Færsluflokkur: Pepsi-deildin
26.3.2015 | 18:24
Þorri á bekknum!
Furðulegt að Þorri sé á bekknum því hann lék með síðasta 21. árs liðinu í umspilsleiknum hér heima gegn Dönum og stóð sig mjög vel.
Hefur honum farið svona mikið aftur síðan en hinum svona mikið fram, sem komust ekki einu sinni í hópinn í síðustu keppni?
![]() |
Þriggja marka tap í Rúmeníu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2015 | 22:37
Ha?
Guðmunda Brynja bæði í hópnum og ekki í honum?
![]() |
Hópurinn sem mætir Hollandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2015 | 14:44
Fastir liðir eins og venjulega!
Eins og flestum er kunnugt eru landsliðsþjálfararnir ekki mikið fyrir breytingar. Þó var gerð athyglisverð tilraun í æfingaleikjunum gegn Kanada í janúar síðastliðnum. Að vísu vegna þess að þeir sem voru að spila með félagsliðum sínum á þessum tíma (í Englandi, Ítalíu, Belgíu og Hollandi) voru ekki með.
Þar voru hins vegar menn eins og Sverrir Ingi Ingason, Hjörtur Logi Valgarðsson, Guðmundur Þórarinsson, Matthías Vilhjálmsson og Björn Daníel Sverrisson að leika vel en eru ekki valdir núna. Björn Daníel hefur auk þess verið að leika sérstaklega vel með Viking í æfingaleikjum að undanförnu.
Aðrir sem hafa verið að leika vel undanfarið, menn eins og Ólafur I. Skúlason og Gunnar Heiðar Þorvaldsson eru ekki valdir og ekki heldur Hólmar Örn Eyjólfsson.
Uppáhaldsleikmenn þjálfaranna, Jón Daði Böðvarsson og Birkir Bjarnason, eru hins vegar enn og aftur valdir, þrátt fyrir að hafa staðið sig illa í landsleikjum undanfarið.
Reyndar segja forráðamenn Viking, liðs Jóns Daða, að þeir vildu gjarnan að hann léki eins vel með félagsliðinu eins og hann leiki með landliðinu - en þar byggja þeir á misvitrum fjölmiðlamönnum sem sjá ekki sólina fyrir Jón Daða þótt ástæðan fyrir sólarleysinu hjá íþróttaskríbentunum sé allt önnur en leikmaðurinn.
![]() |
Eiður með í Kasakstan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2015 | 12:55
Hvað með Hjört Hermannsson?
Þarna vantar eitt stórt nafn, Hjört Hermannsson, sem er nær örugglega galdgengur í liðið (f. 1995). Hann var að vísu meiddur í umspilsleikjunum gegn Dönum í haust en ætti að vera búinn að ná sér, skilst mér. Amk hefði verið allt í lagi að geta þess af hverju hann sé ekki valinn.
![]() |
Níu nýliðar í hópnum gegn Rúmeníu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2015 | 07:37
Hvaða lúxusvandamál?
Að Eiður Smári skuli vera tilgengilegur eða margir leikmenn meiddir og í lítill leikæfingu? Jafnvel að norsku og sænsku deildirnar eru ekki enn byrjaðar?
Ég sé engann lúxus í því!
Norðmenn eru búnir að velja sitt lið, af hverju er ekki búið að því hér?, og telja sig ekki eiga við nein lúxusvandamál að stríða. Benda meðal annars á að þeir hafi ekki unnið leik í mars í háa herrans tíð (lítil leikæfing?). Þá gagnrýna þeir valið en slíkt heyrir maður aldrei í hérlendum fjölmiðlum.
Er þetta síðasta, skortur á gagnrýnni umræðu um landsliðið, kannski lúxusvandamálið sem landsliðsþjálfararnir eiga við að stríða?
![]() |
Lúxusvandamál í Astana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2015 | 10:45
Tilraunamennskan í Frey
Enn er blessaður landsliðsþjálfarinn með tilraunamennsku. Níu nýir leikmenn í byrjunarliðinu! Þar af einn í miðri vörninni með sinn fyrsta landsleik í leik gegn sjálfum heimsmeisturunum.
Þetta minnir nokkuð á síðasta Algarvemót, í fyrsta leiknum, þegar liðið mætti Þjóðverjum og töpuðu 5-0. Þá voru tveir leikmenn að leika sinn fyrsta landsleik - og síðan voru reynslumestu leikmennirnir teknir útaf en nýliðarnir látnir spila allan leikinn.
Vonandi verða úrslitin nú ekki eins og þá. Skítt með það, segir þjálfarinn eflaust. Við hefðum tapað leiknum hvort sem var!
![]() |
Níu breytingar og fyrsti leikur Guðrúnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2015 | 13:24
Hvað með Þórunni Helgu?
Skrítið þetta val á landsliðinu (og reyndar ekki í fyrsta sinn).
Tveir ágætir leikmenn ekki valdir, atvinnumennirnir í Noregi: Katrín Ásbjörnsdóttir í Klepp og Þórunn Helga Jónsdóttir í Alvaldsnes - og engin skýring gefin.
Auk þess er ekkert fjallað um það af hverju Mist Edvardsdóttir í Val og Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir í Jitex eru ekki í liðinu en þær munu reyndar báðar vera meiddar/veikar.
![]() |
Katrín ekki með vegna höfuðhöggs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2015 | 09:44
Hörku riðill!
Þetta er svo sannarlega erfiður riðill sem 21 árs landsliðið lendir í. Að sama skapi er hann skemmtilegur og góð áskorun fyrir strákana. Ekkert veikt land með í riðlinum!
Gaman væri að sjá einhvers staðar hvaða leikmenn eru enn gjaldgengir í liðið, svo sem Sverrir Ingi og fleiri af þeim sem voru svo grátlega nærri því að komast í úrslitakeppnina síðast.
![]() |
Ísland með Frakklandi og Úkraínu í riðli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2015 | 19:55
Skrítnar breytingar
Samnkvæmt þessari liðskipan er vörnin gjörbreytt frá fyrri leiknum - en þrír þeirra sem voru í byrjunarliðinu þá, á miðjunni og frammi, þeir Rúrik, Rúnar Már og Jón Daði, halda stöðum sínum.
Markaskorararnir úr fyrri leiknum byrja báðir á bekknum (Steindór og Matthías), auk þess sem einhver besti maður þess leiks er einnig settur á bekkinn, þ.e. Theodór Elmar.
Skrítið að sjá Þórarinn Inga í byrjunarliðinu. Það hefði átt að vera nóg að sjá hann í heilum hálfleik í fyrri leiknum. Í hans stað hefði verið gaman að sjá Theodór í þeirri sem hann leikur jafnan í með Randers, þ.e. á vinstri kantinum.
Svo er auðvitað spurning hvort landsliðsþjálfararnir hafi ekki séð nóg til Rúnars Más Sigurjónssonar, hann lék jú allan fyrri leikinn, og kíkt í hans stað nánar á Guðlaug Vixtor eða Kristinn Steindórs. Ég var að minnsta kosti ekki hrifinn af frammistöðu Rúnars (sendingin beint útaf úr frísparki seint í fyrri leiknum var t.d. ekki mjög sannfærandi).
![]() |
Átta breytingar á liði Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2015 | 21:49
Tilraunamennska eða kannski ekki?
Loksins kom að því að íslenska karlalandsliðið í fótbolta léki æfingarleiki. Tveir æfingarleikir gegn Kanada nú um miðjan janúar!
Og hópurinn er nú loksins tilraunakenndur þó svo að enn séu nokkur lík í lestinni eins og Þórarinn Valdimarsson og einnig uppvakningar eins og Hörður Árnason, leikmaður Stjörnunnar sem enginn hefur heyrt talað um fyrr en nú.
Hins vegar eru menn enn skildir eftir sem ætla mætti að styrktu þetta lið, menn eins og Steinþór Þorsteinsson og Indriði Sigurðsson, Viking, Pálmi Rafn Pálmason (Lilleström/KR), Hjálmar Jónsson, Gautaborg, Guðmundur Kristjánsson, Start, og Arnór Ingvi Traustason Norrköping (en hann átti stórleik með 21. árs liðinu gegn Dönum nú í haust). Í staðinn eru menn eins og Ólafur Finsen og Elías Ómarsson valdir, auk þeirra áðurnefndu Þórarinn og Hörð.
Þá er einnig athyglisvert að Rúrik og Theódór Elmar séu í þessu liði þar sem maður hefði haldið að þeir væru gefnir í A-liðið. Gaman hefði verið að sjá í staðinn Helga Val og Hólmar Örn, jafnvel Ólaf Skúla og Hörð B. Magnússon sem eru nokkuð langt frá byrjunarliðinu eins og er. Einnig Viðar Örn sem hefur fengið fá tækifæri með A-liðinu. Svo er auðvitað spurning um Birki Má. Er hann öruggur um sæti sitt í byrjunarliði aðalliðsins og því ekki valinn nú? Svo er það eilífðarspurningin um Björn Bergmann Sigurðarsson. Gefur hann kost á sér eða ekki?
![]() |
Fimm nýliðar í fótboltalandsliðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 462894
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 70
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar