Rétt, en vandamálin eru fleiri!

Aron Einar kemst ekki í miðlungs b-deildarlið á Englandi og er að auki eitthvað meiddur en samt er veðjað á hann sem lykilmann á miðjunni.
Vandamálin eru miklu fleiri. Vörnin er frekar veik og formið hjá aðalmönnunum þar hæpið, nema á Ragnari. Varamennirnir eru allir óreyndir og léku ekki neitt í undankeppninni. 

Sóknin er einnig tæp með menn eins og Kolbein og Eið Smára í litlu leikformi - og heitasti maðurinn nú er ekki í hópnum (Viðar Örn).

Þá er undirbúningurinn undir EM ekki eins og best verður á kosið. Landsliðið fékk engan leik um síðustu helgi meðan þjóð eins og Portúgal fékk góðan undirbúning fyrir leikinn gegn Íslandi með því að mæta Noregi (3-0!).
Þar með misstu þjálfararnir af tækifæri til að kalla nýja menn inn, ef þeir útvöldu sýndu að þeir væru ekki í neinu formi.

Við mætum svo Noregi á morgun og Liechterstein á föstudag. Kannski má líkja Norðmönnum við Ungverja, svipaðar þjóðir að getu, en af hverju að vera að keppa við slakt smáríkið?

Þá virðist ekki vera ætlunin að nota þessa leiki til þess að finna út hvaða leikmenn verði í byrjunarliðinu. Það virðist vera ákveðið fyrirfram, a.m.k. tala leikmennirnir sjálfir þannig, og þjálfararnir tjá sig ekkert um leikina, svo sem til hvers þeir séu.


mbl.is Aron Einar og breiddin áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 455518

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband