Færsluflokkur: Pepsi-deildin
25.8.2017 | 15:00
Fimm miðverðir?
Þetta er svei mér þá varnarsinnað val! Varnarmaður (Jón Guðni) inn fyrir sóknarmann (Aron Sigurðar). Fimm miðverðir í liðinu (jafnvel sex!).
Ætli ætlunin sé að láta Gylfa vinna leikinn upp á sitt eindæmi (skora eitt mark snemma og pakka svo í vörn)?
Enn er Viðari Erni haldið fyrir utan landsliðið, sem og Matthíasi Vilhjálms, sem þó eru að spila í mjög sterkum liðum sem eru komin áfram í Evrópudeildinni (og fá þar með mikla reynslu á toppleveli).
Svo er t.d. aðeins einn hægri bakvörður valinn þrátt fyrir að Haukur Heiðar sé búinn að ná sér eftir meiðsli og farinn að spila reglulega með sterku liði AIK.
Þá er Jón Daði valinn þó hann sé meiddur - og Birkir þó hann fái ekki góða dóma hjá Aston Villa.
Arnór Ingvi fær heldur ekkert að spila hjá AEK Aþenu og sömuleiðis Kári Árna hjá Aberdeen (og Raggi hjá Rubin Kazan).
Ljóst er að Heimir fetar dyggilega í fótspor Lagerbäcks og þorir ekki að breyta liðinu sem neinu nemur (eða kannski fær hann það ekki fyrir "stjörnunum", les klíkunni, í landsliðshópnum?).
Spái tapi úti gegn slöku finnsku liði!
Landsliðið: Heimir gerir litlar breytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.7.2017 | 09:16
Gagnrýnisleysi fjölmiðla!
Umfjöllun fjölmiðla um íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á eflaust einhverja mestu sök á fölskum væntingum til liðsins á EM. Fyrir mótið hafði liðið rétt náð jafntefli gegn lágt skrifuðu liði Írlands, en fjölmiðlar töluðu um góðan árangur, og áður stórtap gegn Hollandi (4-0) sem fjölmiðlarnir tóku einnig létt á.
Síðan var það hringið með liðið hjá þjálfaranum sem notaði ekki tækifærið á Algarvemótinu til að finna réttu uppstillinguna - og fjölmiðlunum fannst ekkert athugavert við það.
Freyr var því engu nær þegar á EM var komið hver væri heppilegast uppstillingin og setti því alveg nýjar manneskjur inn í liðið - og enn spiluðu fjölmiðlar gagnrýnislaust með.
Núna fyrst, eftir þrjú töp og stórtap í síðasta leiknum, rumska þeir aðeins.
Enn er þó ekki búið að finna blóraböggulinn - og honum verður líklega hlíft lengi vel (því stelpurnar sem hann velur í byrjunarliðið elska hann!) eða þar til að næsta fíaskóinu kemur.
Jamm. Syndaselurinn er auðvitað þjálfarinn.
Hann velur ranga (og reynslulitla) leikmenn í liðið. Allt lagt upp úr grófum leik og að trufla andstæðinginn sem mest í hans aðgerðum en ekki að koma upp spili hjá eigin liði eða skapa eitthvað.
Þetta sást auðvitað best í leiknum gegn Austurríki. Íslenska liðið átti ekki eitt einasta skot á markið en andstæðingarnir 19!!!
Þið lesið þetta fyrst hér. Burt með þjálfarann, Frey Alexandersson!
Ekkert stolt, engin gleði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2017 | 19:40
Króatarnir slakir í fyrri hálfleiknum
Menn hefðu átt að hrósa Króötunum meira fyrir leikinn, hve frábærir þeir væru!
Liðið sýnir lítið sem ekkert og er með marga frekar slaka leikmenn. Reyndar má segja það sama um íslenska liðið. Þulurinn (Hörður Harðar) talar auðvitað um frábært lið og stórkostlegt eins og hann er vanur - ætli hann eigi ekki fleiri lýsingarorð í pokahorninu en þessi og aðeins lágstemmdari? - en það hefur lítið sýnt ennþá.
Mikið er um feilsendingar fram völlinn (án þess að þulirnir nefna það einu nafni). Kári er t.d. venju fremur slæmur með þetta - þótt oft sé hann slæmur - sem sýnir líklega að hann er í lítilli leikæfingu. Hörður Björgvin sömuleiðis. Þá kemur lítið út úr Birki Bjarnasyni enda hefur hann varla spila keppnisleik í hálft ár.
Þá er Alfreð greinilega ekki búinn að ná sér almennilega eftir meiðslin sem hann fékk, amk er hann ekki í sama góða forminu og hann var fyrir þau.
Það mætti vel skipta inná þegar í byrjun seinni hálfleiks eða snemma í honum því þessi leikur á að vinnast gegn frekar slöku liði Króata.
Dramatískur sigur gegn Króatíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2017 | 12:00
Landsliðsþjálfarinn að skjóta sig illilega í fótinn
Það að bestu leikmenninrir séu ekki valdir í íslenska karlalandsliðið í fótbolta vegna þess að þeir falla ekki inn í leikkerfið, sýnir á hversu miklum villigötum landsliðið er komið.
Líklega verða þeir valdir sem eru að spila með leiðinlegustu liðinum, eins og Kjartan Finnboga í Horsens, sem hefur fengið það orð á sig að vera leiðinlegasta liðið í dönsku úrvalsdeildinni (og Kjartan einn sá grófasti).
Íslenska landsliðið er ekki mikið skárra hvað leiðindin varðar en hingað til hefur það verið fyrirgefið vegna þess árangurs sem liðið hefur náð.
Það þarf hins vegar ekki nema eitt tap, svo sem gegn Finnum, til að það umburðarlyndi hverfi eins og dögg fyrir sólu.
Þá hættir að vera gaman að vera þjálfari landsliðsins.
Viðar ekki valinn í landsliðið Rosalega svekktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2017 | 19:46
Vonandi ekki!
Eftir 4-0 tap gegn Hollandi skyldi maður vona að þessi leikur verði ekki mjög líkur leikjunum á HM.
Og vonandi fær Fanndís ekki að eyðileggja fleiri færi hjá íslenska liðinu.
„Þetta er og verður mjög líkt EM“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2017 | 18:02
Arfaslakur fyrri hálfleikur!
Það er ljóst að landsliðsþjálfarinn er ekki að ná miklu út úr þessu liði. Kannski má segja að það sé þegar orðið of gamalt?
Margrét Lára er ekki svipur hjá sjón, Guðbjörg óörugg í markinu (missti tvo bolta út úr höndunum á sér í byrjun leiks) og Glódísi fer ekkert fram, frekar aftur þótt ung sé.
Íslenska liðið er slakt og það sem verra er. Á bekknum eru ekki margar sem geta bætt liðið.
Líklegast er þó að þjálfarinn sé vandamálið. Hann virðist ekki hafa neinar hugmyndir til að bæta liðið. Lítið um spil. Aðallega langar spyrnur fram og svo hlaupið.
Þá hefur hann dálæti á röngum leikmönnum ...
Skellur gegn Hollendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2017 | 21:06
Þvílíkt rugl!
Leikurinn var arfaslakur. Íslenska liðið átti ekki skot að marki nema það sem fór inn. Framlínan var algjörlega bitlaus og miðjan varla sjáanleg. Það eina sem var gott var miðja varnarinnar, markvörðurinn og Hörður í vinstri bakverðinum. Þá vann Rúrik góða varnarvinnu og var líkaamlega sterkur í návígjum.
Leikurinn snarbatnaði svo í lokin þegar menn komu inná sem gátu haldið boltanum, sent á samherja og ógnað. Menn eins og Elías Már, Arnór Smára og Ari Freyr.
Heppnissigur gegn liði, sem reyndar var ekki mikið betri.
Dæmigerður "breskur" leikur. Kýlt fram og svo haupið og tuddast í það óendanlega!
Langþráður sigur gegn Írum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2017 | 20:42
60-40 með boltann en 0-2 í mörkum!
Arnór Ingvi og Gylfi góðir í annars slöku liði Íslands.
Má gefa mönnum eins og Ragnari og Emil frí í seinni hálfleik. Jafnvel gefa Hannesi einnig frí og leyfa Ögmundi að spreyta sig.
Gullfótur Gylfa dýrmætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2017 | 19:01
Flott!
Kominn tími til að setja Jón Daða út úr liðinu og það þegar vantar fimm fastamenn í liðið. Vel gert Heimir!
Þá verður spennandi að sjá Arnór Ingva á kantinum.
Byrjunarliðið: Björn og Viðar fremstir gegn Kósóvó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2017 | 14:45
Ungir í stað reyndra
Valið á landsliðinu er nokkuð fyrirsjánlegt en þó skrítið eins og venjulega.
Nú er kannski undarlegast að Rúnar Már Sigurjónsson sé ekki með en hann leikur alla leiki með liði sínu Grashopper í Sviss. Í stað hans er Ólafur Ingi Skúlason valinn sem yfirleitt er á bekknum hjá liði sínu í Tyrklandi.
Þá er Ingvar Jónsson valinn sem þriðji markmaðurinn en ekki Rúnar Alex Rúnarsson sem hefur spilað alla leiki með Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni.
Svo er það vörnin. Þar er ekki Hjörtur Hermannsson þó hann sé fastamaður í vörn Bröndby sem er öruggt í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Þá er Viðar Ari valinn í stað Hauks Heiðars Haukssonar í AIK í Stokkhólmi sem þó hefur verið valinn í liðið undanfarið.
Framlínan og kanturinn eru kannski mesta spurningarmerkið en þar eru svo sannarlega hinir ungu og óreyndu valdir í stað þeirra eldri og reyndari. Aron Sigurðar í stað Arnórs Smárasonar og Óttar Magnús í stað Matthíasar Vilhjálmssonar.
Það á ekki af Matthíasi að ganga!
Kári, Arnór og Rúrik í hópnum - Óttar og Viðar valdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 10
- Sl. sólarhring: 76
- Sl. viku: 365
- Frá upphafi: 459289
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 324
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar