Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Stórgóður leikur?

Haukur Harðar er stórkostlegur í að lýsa kappleikjum og ekki er hann síðri í íþróttafréttatímanum! Lýsingarorðin eru hófstemmd og yfirveguð - og ekkert um upphrópanir!

En stundum skýtur hann yfir markið eins og þegar hann er að lýsa leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Amk kannast maður ekki við það sem hann fullyrðir. Íslenska liðið vr sagt eiga stórgóðan fyrri hálfleik þegar liðið lá í vörn mestallan tímann. Sérstaklega áttu Pólverjar auðvelt með að komast upp völlinn hægra megin, enda Ari Freyr vinstri bakvörður íslenska liðsins sjaldan í sinni stöðu.

Eðlilegt hefði verið að taka hann útaf í hléinu og leyfa Herði Björgvin að spreyta sig. Þá sást lítið til Jóns Daða, sem er enginn vinur boltans frekar en venjulega, en líklega vantar framherja í leikmannahópinn.

Slakur leikur hjá íslenska liðinu sem var heppið að vera 1-0 yfir.

Ekki varð það betra í seinni hálfleiknum þrátt fyrir orð þularins eins og "stórhættulegur" (þegar Ísland var í sókn), "stórkostlegur" og "stórskemmtilegur" (leikur)! Og ekki má gleyma orðinu "frábær" sem er í miklu uppáhaldi hjá blessuðum manninum.

Ég man ekki alveg hvað Pólverjar skiptu mörgum mönnum inná, sex alls líklega, þ.e. stór hluti b-liðsins komið inná, en Íslendingar voru þar varla hálfdrættingar.

Ég skil einfaldlega ekki þessa dýrkun á Lars Lagerbäck. Mér finnst hann einfaldlega ragur þjálfari, þorir helst ekki að prófa sig áfram með leikmenn, og leyfir mönnum að spila allan leikinn (eða stóran hluta hans) þó svo að þeir eigi dapran dag. Stjórnun hans á liðinu er þannig mjög fyrirséð og aldrei breytt um taktík sama hvað á dynur.

Ari Freyr og Hólmar hefðu t.d. mátt fara útaf og leyfa ungu mönnunum að spreyta sig - og einnig Birkir Már. Ó, nei. Það má auðvitað ekki!

Fróðlegt að sjá hvernig liðsvalið verður í leiknum gegn Slóvakíu á mánudaginn.


mbl.is Pólverjar sneru blaðinu við í Varsjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arnór eftirsóttur

Arnór er orðinn eftirsóttur í Evrópu eftir gott tímabil með sænsku meisturunum:
"Minst en handfull spelare i mästarklubben kan försvinna i vinter. Så attraktiva är Linus Wahlqvist, Alexander Fransson, Arnór Traustason, Christoffer Nyman och Emir Kujovic för åtskilliga proffsklubbar på kontinenten."
http://www.dn.se/sport/fotboll/norrkoping-vann-supercupen/

mbl.is Annar titill í höfn hjá Arnóri Ingva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vont-gott!

Fotbolti.net stakk upp á 10 nýjum leikmönnum. Af þeim eru fimm valdir. Þá sem vantar eru Arnór Smára, Guðmundur Þórarins, Hjörtur Logi, Jón Guðni og Matthías Vilhjálmsson.
 
Athygli vekur hverjir af fastamönnunum eru valdir og hverjir ekki. Sóknartríóið er allt valið aftur, þó svo að Jón Daði hafi ekkert verið að sýna undanfarið, hvorki í landsliðinu né með félagsliðinu. Gaman hefði verið að sjá Matthías þarna í stað Jóns.
 
Hvað miðjumennina varðar er gaman að sjá nýkrýndan Svíþjóðarmeistara valinn í fyrsta sinn, Arnór Ingva. Fastamennirnir Aron Einar, Birkir B. og Gylfi eru valdir en ekki Emil (gefa gömlu mönnunum frí?). Skrítið að sjá Elías þarna inni en hann hefur lítið fengið að spila með Vålerenga. Arnór Smára hefði verið forvitnilegur í staðinn.
 
Vörnin er svipuð og verið hefur nema að Hallgrímur Jónasson var ekki valinn. Hefði ekki verið forvitnilegt að sjá hann byrja inná svona til tilbreytingar frá bekkjarsetunni? Kári er einn af gömlu mönnunum og eflaust þreyttur eftir tapleikina undanfarið með Malmö. Hann hefði vel getað fengið frí núna.
Þá er Hjörtur Hermannsson algjörlega óskrifað blað og skrítið að sjá hann þarna. Eðlilegra hefði verið að kíkja á Jón Guðna í hans stað eða Eið Sigurbjörns en sá síðarnefndi er í liði sem var á mikilli siglingu undir lok tímabilsins í Svíþjóð.
Einnig hefði vel mátt gefa Ara Frey frí en hann hefur verið að leika afleitlega undanfarið, bæði með landsliðinu og með OB. Hjörtur Logi hefði verið spennandi kostur í hans stað.
 
Þá hefði einnig verið forvitnilegt að sjá Harald Björnsson sem einn markmannanna en gefa hinum unga, og bráðefnilega, Fredrik Schram aðeins lengra frí.

mbl.is „Menn hafa sprungið út á styttri tíma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkt væl!

Þetta er nú bara leiðinda væl í Kára. Vítið var dæmt á hann fyrir að halda í andstæðinginn, en að vísu deila menn úti um hve alvarlegt brotið var.

Kári átti annars ekki góðan dag, frekar en liðið allt. Hann átti einnig sök á þriðja markinu, skallaði boltann til leikmanns Donetsk svo úr varð mark. Svo nefnir enginn að seinna gula spjaldið hafi verið óréttlátt.

Þá eru allir sammála um að Malmö-liðið hafi verið heppið að tapa ekki miklu stærra, slíkir voru yfirburðir úkraínsku meistaranna.

Talað er um leik Svíanna sem hneyksli - og að það sé eitthvað mikið að hjá liðinu um þessar mundir.

Það þýðir því lítið að kenna dómaranum um, auk þess sem það er bölvaður ósiður.


mbl.is „Ég er virkilega reiður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítil fjölskylda?

Það er greinilegt að Lagerbäck lítur á íslenska karlaliðið "sitt" í fótbolta sem lokaðan hóp sem ekki verður breytt: "við ... höf­um kynnst þeim bet­ur og þeir okk­ur". 

Það er einmitt það sem hann hefur helst verið gagnrýndur fyrir, að vera mjög íhaldssamur í vali sínu á landsliðið og ekki hleypt nýjum mönnum að. Þá skiptir engu máli hvernig litli hópurinn stendur sig með sínum félagsliðum, eða hvernig þau lið standa sig. Alltaf er spilað á sömu leikmönnunum.

Ég tók saman upplýsingar um síðasta byrjunarliðið sem sýnir þetta:

Markvörður: Ögmundur Kristinsson (Hannes Þór er meiddur og óvíst hve lengi): (Ögmundur leikur alla leiki með Hammarby en liðinu gengur ekkert sérstaklega vel, er í 10. sæti (af 16)).

Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson (Birkir leikur sömuleiðis alla leiki með sama liði)

Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason (Ari leikur alla leiki með OB sem, heldur gengur ekkert alltof vel, er í 8. sæti (af 12) í dönsku úrvalsdeildinni).

Miðvörður: Kári Árnason (Kári er að spila alla leiki með góðu liði sem er í meistaradeildinni og í 5. sæti í sænsku úrvalsdeildinni)

Miðvörður: Ragnar Sigurðsson (Ragnar hefur verið að spila með Krasnodar í rússnesku deildinni, þó ekki reglulega, en spila alla leiki í Evrópudeildinni. Liðinu gengur betur úti í Evrópu en heima fyrir)

Miðjumaður: Aron Einar Gunnarsson (Aron hafði aldrei verið í byrjunarliði Cardiff í ensku b-deildinni og aðeins leikið í um 30 mín., en byrjaði inná í síðasta leik)

Miðjumaður: Gylfi Þór Sigurðsson     (Gylfi hefur ekki verið að leika vel með Swansea og var tekinn út úr byrjunarliðinu í síðasta leik. Liðið er í neðri helmingi ensku úrvalsdeildarinnar).

Hægri kantur: Jóhann Berg Guðmundsson (Jóhann Berg hefur byrjað alla leiki með Charlton en tekinn útaf í næstsíðasta leik. Meiddur í þeim síðasta. Liðinu hefur gengið illa í b-deildinni ensku það sem af er, er í fallsæti (22. sæti af 24))

Vinstri kantur: Birkir Bjarnason (Birkir hefur spilað mikið með Basel sem er langefst í svissnesku deildinni og er í Evrópudeildinni)

Framherji: Jón Daði Böðvarsson (út ´82). (Jón Daði spilar reglulega með Viking í norsku úrvalsdeildinni en hefur ekki verið að fá góða dóma undanfarið – og hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum. Liðið er nú í 5. sæti).

Framherji: Kolbeinn Sigþórsson (út ´88). (Kolbeinn er á bekknum hjá nýja félaginu, Nantes, en spilar þó talsvert. Liðið er í 12. sæti af 20)

Varamenn: Viðar Örn Kjartansson ´82 (Viðar spilar reglulega með kínverska liði sínu).

Alfreð Finnbogason ´88 (Alfreð er yfirleitt varamaður hjá Olympíakos sem er langefst í grísku úrvalsdeildinni og er með í Meistaradeildinni. Þar gerði Alfreð sigurmarkið gegn Arsenal og fékk því að byrja inná með landsliðinu í jafnteflisleiknum hér heima gegn Lettum. Á bekknum allan síðasta meistaradeildarleik).

Þetta lið, nær óbreytt, fékk 2 stig af 9 mögulegum í síðustu þremur leikjum - og gegn slökum liðum (nema þokkalegum Tyrkjum). Nú bíða aðrir og sterkari mótherjar ... Tími kominn til breytinga.


mbl.is Metnaðurinn má ekki fella okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sáttur við að vera farþegi á EM?

Einhvern veginn finnst mér tónninn í Lagerbäck og fleirum í kringum íslenska karlalandsliðið í fótbolta vera þannig að nú séu þeir saddir. Við komumst á EM og hlýjum okkur við það, sama hvernig fer þar.

Svo sem ekkert skrítið með Lars. Hann hefur verið lengi að og sér fram á lok ferilsins. En aðrir ættu að vera hungraðri.

Tvö stig í síðustu þremur leikjum, missa af efsta sætinu í riðlinum sem var nær öruggt og að lokum að lenda í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið er í riðla í lokakeppni EM, er eitthvað sem menn ættu ekki að vera sáttir við - og höfðu reyndar ætlað sér annað.

Lagerbäck segir að það eina sem vantaði hafi verið að íslensku leikmennirnir nýttu færin. Hvaða færi? Kannski einhver hálffæri sem klúðruðust vegna lélegrar tækni íslensku sóknarmannanna (Jón Daða og Birkis Bjarna): fá boltann í fæturnar en annaðhvort stíga á hann eða reka löppina í hann svo að færið rann út í sandinn?

Svona lagað gengur ekki á lokamótinu! Þá var mjög mikið af feilsendinum í leiknum og voru margir í liðinu sekir þar.

Heimir Hallgrímssson talaði í viðtali eftir leikinn um að nú þyrfti að efla hópinn og leita að menn fyrir utan hann til styrktar.

Orð að sönnu en fara orð og gerðir saman hér? Fróðlegt verður að fylgjast með efndunum. Kannski verða þau aðeins efnd með því að veita Heimi meiri ábyrgð á liðinu og að Lars dragi sig til hlés.


mbl.is Hefur verið stórkostlegt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið í húfi fyrir Tyrkina

Þessi leikur verður örugglega mjög erfiður fyrir íslenska landsliðið þar sem það tyrkneska á möguleika á að tryggja sér beint sæti á lokakeppni EM með sigri. Reyndar verða þeir þá að treysta á það að Kazakstan vinni Lettland á útivelli (og komist þannig úr neðsta sæti riðilsins) en við það græða Tyrkir eitt stig í viðbót við stigin þrjú gegn Íslandi - og komast þannig uppfyrir Ungverja með besta árangur sem þriðja lið.

Tyrkir eru einnig að spila á þjóðernis- og samúðarkennd þjóðarinnar því þeir segjast spila þennan leik til að heiðra fórnarlömb hryðjuverkanna síðastliðinn laugardag.

Hætt er við að stemmningin á leiknum verði íslenska landsliðinu mjög erfið.


mbl.is Kári fagnar afmæli á Torku Arena
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spenna hverjir komist áfram í 3. sæti

Það er skiljanlegt að Tyrkir sé fúlir yfir svona kommentum frá íslenskum landsliðsmanni (þó að viðbrögðin séu auðvitað fáránleg). Þriðja sætið í riðlunum gefur jú rétt til umspils til að komast í lokakeppnina á EM. 

Það skiptir einnig miklu máli, fyrir önnur lið sem eru búin að tryggja sér þriðja sætið, hvaða lið komist áfram í umspilið með þeim. Það er t.d. gott fyrir Dani ef Tyrkir komast áfram en ekki Hollendingar því þeir síðarnefndu eru mun hærri á stigum en Tyrkirnir. 

Málið er nefnilega það að í umspilinu eru liðin dregin saman eftir stigum. Hærri liðin mæta þeim lægri. Þar eru Danir og Svíar á mörkunum en bæði liðin fara í umspil.

http://www.tipsbladet.dk/nyhed/landshold/dansk-mareridt-ingen-seedning-og-skraemmende-modstandere-i-playoff

 


mbl.is Tyrkir hneykslast á tísti Alfreðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veikir varla liðið!

Það er varla hægt að tala um að fjarvera Jóns Daða veiki landsliðið. Það gæti meira að segja gert það að verkum að horfið verður frá hinni grófu vinnu leikmanna liðsins og það spili meiri fótbolta (sbr. viðtalið við Kolbeinn í annarri frétt á mbl. í dag) - það er minna af hlaupum og af því að reyna að skemma spil andstæðingsins (minna destruktívan bolta) sem hefur alla tíð verið aðalsmerki Lars Lagerbäck.

Annar grófvinnandi leikmaður, Aron Einar, verður einnig fjarri góðu gamni. Kannski loksins hægt að fara á völlinn og sjá almennilega spilandi íslenskt landslið?


mbl.is Jón Daði ekki með gegn Lettum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Nýtt" landslið?

Nú þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur tryggt sér þátttöku í lokakeppni EM að ári, er tilvalið að kíkja á fleiri leikmenn en hafa verið notaðir í undanförnum leikjum - svona til að styrkja liðið fyrir lokakeppnina sem verður auðvitað mun erfiðari en riðillinn sem liðið er að spila í núna.

Er þá eðlilegt að líta til þeirra atvinnumanna sem hafa verið að spila mikið með félagsliðum sínum og eru í toppbaráttunni í sínum deildum.

Í Noregi er Rosenborg nær öruggur meistari og einnig komið í úrslit bikarkeppninnar. Þar leika tveir Íslendingar. Hólmar Örn Eyjólfsson hefur leikið alla leiki liðsins sem miðvörður síðan hann kom til þeirra í vor. Sjálfsagt er að gefa honum tækifæri í landsliðinu, sérstaklega í ljósi þess að Hallgrímur Jónsson og lið hans OB er að standa sig illa í dönsku deildinni: Hólmar í stað Hallgríms!

Matthías Vilhjálmsson er nýkominn til liðsins og spilar því ekki mikið en hefur þegar gert tvö mörk með því - og annað réði úrslitum í undanúrslitum bikarins. Þá hafði hann staðið sig ágætlega með sínu gamla félagi meðan hann var þar og skorað a.m.k. sex mörk með því á leiktíðinni: Matthías í stað Jóns Daða Böðvarssonar!

Í Svíþjóð er Norrköping í hörku baráttu við Gautaborg um meistaratitilinn. Þar leikur Arnór Ingvi Traustason alla leiki liðsins og leggur upp mikið af mörkum, auk þess sem hann skorar sjálfur nokkur: Arnór Ingvi í stað Rúriks Gíslasonar!

Lið Hauks Heiðars Haukssonar, AIK, er svo skammt á eftir toppliðunum og á enn góða möguleika á titlinum. Haukur Heiðar hefur verið fastamaður í liðinu sem hægri bakvörður í undanförnum leikjum: Haukur í stað Theódórs Elmars!

Þá mætti alveg kíkja á Hjört Loga Valgarðsson með Örebro en hann hefur verið í byrjunarliðinu undanfarið eða í fimm sigurleikjum í röð!, sem vinstri bakvörður: Hjörtur Logi í stað Kristins Jónssonar!

Í Danmörku er málið ekki eins einfalt. Þó er Nordsjælland, með Guðmund Þórarinsson þar í eldlínunni, í 5. sæti deildarinnar. Guðmundur leikur þar alla leiki hægra megin á miðjunni: Guðmundur í stað Arons Einars (sem er í banni) og svo í stað Ólafs I. Skúlasonar í seinni leiknum!

Hópurinn yrði þá þannig:

Markmenn: Hann­es Þór Hall­dórs­son (NEC), Ögmund­ur Krist­ins­son (Hamm­ar­by), Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son (Breiðablik)/Ingvar Jónsson (Sandnes)/Haraldur Björnsson (Östersund) 

Varn­ar­menn:
Kári Árna­son (Mal­mö), Ragn­ar Sig­urðsson (Krasnod­ar), Birk­ir Már Sæv­ars­son (Hamm­ar­by), Haukur Heiðar Hauksson (AIK), Ari Freyr Skúla­son (OB), Sölvi Geir Ottesen (Jiangsu Guox­in-Sainty), Hólmar Örn Eyjólfsson (Rosenborg), Hjörtur Logi Valgarðsson (Örebro)

Miðju­menn:
Eiður Smári Guðjohnsen (Shijiazhuang Ever Bright), Guðmundur Þórarinsson (Nordsjælland), Gylfi Þór Sig­urðsson (Sw­an­sea), Emil Hall­freðsson (Hellas Verona), Jó­hann Berg Guðmunds­son (Charlt­on), Birk­ir Bjarna­son (Basel), Arnór Ingvi Traustason (Norrköping), Ólafur I. Skúlason (Genclerbirligi)/Aron Einar Gunnarsson (Cardiff)

Sókn­ar­menn:
Kol­beinn Sigþórs­son (Nan­tes), Al­freð Finn­boga­son (Olymp­ia­kos), Matthías Vilhjálmsson (Rosenborg), Viðar Örn Kjart­ans­son (Jiangsu Sainty).

Sterkt lið ekki satt!?

 

 


mbl.is Lokahnykkurinn framundan hjá landsliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband