins.

Slæmt fyrir þá ágjörnu en gott fyrir okkur hin - og kemur vonandi ekki niður á ferðamanninum. Græðgi ferðaþjónustuaðila má ekki verða til þess að ferðamönnum snarfækki á næstu árum.
Það myndi leiða til næstu kollsteypu - næsta Hruns - sem verður enn verra en það fyrra. Því í þennan sinn mun litla Íslandi ekki vera hlíft í útlöndum eins og gerðist eftir síðasta Hrun. Þá munum við þurfa að borga allar okkar skuldir!


mbl.is „Gæti verið rothögg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórslys?

Innihaldið í þessari frétt er að mestu í hrópandi ósamræmi við yfirskrift hennar. 
Fyrir það fyrsta kemur fram að "grænk­ustuðull" Íslands hafi hækkað um 80% á tíma­bilið 1980-2010.
Ógróið land er að lokast. Það dregur úr mosaþekju en há­plönt­um, grös­um og smárunn­um fjölgar. Grósk­an sé þannig að aukast.
Flat­ar­mál birki­skóga eft­ir sjálfs­sán­ingu hefur auk­ist um 9% frá 1990. Meðal­vaxta­hraði birkiplantna á síðasta ára­tug hafi verið um átta sinn­um meiri en á köldu ár­un­um í kring­um 1970 og sama eigi við um annan plöntugróður!
Þetta hafi svo áhrif á lífríki í ám landsins þar sem laxaseiði vaxi mun hraðar en áður!

Þetta hljómar nú ekki eins og stórslys!!!


mbl.is Stórslys að verða í íslenskri náttúru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgin í lóðabraski við dæmdan fjárglæframann!

Þetta eru auðvitað athyglisverðar fréttir.
Í stað félagslegrar uppbyggingar á hinum svokallaða Gelgjutanga, öðru nafni Vogabyggð, stendur Reykjavíkurborg í lóðabraski við fasteignafélag Ólafs Ólafssonar og spennir þannig upp lóðaverð - og þar með íbúðaverð - í borginni. 
Í úthverfum borgarinnar er lóðaverð fjórum sinnum ódýrara en í þéttingarreitum utan miðbæjarins (50.000 kr. fm í stað yfir 200.000 kr.) sem spennir íbúðaverð upp sem því nemur.

Þetta er auðvitað ekkert annað en lóðabrask sem borgarstjórnarmeirihlutinn stundar, með borgarstjórann í fararbroddi. Þeir sem hagnast eru braskararnir, þar á meðal dæmdir "fjárfestar", en þeir sem líða eru íbúarnir.

Jafnaðarmennska borgarstjórnarmeirihlutans felst þannig í því að þeir ríku fái meira, þeir blönku minna!
Ég sem hélt að jafnaðarmennskan snerist um allt annað! Já, heimurinn er svo sannarlega orðinn öfugsnúinn.


mbl.is Gagnrýna söluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bristol City tapaði en vann ekki

Klúður hjá íþróttafréttamanninum! Hitt er rétt. Liðið er enn einu sæti frá fallinu og einu stigi.
Ef miðað er við landsleikjahópinn sem keppti á dögunum, þá er varla um byrjunarleikmenn að ræða hjá félagsliðum sínum, hvorki í ensku fyrstu deildinni né annars staðar. 
Kjartan Finnbogason, sem fékk svimandi einkunnir fyrir leik sinn gegn Írum, er yfirleitt varamaður hjá slöku liði sínu Horsens, sem er með einn versta árangur liða í dönsku úrvalsdeildinni nú eftir áramót. Hann fékk bara nokkrar mínútur í leik helgarinnar.
Sama er með Jón Daða eins og kemur frá í þessari frétt.
Í norsku deildinni situr enn einn landsliðsmaðurinn á bekknum hjá sínu félagsliði, Óttar Magnús Karlsson.

Svo er talað hér heima um alla þessa menn með stórum staf!


mbl.is Jón Daði hafði betur gegn Aroni Einari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2017
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 98
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 94
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband