Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Enn eitt varaliðið hjá þjálfaranum!

Í síðasta leiknum, gegn Kanada sem var svo mikilvægt að vinna samkvæmt þjálfaranum, var besti leikmaðurinn undanfarið, hún Glódís, sett á bekkinn og nýtt miðvarðarpar prófað gegn eitt af bestu liðum í heimi. Skammaðist svo þjálfarinn út í leikmenn fyrir að hafa tapað leiknum!

Nú, í leiknum um bronsið, tekur hann marga lykilleikmenn útaf og notar 23. leikmanninn í þessum móti. Síðast skipti hann út átta leikmönnum og aftur núna!

Þetta væri svo sem allt í lagi, þ.e. að nota mótið til að prófa sem flesta leikmenn, ef yfirlýsingarnar væru ekki svona digurbarkalegar.
Freyr getur engum um kennt nema sjálfum sér að leikurinn gegn Kanada tapaðist - og eins ef þessi tapast.

Reyndar hefur hann leikið þennan hringl-leik á Algarvemótinu, alveg síðan hann tók við liðinu, og skipti þá engu hvort væri verið að spila við heimsmeistarana eða ekki.

Skrítið að leikmennirnir séu ekki orðnir þreyttir á þessu hringli og farnir að leika sama leik og gegn gamla þjálfaranum: að koma Frey í burtu.


mbl.is Bronsverðlaun til Íslands eftir vítakeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með það íslenska?

Danir eru greinilega að stilla upp sínu sterkasta liði, þó þeir séu ekki á leið á EM eins og við, en hvað með það íslenska? Það verður auðvitað ekki tilkynnt fyrr en á síðustu stundu, eins og venjulega, en þar eru ýmis vandamál.

Aðalmarkmaðurinn, Hannes Þór, er enn meiddur. Fyrirliðinn, Aron Einar, er ekki í neinu leikformi því hann situr mest á bekknum hjá félagsliði sínu. Annar miðjumaður, Emil Hallfreðs, vermir einnig bekkinn þessa daganna hjá sínu nýja félagsliði.
Aðalmarkaskorarinn, framherjinn Kolbeinn Sigþórs., situr einnig aðallega á bekknum hjá sínu félagi.
Meira að segja miðvörðurinn sterki, Ragnar Sig., hefur verið á bekknum hjá sínu liði.

Fimm lykilleikmenn fjarri góðu gamni eða í lítilli leikæfingu - og með lélegt sjálfstraust?

Aðrir eru varla byrjaðir leiktíðina, svo sem leikmennirnir í skandinavísku deildunum.

Bót í máli að Alfreð er byrjaður að spila og að Gylfi Þór virðist vera að komast í sitt gamla form.
Aðrir sem hafa verið að spila að einhverju ráði eru Birkir Bjarna, Jón Daði (sem er í frekar slöku liði og er reyndar nýbyrjaður), Ólafur Ingi og Sverrir Ingi (sem hafa spilað einna mest allra) og Jóhann Berg. Sá síðastnefndi er í fallliði í ensku b-deildinni en íslenska landsliðið hefur reyndar áður notast við c-deildarliðsmann án þess að fjölmiðlar hafi kvartað yfir því hvað þá að þjálfararnir hafi fundist eitthvað athugavert við það. 

 


mbl.is Landsliðshópur Dana sem mætir Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heldur betur breyst til batnaðar?

Það er alltaf gott, og gleðilegt, að vita til þess að fólk sé áhyggjulaust. En þegar áhyggjuleysið byggist á sjálfsblekkingu og dómgreindarleysi þá er það verra en áhyggjurnar!

Staðan á framherjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur nefnilega lítið breyst - og staðan á liðinu í heild versnað ef eitthvað er.

Dæmi: Kolbeinn Sigþórs er enn spurningarmerki hjá liði sínu, Nantes, og óvíst hvað hann fær að spila mikið. Alfreð Finnbogason er nýkominn til Augsburg og einnig spurning um spilatíma hans. Jón Daði Böðvarsson er einnig nýkominn í nýtt lið og fær örugglega að spila minna þar en í Noregi. Viðar Örn er enn einn þeirra sem er að skipta um félag, rétt eins og Eiður Smári, og þeir báðir að fara í mun lélegri deild.
Svo staðan er mjög óljós hvað þessa varðar.


mbl.is Staðan hefur breyst til batnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slakur fyrri hálfleikur

Ekki eru nú b-liðsmennirnir sannfærandi hjá íslenska liðinu - og svo sem ekki "fastamaðurinn" Ragnar heldur. Lítið sést til framherjanna - og ekkert til nýliðans Garðars - auk þess sem Eiður er greinilega ekki í neinni leikæfingu. Sama má reyndar segja um þá fleiri svo sem Ragnar. Ég hef aldrei séð hann eins lélegan og gera jafn margar vitleysur og í þessum fyrri hálfleik.

Þeir sem virka ágætlega eru kantmennirnir og bakverðirnir, auk Sölva Geirs sem er góður í miðverðinum. Arnór Ingvi skoraði gott mark eftir undirbúning besta manns íslenska liðsins, Hjartar Valgarðssonar, og ágæt ógnun er hægra megin hjá Theódóri Elmari og Hauki Heiðari.

Legg til eftirfarandi skiptingar í seinni hálfleik: Matthías í stað Garðars, Kári í stað Ragnars, Björn Daníel í stað Eiðs Smára og Harald í markið í stað Ingvars.


mbl.is Íslenskur sigur á Finnum í fyrsta leik ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkuð sérstakt val!

Athygli verkur að Andrés Már Jóhannesson er aftur kominn í hópinn eftir langa bið. Einnig Þórarinn Ingi sem sýnir að hér gætir viðhorfa Heimis Eyjamanns nokkuð!

Þá stóðst spá Moggans um að Kjartan Henry yrði valinn sem er einn þriggja nýliða. Hinir eru Garðar Gunnlaugsson og Emil Pálsson, sem ég held að hafi ekki leikið landsleiki áður.

Mogginn hafði spáð mönnum eins og Hjálmari Jónssyni og Jóni Guðna Fjólusyni sem mögulegum í miðverðinum og Guðmund Kristjánsson á miðjuna en svo varð ekki. Einnig Adam Örn Arn­ar­son í hægri bakvörðinn sem ekki heldur varð. 

Ef þetta er það sem verður með Heimi einan við stjórnvölinn ætti KSÍ að drífa sig í að semja við Lars um að halda áfram með landsliðið.


mbl.is Ný andlit í íslenska landsliðshópnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt skrítið þarna!

Þarna orkar margt tvímælis. Til dæmis að hafa Hjálmar Jónsson mögulegan í miðverðinum en hann hefur aldrei verið valinn undanfarið. Eins er með Eggert Gunnþór og Guðmund Kristjáns á miðjunni. Þeir koma einfaldlega ekki til greina og Guðmundur er þar að auki að spila hægri bakvörðinn hjá liði sínu, þ.e.a.s þegar hann fær að spila.

Þá yrði Kjartan Henry alveg nýr í framherjanum ef hann fengi einhvern sjens. Aron Elís ætti nú að standa honum framar, enda er hann að spila ágætlega í hærri deild en Kjartan.

Einnig mætti alveg setja Bjarna Ólaf Eiríksson inn sem mögulegan valkost í vinstri bakvörðinn.


mbl.is Sautján sæti frátekin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin tilboð borist?

Samkvæmt frétt í blaði Aston Villa (sem er neðst í ensku úrvalsdeildinni) er Arnór undir smásjá liðsins:

http://www.birminghammail.co.uk/sport/football/football-news/who-arnor-traustason-8-quick-10459224

Fréttin sýnir að þar sé raunverulegur áhugi fyrir hendi. Hvort það sé fýsilegur kostur fyrir Arnór er svo annað mál, þar sem liðið virðist vera á hraðri leið niður í ensku b-deildina.

Þó má benda á að vera Íslendinganna þar, Arons Einars og Jóhanns Bergs, hefur ekki haft nein áhrif á stöðu þeirra í íslenska landsliðinu, jafnvel ekki einu sinni þó svo að þeir hafi ekki alltaf verið fastamenn í liðum sínum og þau neðarlega í deildinni (annað reyndar í fallsætin og virðist stefna beint niður um deild).

Þannig að Arnór ætti að geta bankað á landsliðsdyrnar þrátt fyrir að vera í Aston Villa - og svo er liðið ekki fallið ennþá!


mbl.is Arnór Ingvi eftirsóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sigurhrina"?

Skrítið að tala um tvo sigra í röð sem sigurhrinu!

Charlton er enda enn í slæmum málum í deildinni, í 21. sæti og aðeins einu stigi frá fallsæti.

Cardiff er hins vegar að gera það gott þessa daganna. Aron Einar var að koma liðinu yfir gegn Burnley sem er í 5. sæti deildarinnar en Cardiff í því 7.


mbl.is Sigurhrina Charlton stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein milljón norskra króna?

Ætli Valsmenn séu að reyna að bæta sér upp tapið sem þeir verða fyrir vegna tafa á framkvæmdum á flugvallasvæðinu?

Ein miljón norskra er ágætis upphæð fyrir leikmann. Viðar Örn var t.d seldur á sínum tíma fyrir þá upphæð til Vålerenga.

Hólmbert Aron var seldur til Celtic á svipuðum tíma fyrir 19 milljónir íslenskra króna.

Valsarar í vondum málum!


mbl.is Sakar Val um ófagmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi ekki valinn!

Þetta eru auðvitað tíðindi til næstu bæjar. Aðalstjarnan sett út úr liðinu!

Gott mál enda hefur Gylfi Þór verið lélegur í síðustu leikjum.

 


mbl.is Sex breytingar á liði Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband