Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Gaman að sjá Hörð Björgvin spreyta sig!

Þetta var auðvitað fyrirsjáanlegt með Viðar Örn. Það á að verjast, hlaupa og djöflast eins og venjulega hjá þessu landsliði - og því eru tveir hlaupagikkir látnir vera fremstir. 

Vinstri kanturinn er greinilega það sem verður forvitnilegast í leiknum. Hörður Björgvin og lið hans hefur komið á óvart í ensku B-deildinni þannig að hann er auðvitað ágætur varamaður fyrir Ara Frey. 
Þá átti Theodór Elmar fínan leik gegn Tyrkjum og náði vel saman með Gylfa. Vel spilandi leikmaður sem einnig er sívinnandi. Þetta lið getur alveg staðið í Króötunum.


mbl.is Elmar heldur sæti sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slakt íslenskt lið!

Það er ótrúlegt að þetta íslenska lið hafi komist svo langt að vera í möguleikanum til að komast í úrslit EM á næsta ári. Liðið vantar nefnilega stórlega gæði til að eiga eitthvað erindi í úrslitin. Talað var um að heppnin hafi svo sannarlega verið með íslenska liðinu í fyrri leiknum gegn Úkraínu, því það sást glöggt í leiknum að úkraínska liðið er mun betra en það íslenska.
Ljóst er að íslensku leikmennirnir þurfa að komast út til að eiga roð við bestu liðin. Þó ollu sumir þeir sem spila erlendis vonbrigðum svo sem Aron Elís. Hann á greinilega langt í land að ná alþjóðlegum styrkleika.
Einnig var Rúnar Alexander markmaður slakur í leiknum og átti alla sök á jöfnunarmarki Úkraínu (1-1), sem kom þeim inn í leikinn eftir góðan hálfleik hjá íslenska liðinu.


mbl.is EM draumurinn er úti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er þessi Björn Bergmann?

Hann hefur ekki sést í leiknum. Frammistaða íslenska landsliðsins í fyrri hálfleik gegn slöku liði Finna er ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Þessi leikur er í raun frumraun Heimis Hallgrímssonar landsliðsþjálfara. Sigur er krafan. Til þess þarf að skora mörk. Útaf með Björn þennan og inná með Viðar Örn Kjartansson sem enn er markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar með 13 mörk í 16 leikjum þó svo að hann sé ekki lengur að spila þar í landi.

Hann hefur gert fjögur mörk með Tel Aviv í fjórum leikjum, þar af eitt í Evrópudeildinni.
Heimir getur bætt fyrir mistök sín að velja hann ekki í byrjunarliðið með því að láta hann byrja seinni hálfleikinn.


mbl.is Hádramatískur sigur á Finnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers á Viðar Örn að gjalda?

Þetta er nú alveg ótrúlegt val, Björn Bergmann Sigurðarson valinn en ekki Viðar Örn Kjartansson!
Þar gerði Heimir Hallgrímsson sín fyrstu mistök sem landsliðsþjálfari og ansi líklegt að þau verði fleiri áður en hann fær pokann sinn.
Hér er smá tölfræði til samanburðar á þessum tveimur mönnum.

Fyrst Viðar Örn: Maccabi Tel Aviv keypti hann á 3,5 milljónir evra (um 500 milljónir íslenskra) sem er hærra verð en Kolbeinn og Jóhann Berg voru nýlega seldir á.

Hann hefur gert fjögur mörk í fjórum leikum með liðinu, þar af eitt í Evrópudeildinni. Með Malmö gerði hann 13 mörk í 16 leikjum!

Björn Bergmann: 2 mörk í fimm leikjum með Molde. Hann var svo ónotaður varamaður í þremur leikjum og ekki í hópnum einu sinni.

Svo segir Heimir að Björn hafi staðið sig best framherjanna undanfarið og að hann hafi verið sá fyrsti af þeim sem Heimir hafi haft samband við!

 


mbl.is Björn Bergmann og Ögmundur byrja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í standi til að gera hvað best í þessari stöðu?

Ég býst við að það hafi vakið athygli fleiri en mín þegar Heimir sagði að Björg Bergmann hafi verið að standa sig einna best í sinni stöðu af íslensku framherjunum og því legið beint við að hafa fyrst samband við hann.

Fyrst hélt ég að Heimir ætti við þá sem ekki hafi verið valdir hingað til en svo heyrði ég að hann átti við alla íslensku framherjana.

Svona til samanburðar má nefna að Alfreð Finnbogason hefur verið að spila alla leikina með Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni og verið iðinn við að skora. Viðar Örn Kjartansson hefur sömuleiðis skorað drjúgt fyrir Maccabi TelAviv síðan hann kom þangað, og leikið með þeim í Evrópudeildinni, auk þess sem hann var markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar þegar hann var seldur þaðan fyrir ekki svo löngu.
Jón Daði hafði einnig verið að standa sig vel með Úlfunum í ensku b-deildinni.

Þetta er því einfaldlega rugl í landsliðsþjálfaranum - og fyrstu mistök hans með liðið. Ef Björn verður svo valinn í byrjunarliðið eru það önnur mistökin - og hálfu verri því þau fyrstu voru aðeins ummæli  ... 


mbl.is Skil ekki að þetta séu röng skilaboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðningsmenn MFF ekki hrifnir!

Stuðningsmenn Malmö FF er ekki sérstaklega hrifnir yfir því að Viðar Örn hafi verið seldur. Nú óttast þeir að gullið renni þeim úr greipum og svo finnst þeim verðið lágt (um 450 milljónir króna eða 3,5 milljónir evra!). Þeir gagnrýna stjórnendur félagsins harðlega fyrir söluna - og sumir Viðar reyndar einnig fyrir að vilja burtu.

Ljóst er af þessu að hann nýtur mikils álits í Malmö sem knattspyrnumaður enda ekki að ástæðulausu sem markakóngur deildarinnar.

 


mbl.is Viðar Örn samdi til fjögurra ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrari en Kolbeinn og Jóhann Berg!

Þetta verð á Viðari er hærra en Nantes keypti Kolbein Sigþórsson, sem var 3 milljónir evra, og einni milljón evra hærra en Burnley keypti Jóhann Berg Guðmundsson á. Einnig mun þetta vera hærra verð en það sem Wolves keypti Jón Daða Böðvarsson á, jafnvel mun hærra.

Þetta sýnir álitið sem Viðar nýtur ytra en eins og kunnugt er naut hann ekki þessa sama álits hjá Lars nokkrum Lagerbäck sællar minningar! 

Samkvæmt þessu ætti Viðar að vera í byrjunarliði Íslands úti í Úkraínu eftir eina viku.


mbl.is Viðar Örn á leið til Ísraels?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fínni stöðu?

Að fá á sig mark heima og vera aðeins einu marki yfir fyrir útivallarleik hefur hingað til ekki þótt vera góð staða.
Norskir fjölmiðlar telja það a.m.k. ekki:

http://www.aftenposten.no/100Sport/fotball/championsleague/Skummelt-utgangspunkt-for-Rosenborg-790069_1.snd

 

Þá átti Hólmar Örn alla sök á marki gestanna.
Einnig vakti athygli að Matthías Vilhjálmsson fékk aðeins rúmar 10 mín. í leiknum eftir að hafa skorað tvö mörk í síðasta deildarleik, átt tvær stoðsendingar að auki og verið valinn maður leiksins í 6-0 stórsigri gegn einu af efstu liðum norsku úrvalsdeildarinnar, Haugasundi.


mbl.is Rosenborg í fínni stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

6-0 og svo þetta!

Ekki er þetta nú góð meðmæli með íslenskum fótbolta, né Val. Fyrst stórtap gegn Bröndby (6-0) og svo keyptir tveir nýir leikmenn, Danir, sem leika eða léku í dönsku b-deildinni.

Ef peningarnir sem fengust á EM fara í hluti sem þessa þá bíð ég ekki í íslenskan fótbolta.


mbl.is Tveir Danir til Valsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkuð hátt verð á Jóhanni!

Mér finnst nú þetta verð á Jóhanni Berg vera nokkuð hátt. Það er svipað og Kolbeinn fór á þegar hann var seldur til Nantes eða á þrjár milljónir evra. Það er og mun hærra en verðið á Arnór Ingva (sem var tvær milljónir evra).

Ljóst er að Charlton mun eiga í erfiðleikum með að selja hann, ef verðið lækkar ekki. 


mbl.is Jóhann Berg orðaður við Norwich
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 89
  • Frá upphafi: 462891

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband