Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Fimm Íslendingar í liðinu!

Stafangursliðið Viking er eitt af frægustu og ríkustu fótboltaliðum í Noregi, með mikla sögu. Ríkidæmið felst aðallega í því að Stavanger (eins og bærinn heitir á norsku) er olíubær þeirra Norðmanna. Það sést á launum leikmanna en fyrirliðinn, Indriði Sigurðsson, er með yfir 2 milljónir norskra króna í laun á ári (25 milljónir íslenskar) og þar með einn tekjuhæsti leikmaðurinn í Noregi.

Hér er umfjöllun í staðarblaðinu um liðið og um íslensku leikmennina. Þar er Björn Daníel Sverrisson kallaður hinn íslenski Özil og Steinþór Freyr Þorsteinsson fær einnig mjög góð ummæli:

http://www.aftenbladet.no/100Sport/meninger/blogg/Klar-for-ny-sesong-407518_1.snd


mbl.is Sverrir Ingi samdi til þriggja ára við Viking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Den islandske klippe"

Umsagnirnar um Ragnar Sigurðsson eru mjög góðar: Hann fékk fjóra bolta (af sex mögulegum) fyrir frammistöðuna í sigurleiknum í gær, 1. des., gegn Bröndby (1-3) og þessa umsögn: ”Endnu en stor kamp af den islandske klippe.”

Áður hafði hann verið tilnefndur í lið mánaðarins (nóvember): ”Der er ikke længere nogen tvivl om, hvem der spiller i FC Københavns midterforsvar. Ragnar Sigurdsson er rigtig solid og bærer en stor del af æren for, at FCK kun har lukket to mål ind i november måned.

Líklega er Ragnar sá landsliðsmaður sem er í besta forminu þessa daganna. Aðeins Jóhann Berg gæti verið í sambærilegu formi og svo Ari Freyr Skúlason.  

 


mbl.is Ragnar í úrvalsliði mánaðarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendingu?

Ragnar kom nú ekkert við boltann þegar Mellberg skoraði en átti þó þátt í markinu því hann hrinti tveimur varnarmönnum Juventus frá, svo Svíinn fékk tíma til að skjóta og skora!

Þetta einkennir einmitt leik Íslendinganna í FCK-liðinu, þ.e. hvað þeir eru líkamlega sterkir. Ragnar steig ekki feilspor í vörninni, ekki frekar en fyrri daginn og hlýtur nú að vera einn heitasti miðvörðurinn í Evrópu eftir undankeppnina í Meistaradeildinni - og eftir leikina með íslenska landsliðinu í undankeppninni fyrir HM á næsta ári.

Þá er Rúrik alveg ótrúlega lúnkinn í að halda bolta og bíða eftir að samherjarnir komist í sóknina. Hann er einnig það sterkur líkamlega á miðjusvæðinu að andstæðingarnir forðast að lenda í óþarfa návígi við hann.

Skrítið að Rúrik sé ekki fastamaður í byrjunarliði íslenska landsliðsins, leikandi mjög vel alla leiki í meistaradeildinni gegn bestu liðum Evrópu. Í staðinn eru menn fast í liðinu sem komast ekki einu sinni í frekar slök eða mjög slök félagslið sín.

Já, menn ættu að láta meira með íslenska landsliðsþjálfaraparið! 


mbl.is Ragnar lagði upp mark FC Köbenhavn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir mjög sáttir?

Ekki er ég viss um að allir séu mjög sáttir við það að Heimir Hallgrímsson verði þjálfari íslenska landsliðsins næstu fjögur árin. 

Mér heyrist nú að um það séu þegar skiptar skoðanir. Margir telja að við eigum mun betri íslenska þjálfara en Heimi. Má ar nefna nafna hans hjá FH, Rúnar hjá KR og ekki síst Ólaf Kristjánsson hjá Breiðabliki sem hefur í raun sýnt bestan árangur allra með félagsliði sem hefur takmarkaðan fjárhag.

Heimir Hallgrímsson hefur verið eins konar framlenging á KSÍ-klíkunni sem aðstoðarmaður Lagerbäcks og virðist hafa haft það helsta hlutverk að halda áfram stefnunni hjá Óla Jó og Pétri Péturssyni, þ.e. að hafa 21 árs liðið sem uppistöðu landsliðsins sama hvernig leikæfingu menn eru í, eða frammistöðu.

Ég spái því að ef landsliðið verður ekki eins heppið með riðil í undankeppni EM eins og það var í undankeppninni fyrir HM, þá mun brátt fara að heyrast háværar óánægjuradddir og að forysta KSÍ muni eiga í vandræðum á næstu misserum.

Menn eru fljótir að gleyma skandölum eins og stúkunni á Lagardagsvellinum og miðasölunni fyrir heimaleikinn gegn Króötum þegar vel gengur, en þegar fer að ganga illa þá rifjast þannig hlutir fljótt upp!


mbl.is Tímamótaráðning hjá KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lagerbäck og framtíðin

Það er spurning hvað Lars Lagerbäck vill gera í framtíiðinni eftir þessi vonbrigði með íslenska landsliðið. Vill hann halda áfram, eða á hann kannski ekki annarra kosta völ?

Svo virðist sem Lars hafi sótt um þjálfarastöðuna hjá Stokkhólmsliðinu Djurgården, eftir að norskur þjálfari þess var ráðinn þjálfari norska landsliðins, en ekki fengið: (http://www.dn.se/sport/fotboll/har-ar-djurgardens-nye-tranare/)

Sænski skógarbóndinn er auðvitað farinn að eldast. Síðasti stóri árangurinn hjá honum var 2008 þegar hann kom Svíum á EM.

Það er því spurning hvort forysta KSÍ sé tilbúin að borga landsliðsþjálfara stórlaun, að mér skilst, sem má muna sinn fífil fegurri. 

 


mbl.is Lagerbäck: Hef notið hverrar mínútu með liðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjálfararnir frekar lélegir!

Það sem einkenndi leik íslenska landsliðið í kvöld, rétt eins og í fyrri leikjum undankeppninnar, er lélegt liðsval og óöruggi í innáskiptingum í leikjunum.

Þetta var áberandi í kvöld, rétt eins og önnur kvöld, svo sem í því að lélegasti manni liðsins (og vallarins) er ekki skipt útaf heldur látinn spila allan leikinn. Í kvöld gerði það að verkum að Krótatar voru alls ekki einum manni færri þó svo að þeir misstu aðal markaskorarann af velli.

Ef KSÍ ætlar að halda í þetta þjálfarapar, sem allt bendir til að verði (Lars fær jú enga aðra þjálfarastöðu, ekki einu sinni hjá botnliði í sænsku úrvalsdeildinni), þá er hætt við að íslenska landsliðið hjakki í sama farinu um ókomin ár.

Nema auðvitað að KSÍ-forystan fái sparkið og þjálfarateymið einnig - þá verður framtíðin björt með lið sem getur vel spilað fótbolta með réttum þjálfurum - og réttri forystu.


mbl.is Heimir: Of margir léku undir getu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapur fyrri hálfleikur

Ekki var nú spilamennskan burðug hjá íslenska landsliðinu í fyrri hálfleik. Lítil færsla á sóknarmönnunum, einkum Eið sem varla hreyfði sig úr sporunum. Þarna sást vel munurinn á honun og Kolbeini sem hleypur allan tímann.

Þá sást Birkir Bjarnason varla í leiknum og hlýtur að vera sá sem fer fyrstur af velli, vonandi núna strax í hálfleik fyrir Rúrik Gíslason sem er miklu öflugri leikmaður.

Þá væri gott að hvíla Eið sem fyrst og setja Gylfa Þór framar á völlinn. Í stað hans er Emil Hallfreðsson og Helgi Valur góðir kostir sem varnartengiliðir.

Þetta gengur greinilega ekki svona - og auk þess er nú færi þegar Króatar eru einum færri - að stokka upp liðið og sækja grimmar, rétt eins og sást núna loksins í lok hálfleiksins.

Þetta er prófraun Lars Lagerbäck. Stenst hann pressuna og þorir að breyta til eða ætlar hann að lulla svona áfram með liðið og sjá möguleikann á þátttöku á HM í Brasilíu að ári fjara smám saman út - og þar með framtíð sína sem alvöruþjálfari einnig?


mbl.is Draumurinn úti - Króatar á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eflaust ekki ástæðulaus aðvörun ...

... en hætt er við að það sé frekar ástæða til þess að vara við skrílslátum fullra Íslendinga á leiknum en að heimamenn verði óvinveittir okkur (m.a. vegna óviðeigandi skrifa um landsliðið þeirra).

Af reynslunni hér heima af fyrri leiknum þá voru mun meiri vandræði af Íslendingum en Króötum. Til þess var t.d. tekið hvað króatískir áhorfendur voru rólegir og kurteisir á leiknum. Þeir sem fengu síðasta miðana á leikinn, sem var á svæði Króatanna, urðu vitni að því að af leik loknum þá kvöddu Króatarnir Íslendingana með handabandi, á meðan Tólfan úaði á leikmenn króatíska landsliðsins!

Það er kannski eitthvað til í ummælum króatíska landsliðsþjálfarans að við hérna uppi í norðrinu séum ekki þeir herramenn sem við þykjumst jafnan vera (og Króatar kannski ekki þeir bandítar sem við viljum meina?)?


mbl.is Fíflalæti á Maksimir geta verið varasöm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rosa sukk!

8-9 bjórar á mann á fimm tímum eða fleirum er nú varla mikill skandall. Ekki fóru þeir út á lífið sem eflaust myndi vera talið agabrot og þeim verið refsað fyrir. 

Ætli einhver hafi nokkuð talið bjórana sem fór ofan í íslenska liðið? Menn þar á bæ fóru sumir hverjir ekki að sofa fyrr en undir morgunn að eigin sögn!!!

 

 


mbl.is Króatar drukku til morguns eftir leik á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósmekklegt

Þessi Tólfa er greinilega létt rugluð. Fyrst einhver lélegur brandari um Modric og svo dylgjur um að hann og dómarinn séu hommar.

Ef þetta á að vera mórallinn í framtíðinni væri auðvitað best að íslenska karlalandsliðið tapaði öllum leikjum sínum.  A.m.k. á ekki að láta gaura eins og þessa sitja fyrir með miða á landsleiki eins og raunin var með Tólfuna fyrir leikinn við Króata. 

Þá skilst mér að áhorfendur hafi úað á leikmenn króatíska liðsins þegar það gekk útaf vellinum að leik loknum. Skrílslæti sem þessi eru okkur ekki sæmandi.

Vonandi reynir KSÍ að taka á málum eins og þessum og fá áhorfendur til að koma fram við erlendar þjóðir af kurteisi.

 


mbl.is Báðu lögregluna afsökunar - Modric meinlaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 464349

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband