Færsluflokkur: Pepsi-deildin
9.5.2016 | 16:55
Fyrirsjáanlegt en ...
... kemur á óvart að Sölvi Geir eru ekki einu sinni til taks sem aukamaður.
Hjörtur Hermanns, sem er algjörlega reynslulaus á alþjóðavettvangi, er valinn fram fyrir Sölva og reyndar einnig fram fyrir reyndari menn eins og Hólmar Örn og Hallgrím. Enn einn miðvörðurinn sem ætti að hafa komið til greina er Jón Guðni Fjóluson sem spilar alla leiki með efsta liði sænsku deildarinnar, Norrköping.
Þá er nokkuð hæpið að vera ekki með vara-vinstri bakvörð en þeir eru aðeins tveir. Þeir eru einnig aðeins tveir hægra megin, og annar sem er dottinn út úr byrjunarliði sínu ytra (Haukur Heiðar í AIK), en það eru fleiri í hópnum sem geta leikið þá stöðu.
Þrír meiddir segir í fréttinni. Reyndar er óljóst hvort að Aron Einar sé meiddur eða bara svona lélegur að hann kemst ekki í lið hjá Cardiff.
Feiri leikmenn eru þarna sem eru að spila með slökum liðum eða spila lítið svo sem Jóhann Berg og Emil.
Um Jón Daða er þýðingarlaust að tala. Hann er alltaf valinn þrátt fyrir afspyrnulélega leiki. Uppáhaldið hans Lars.
Gaman hins vegar að sjá menn eins og Arnór Ingva og Rúnar Má í hópnum og einnig Theodór Elmar.
EM-hópurinn tilbúinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2016 | 21:26
Hvenær verður liðið tilkynnt?
Mér finnst nú fréttaflutningur af undirbúningi landsliðsins fyrir EM vera furðu lítill. Það er reyndar í takti við það sem verið hefur en yfirleitt birtast upplýsingar um landsliðið og val þess seint og illa.
Svíar hafa allt annan háttinn á og hafa fjölmiðlar þar greiðan aðgang að landsliðsþjálfurunum - og eru ákafir í að leita frétta.
Erik Hamrén, aðalþjálfari sænska landsliðsins, mun tilkynna hópinn þann 11. maí. Hann og aðstoðarþjálfarinn munu vera sammála um 17-18 leikmenn í 23-manna hópinn en 5-6 eru vafaatriði. Þeir hugsa þá ekki aðeins um liðið heldur og einnig hópinn (móralinn líklega).
Þessir 5-6 spila kannski ekkert eða þá hvern einasta leik.
Sænska liðið verður ekki klárt fyrr en daginn sem það verður tilkynnt.
Síðan er hægt að gera breytingar til 30. maí en þá þarf að skila endanlegum lista til Uefa.
Hvernær ætli þessum málum sé varið hjá þjálfurum íslenska landsliðsins? Það heyrist ekki mikið frá þeim og litlar eru vangavelturnar hjá íþróttafréttamönnunum.
Hverjir, og hvað margir, eru öruggir og hverjir berjast um vafasætin?
Það hlýtur að vera spurning sem margir knattspyrnuáhugamenn hafa áhuga á og vilja gjarnan fá umfjöllun um.
Draumurinn sem rættist - myndskeið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2016 | 19:05
Úti í kuldanum hjá landsliðsþjálfurunum ...
Þó svo að Hallgrímur Jónasson sé ekki valinn í landsliðshópinn og lítið fengið að spreyta sig þegar hann var þó valinn, eru Danir mun ánægðari með hann en landsliðsþjáfararnir.
Hann var valinn í lið marsmánaðar í dönsku úrvalsdeildinni eins og segir í frétt mbl.is. Þetta segir Tipsbladet um hann:
"Tre sejre i tre kampe i marts gør OB til forårets bedste hold indtil videre. Defensiven fungerer meget bedre end i efteråret, og det skyldes blandt andet gode indgreb og lederskab fra Hallgrimur Jonasson. Fine kampe af islændingen, der har været med til at holde nullet to gange."
Það má benda á að Hallgrímur lék aðeins einn hálfleik í leikjunum þremur í janúar en var ekki valinn í æfingarleikina í þessum mánuði, líklega vegna þess að hann var valinn í janúarleikinn og því vitað hvað hann gæti eins og Heimur orðaði það um síðasta val. Líklega segir einn hálfleikur þó lítið um getu Hallgríms en frammistaða hans úti meira en lítið.
Við skulum því vona að hann verði í endanlegum hópi landsliðsins sem valið verður nú í maí. Það þykir mér þó ólíklegt miðað við hringlið á vali í miðvarðarstöðurnar að undanförnu.
Hallgrímur í liði mánaðarins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2016 | 09:48
Af hverju er hann ekki í hópnum?
Nú þegar Ólafur Ingi Skúlason er ekki lengur með landsliðinu vegna meiðsla skilur maður ekki alveg af hverju maður eins og Guðmundur Þórarins sé ekki kallaður í hópinn.
Sérstaklega í ljósi þess hversu fáir eiginlegir varnartengiliðir eru í hópnum - og einnig vegna þess að landsliðsþjálfararnir tóku Rúnar Sigurjónsson ekki með, þeir þykjast jú nú þegar vita "hvað hann getur"!
Miðjan reyndist veikasti hlekkur landsliðsins gegn Dönum, enda ekki skrítið. Aron Einar í sama sem engri leikæfingu og Gylfi spilar alls ekki þá stöðu með Swansea (og er enginn miðjumaður í sér).
Knattspyrnuáhugamenn eru farnir að kalla eftir íslenskum sigri enda eru átta leikir síðan sá síðasti kom - og farnir að óttast að EM í sumar verði algjör niðurlæging fyrir íslenska knattspyrnu.
En þjálfararnir virðast ekki kippa sér upp við neitt, enda kunnir af öðru en að vera skjótir að bregðast við ef vandi steðjar að.
Guðmundur samdi við Rosenborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2016 | 00:12
Klassamunur á liðunum
Danir lýsa leiknum gegn okkar mönnum vel, tala um klassamun á liðunum og að danska landsliðið hafi verið á hærra plani en það íslenska.
http://jyllands-posten.dk/sport/fodbold/landshold/ECE8535765/har-landsholdet-faaet-sig-en-klogeaage/
Það er auðvitað hárrétt hjá Baunanum og áhyggjuefni fyrir íslenska liðið fyrir EM. Danir komust ekki áfram og voru virkilega slakir í undankeppninni meðan íslenska liðið var að spila vel í þeirri keppni.
Umskiptin eftir að íslenska landsliðið tryggði sér þátttöku í undankeppninni eru furðuleg. Enginn sigur og mörg töp!
Vörnin, sem hafði verið góð, hefur klikkað illilega undanfarið og kominn tími til að gefa Kára Árnasyni frí. Við erum jú með Portugal í riðli og Ronaldo skoraði fjögur mörk gegn Malmö og Kára í 7-0 sigri Real Madrid!
Maður hugsar ekki um mikið annað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2016 | 10:08
Ekki?
Þegar Svíar tilkynntu landsliðshóp sinn fyrir EM á dögunum töluðu fjölmiðlar þar í landi að um að þetta væri því sem næst endanlegur hópur.
Sama hlýtur að eiga við um valið á íslenska liðinu. Að vera enn að hringla með liðið svona stuttu fyrir keppni væri að minnsta kosti nokkuð skrítið.
Samt vantar í liðið fjöldann allan af leikmönnum sem hafa verið viðloðandi liðið í undankeppninni, eins og kemur fram í þessari frétt. Sjö nöfn eru nefnd og má bæta við fleirum.
Kannski sýnir þetta mikið hringl með liðið undanfarið en þó hafa næstum sömu menn alltaf verið valdir í landsliðshópinn þegar leikið var í riðlakeppninni.
Nú eru skyndilega komnir inn menn sem hafa lítið sem ekkert verið að leika þar, menn eins og Hörður Björgvin, Sverrir Ingi og Hjörtur Hermanns.
Þá vakti það athygli mína að Lars Lagerbäck talaði um að það væri mikil samkeppni um 4-5 stöður í landsliðinu. Af því má ráða að 6-7 leikmenn séu öruggir með sínar stöður. Ef maður á að gíska, þá eru það einhverjir þessara (8 reyndar, innan sviga tveir sem einhver vafi er um): (Hannes Þór), Ragnar, Kári, (Ari Freyr), Aron Einar, Gylfi, Birkir og Kolbeinn.
Sænskir fjölmiðlar benda á að sjö leikmenn úr sænsku deildinni hafi verið valdir í íslenska landsliðshópinn. Þeir nefna einnig tíu bestu kaup sænsku liðanna fyrir leiktíðina. Þrír þeirra eru íslenskir og tveir af þeim voru ekki valdið í landsliðshópinn.
Það voru þeir Arnór Smára, sem var í öðru sæti yfir mest spennandi kaupin, og Jón Guðni sem var nr. 6. Viðar Örn er sá eini sem er í hópnum en hann var valinn þriðju bestu kaupin.
Arnór og Jón Guðni eru báðir mjög ólíklegir til að komast í lokahópinn því þeir hafa lítið sem ekkert fengið að spreyta sig með landsliðinu - og ekkert í undankeppninni.
Mat manna er greinilega ólíkt.
Þessi listi er ekki kveðjubréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2016 | 16:40
Líklegri en aðrir?
Heimir landsliðsþjálfari kom með undarlega afsökun á visir.is fyrir að ekki hafa valið Eið Smára (og Rúnar Má Sigurjónsson, þ.e. að þeir hafi verið valdir í leikina í janúar og því vitað hvað þeir geta).
Sama megi segja um Sölva Geir, Hallgrím, Jón Guðna og Hólmar Eyjólfs sem ekki voru valdir nú: Það eru leikmenn sem við þekkjum en hinir fá tækifæri nú.
Ef þessi rök stæðust ættu Ragnar Sig., Arnór Ingvi og Viðar Örn einnig að fá frí núna því þeir léku tvo leiki af þremur í janúar.
Þá má benda á að Hólmar Örn lék aðeins einn hálfleikinn í leikjunum í janúar og Hallgrímur Jónasson sömuleiðis. Einnig Hjörtur Logi.
Hallgrímur hefur verið valinn í lið vikunnar í Danmörku tvær umferðir í röð svo gaman hefði verið að sjá hann, ekki bara í hópnum, heldur einnig í byrjunarliðinu í a.m.k. öðrum leikjanna.
Þá er Arnór Smárason heitur þessa daganna og Björn Bergmann búinn að gefa kost á sér í landsliðið á ný, en hvorugir valdir nú. Þó er Björn að spila reglulega með mun betra liði í ensku b-deildinni en Jóhann Berg, sem er valinn í enn eitt skiptið þó svo að hann sé einn þeirra leikmanna sem þjálfararnir þekkja vel - og ætti því að fá frí núna ef Heimir væri samkvæmur sjálfum sér.
Þá er skrítið að velja fjóra markmenn í hópinn miðað við að aðeins fjórir sóknarmenn séu valdir. Nær hefði verið að hafa markmennina þrjá en sóknarmennina fimm.
Þessir leikmenn líklegir í lokahópinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2016 | 20:48
Arnór sagður besti maður Hammarby í leiknum
Þeir eru að gera það gott íslensku leikmennirnir ytra sem hafa verið fyrir utan landsliðið undanfarið - eða í jaðri þess. Björn Daníel þótti eiga stórleik með Viking í Noregi sem og hinn ungi Aron Sigurðarson með Tromsö. Einnig er hinn sívinnandi hlaupagikkur og tekníker, Theódór Elmar, að spila vel með AGF í dönsku úrvalsdeildinni
Nú hefur Arnór Smára bæst í hópinn og gerir val landsliðsþjálfarana ekki auðvelt. Arnór sem hefur undanfarin ár staðið fyrir utan landsliðið, þrátt fyrir að hafa staðið sig ágætlega ekki síst sem lánsmaður í rússnesku úrvalsdeildinni, lék sinn fyrsta landsleik í langan tíma gegn Bandaríkjamönnumn nú í janúar og stóð sig mjög vel.
Hann hlýtur að koma sterklega til greina í landsleikina sem eru framundan, maður með þessa miklu reynslu og leikskilning en hann getur leikið allar stöður frammi og á miðjunni.
Glæsimark Arnórs í bikarnum (myndskeið) | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2016 | 18:12
Enn eitt varaliðið hjá þjálfaranum!
Í síðasta leiknum, gegn Kanada sem var svo mikilvægt að vinna samkvæmt þjálfaranum, var besti leikmaðurinn undanfarið, hún Glódís, sett á bekkinn og nýtt miðvarðarpar prófað gegn eitt af bestu liðum í heimi. Skammaðist svo þjálfarinn út í leikmenn fyrir að hafa tapað leiknum!
Nú, í leiknum um bronsið, tekur hann marga lykilleikmenn útaf og notar 23. leikmanninn í þessum móti. Síðast skipti hann út átta leikmönnum og aftur núna!
Þetta væri svo sem allt í lagi, þ.e. að nota mótið til að prófa sem flesta leikmenn, ef yfirlýsingarnar væru ekki svona digurbarkalegar.
Freyr getur engum um kennt nema sjálfum sér að leikurinn gegn Kanada tapaðist - og eins ef þessi tapast.
Reyndar hefur hann leikið þennan hringl-leik á Algarvemótinu, alveg síðan hann tók við liðinu, og skipti þá engu hvort væri verið að spila við heimsmeistarana eða ekki.
Skrítið að leikmennirnir séu ekki orðnir þreyttir á þessu hringli og farnir að leika sama leik og gegn gamla þjálfaranum: að koma Frey í burtu.
Bronsverðlaun til Íslands eftir vítakeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2016 | 14:53
Hvað með það íslenska?
Danir eru greinilega að stilla upp sínu sterkasta liði, þó þeir séu ekki á leið á EM eins og við, en hvað með það íslenska? Það verður auðvitað ekki tilkynnt fyrr en á síðustu stundu, eins og venjulega, en þar eru ýmis vandamál.
Aðalmarkmaðurinn, Hannes Þór, er enn meiddur. Fyrirliðinn, Aron Einar, er ekki í neinu leikformi því hann situr mest á bekknum hjá félagsliði sínu. Annar miðjumaður, Emil Hallfreðs, vermir einnig bekkinn þessa daganna hjá sínu nýja félagsliði.
Aðalmarkaskorarinn, framherjinn Kolbeinn Sigþórs., situr einnig aðallega á bekknum hjá sínu félagi.
Meira að segja miðvörðurinn sterki, Ragnar Sig., hefur verið á bekknum hjá sínu liði.
Fimm lykilleikmenn fjarri góðu gamni eða í lítilli leikæfingu - og með lélegt sjálfstraust?
Aðrir eru varla byrjaðir leiktíðina, svo sem leikmennirnir í skandinavísku deildunum.
Bót í máli að Alfreð er byrjaður að spila og að Gylfi Þór virðist vera að komast í sitt gamla form.
Aðrir sem hafa verið að spila að einhverju ráði eru Birkir Bjarna, Jón Daði (sem er í frekar slöku liði og er reyndar nýbyrjaður), Ólafur Ingi og Sverrir Ingi (sem hafa spilað einna mest allra) og Jóhann Berg. Sá síðastnefndi er í fallliði í ensku b-deildinni en íslenska landsliðið hefur reyndar áður notast við c-deildarliðsmann án þess að fjölmiðlar hafi kvartað yfir því hvað þá að þjálfararnir hafi fundist eitthvað athugavert við það.
Landsliðshópur Dana sem mætir Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 273
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 242
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar