Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Flott!

Kominn tími til að setja Jón Daða út úr liðinu og það þegar vantar fimm fastamenn í liðið. Vel gert Heimir!

Þá verður spennandi að sjá Arnór Ingva á kantinum.


mbl.is Byrjunarliðið: Björn og Viðar fremstir gegn Kósóvó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungir í stað reyndra

Valið á landsliðinu er nokkuð fyrirsjánlegt en þó skrítið eins og venjulega.

Nú er kannski undarlegast að Rúnar Már Sigurjónsson sé ekki með en hann leikur alla leiki með liði sínu Grashopper í Sviss. Í stað hans er Ólafur Ingi Skúlason valinn sem yfirleitt er á bekknum hjá liði sínu í Tyrklandi.

Þá er Ingvar Jónsson valinn sem þriðji markmaðurinn en ekki Rúnar Alex Rúnarsson sem hefur spilað alla leiki með Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni.

Svo er það vörnin. Þar er ekki Hjörtur Hermannsson þó hann sé fastamaður í vörn Bröndby sem er öruggt í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Þá er Viðar Ari valinn í stað Hauks Heiðars Haukssonar í AIK í Stokkhólmi sem þó hefur verið valinn í liðið undanfarið.

Framlínan og kanturinn eru kannski mesta spurningarmerkið en þar eru svo sannarlega hinir ungu og óreyndu valdir í stað þeirra eldri og reyndari. Aron Sigurðar í stað Arnórs Smárasonar og Óttar Magnús í stað Matthíasar Vilhjálmssonar.

Það á ekki af Matthíasi að ganga!


mbl.is Kári, Arnór og Rúrik í hópnum - Óttar og Viðar valdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt furðuvalið hjá landsliðsþjálfaranum

Maður skyldi ætla að nú væri stillt upp sterkasta liðinu til að fá sem besta samæfingu fyrir það áður en í alvöruna er komið í sumar.

En nei, ó nei!

Sara Björk sett á bekkinn og í raun allir leikmennirnir sem stóðu sig svo vel gegn Noregi.
Tapliðið gegn Japan fær hins vegar nýtt tækifæri (Guðbjörg, Arna Björk, Málfríður, Fanndís, Margrét Lára).

Það er eins og þjálfarinn vilji helst að liðið tapi sem flestum leikjum.
Eða kannski er hann bara að sýna vald sitt: "Ég ræð, og geri það sem mér sýnist."


mbl.is Kínverjar lagðir í lokaleiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtið liðsval að venju!

Allir þrír markverðirnir fá að spila þó svo að Sandra Sigurðar hafi staðið sig áberandi betur en Guðbjörg þegar hún fékk tækifærið í leiknum gegn Noregi - og full þörf að láta reyna betur á hana í æfingarleikjum.

Svo er auðvitað sérstakt að taka Glódísi út úr byrjunarliðinu og reyna ekki aftur 3-4-3 með hana, Sif og Örnu saman.

Þá átti Rakel Hönnudóttir mun betri leik en Elísa þegar Rakel fékk tækifærið í hægri bakverðinum.

Gott er hins vegar að sjá að Margrét Lára er ekki í byrjunarliðinu!

Hennar tími er löngu liðinn ...


mbl.is Fínt jafntefli gegn sterkum Spánverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slakur fyrri hálleikur

Íslenska kvennalandsliðið byrjaði leikinn mjög illa. Þær voru seinar í öll návígi og með ónákvæmar sendingar. Þær japönsku miklu betri, fljótari og teknískari.

Reyndustu leikmenn íslenska liðsins slakir. Guðbjörg átti sök á a.mk. öðru markinu ef ekki báðum. Margrét Lára hefur ekki sést í leiknum og Fanndís mistæk að venju. Hallbera aðeins að koma til er leið á leikinn eftir skelfilega byrjun.

Annars er leikur Íslands alltof hægur, sendingar lélegar og leikmenn ekki nógu hreyfanlegir.

Taka Margréti Láru og Málfríði útaf strax í hálfleik og skoða svo með Fanndísi, Önnu Björku og Hallberu í þeim síðari. 

Katrín Ásbjörns var frísk í fyrri hálfleiknum gegn Norðmönnum og Arna Sif örugg í vörninni, auk þess sem Gunnhildur Yrsa gerði jú jöfnunarmarkið. Inná með þær sem fyrst.


mbl.is Tveggja marka tap gegn Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágætis byrjun!

Þetta var að mörgu leyti góður leikur hjá íslenska liðinu, einkum í byrjun.

Ungu stelpurnar í framlínunni, Sandra Jessen, Elín Metta og Katrín Ásbjörns voru frískar til að byrja með, auk þess sem Sandra í markinu var örugg allan leikinn og Arna Sif var sterk í miðju varnarinnar. Arna og Glódís eiga greinilega vel saman og ættu að vera framtíðar miðvarðarpar landsliðsins.
Leikurinn breyttist svo þegar Sandra meiddist en hún hafði einnig verið mjög dugleg að koma til baka og hjálpa til í vörninni.

Heilt yfir má segja að kominn sé tími á kynslóðarskipti þessu landsliði. Gömlu kempurnar eru farnar að gefa sig og þær ungu miklu frískari.

Byrjunarliðið leit vel út - mun betur en liðið eftir að skiptingar byrjuðu. Fanndís einleikur að venju of mikið og missir því oft boltann, auk þess sem sendingarnar eru yfirleitt ónákvæmar. Þá var Hallbera ekki sannfærandi eftir að hún kom inná og ekki heldur Dóra María.

Bestar: Sandra í markinu, Glódís og Arna Sif, Sara Björk og Elín Metta.


mbl.is Jafntefli við Noreg í fyrsta leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sleikja upp landsliðsþjálfarann!

Það er alveg ljóst eftir viðtal við Frey landsliðsþjálfara í fréttum í gær að hann hafi sett Dagnýju og Hallberu stólinn fyrir dyrnar. Einnig hefur það komið fram í viðtali við hann á 433.is.

Í sjónvarpinu viðurkenndi hann að ef þær færu til Kína myndi það setja strik í reikninginn hvað varðaði landsliðið. Hann bar þar ekki við að deildin í Kína væri svona léleg heldur að það tæki svo langan tíma fyrir þær koma til móts við landsliðið.

Því er ljóst að allt það, sem Sigurður Ragnar sagði um þetta mál, var satt og rétt en viðbrögð Freys aðeins aumt yfirklór.

Og fjölmiðlarnir kóa með landsliðsþjálfaranum núverandi.


mbl.is Þær vita alveg hvað þær vilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekar loðin yfirlýsing!

Freyr: "Hlut­verk landsliðsþjálf­ara er að und­ir­búa sitt lið og stýra því í verk­efn­um með það fyr­ir aug­um að ná sem best­um knatt­spyrnu­leg­um ár­angri. Með það í huga vel ég alltaf það sem ég tel besta liðið hverju sinni."

Það sem hann bætir svo við skiptir í raun engu því þetta er aðalatriðið. Hans (geðþótta)mat gildir alltaf við val á liðinu, sama hvernig leikmennirnir eru að spila og hvar.

Svo þarf Freyr auðvitað að svara fyrir það hvort hann hafi sagt við umrædda leikmenn að val þeirra á landi (og félagsliði) kunni að hafa áhrif á það hvort þær væru valdar í landsliðið eða ekki. 
Yfirlýsingar þeirra benda til þess að hann hafi gert það.

Svona almennt orðuð (og frasaleg) yfirlýsing breytir engu um það.


mbl.is Skiptir ekki máli hvar leikmenn spila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítnir samningar hjá FH

Nú er FH búið að fá til sín tvo leikmenn frá Stjörnunni sem hafa vermt varamannabekkinn hjá gamla félaginu síðastliðið sumar.
Veigar Pál, sem er nú kominn á tíma, og Halldór Orra sem hefur ekki náð sér á strik síðan hann lenti í hremmingunum hjá Falkenberg.

Er svona mikilvægt fyrir FH að styrkja bekkinn hjá sér?


mbl.is Viðræðurnar sigldu í strand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er byrjunarliðið leyndarmál?

Það eru fleiri vináttulandsleikir í kvöld, svo sem hjá Svíum og Dönum og það hörkuleikir: Ungverjaland-Svíþjóð og Tékkland-Danmörk. Frændur okkar eru búnir að birta byrjunarliðin hjá sér en ekkert bólar á því hjá okkur.
Það er að venju því landsliðsþjálfararnir okkar hafa alltaf verið seinastir að tilkynna lið sín. Skrítið að það eigi einnig við í vináttuleikjum.

Svo er auðvitað spurning af hverju sé verið að leika gegn Möltu en ekki einhverju sterkara liði. Ísland er jú hærra á styrkleikjalistanum en bæði Svíar og Danir og ætti því að geta valið úr mótherjum.


mbl.is Mæta Möltu í fimmtánda sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 87
  • Frá upphafi: 462889

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband