Færsluflokkur: Pepsi-deildin
15.11.2013 | 21:15
Allt dómaranum að kenna!!!
Gat nú verið. Nú er farið að væla út af dómaranum. Lars Lagerbäck, þessi dagfarsprúði skógarbóndi frá Svíþjóð, þoldi ekki pressuna og kenndi dómaranum um að íslenska landsliðinu tókst ekki að sigra það króatíska á heimavelli.
Frá mínum bæjardyrum séð átti dómarinn góðan leik, hafði góða stjórn á málum og sá til þess að hlutirnir fóru ekki úr böndunum.
Með manni færri má segja að úrslitin hafi verið góð - og að allt geti gerst í Zagreb á þriðjudaginn.
Það góða við leikinn er að Rúrik sýndi það og sannaði fyrir fullum Laugardalsvelli að hann á fullt erindi í byrjunarliðið og að liðskipanin með hann á hægri væng en Jóhann Berg á þeim vinstri er mjög vænleg til árangurs í seinni leiknum.
![]() |
Ísland náði jafntefli manni færri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2013 | 20:03
Bara betra?
Viðbrögð manna á RÚV við meiðsli okkar besta sóknarmanns, þess sem kom okkur í umspilið, er alveg ótrúleg.
Þjálfari Keflvíkinga virðist illilega vangefinn, bara betra að Kolbeinn sé meiddur (hvað með hinn umspilsleikinn t.d.?), þá kemur bara Eiður inn og heldur boltanum betur en Kolbeinn???
Annars er leikurinn algjörlega í jafnvægi og ljóst að þjálfaraskipti Króatanna gera ekki mikið fyrir liðið. Það sýnir næstum ekkert og sá frægi frá Bayern München sést ekki í leiknum!
![]() |
Kolbeinn borinn meiddur af velli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2013 | 14:22
Pukrið með liðskipanina!
Það er alltaf sama sagan með pukrið í kringum íslenska karlalandsliðið í fótbolta. Alltaf er síðast tilkynnt um landsliðshópinn og svo um byrjunarliðið hjá okkar liði ef borðið er saman við nágrannaþjóðirnar.
Nýjasta dæmið er í dag. Samkvæmt fréttinnii hér að ofan er búið að tilkynna leikmönnum um byrjunarliðið en þjóðin fær ekkert að vita fyrr en á síðustu stundu (fyrir leik) frekar en venjulega.
Ef menn halda að þetta sé sænskur siður fara þeir villur vega. Svíar eru nefnilega búnir að tilkynna landsliðið sem mætii Portúgal í kvöld í fyrir umspilsleik þeirra. Það var gert fyrr hádegi þó svo að leikur þeirra byrji seinna en okkar.
http://www.dn.se/sport/fotboll/har-ar-sveriges-startelva-mot-portugal/
Þá kemur fram að Lars Lagerbäck haf komið til greina sem þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Djurgården, en hafi svo á endanum ekki orðið fyrir valinu: http://www.dn.se/sport/fotboll/har-ar-djurgardens-nye-tranare/
Pirringur hans í garð Ragnar Sigurðssonar á blaðamannafundinum í gær verður kannski útskýrður sen vonbrigði Lars Lagerbäcks vegna þessarar niðurstöðu? Svo er auðvitað spurning hvort hann hafi sótt formlega um stöðuna - og þá hvort það hafi verið með vitund og vilja Knattspyrnusambandsins.
![]() |
Sveppi segir að Eiður verði á bekknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2013 | 10:17
Varnarbakvörður!
Þá vitum við hvernig bakvarðarstaðan verður skipuð. Ekki Rúrik, hann er jú sóknarmaður. Varla Ólafur Ingi því hann vill sækja fram. Og varla Helgi Valur þó hann geti vel varist. Þá er í raun aðeins einn eftir, þ.e. Hallgrímur Jónasson sem er auðvitað góður kostur í stöðuna.
Enn furða ég mig þó á að Jóhann Laxdal hafi ekki verið valinn í landsliðshópinn (í stað Eggerts t.d.). Nú kvartar Heimir yfir því að vera ekki með neinn alvöru hægri bakvörð í liðinu, þrátt fyrir að hafa áður valið Jóhann í landsliðshópinn (sem spilar jú þá stöðu með Stjörnunni) en nú, þegar ljóst var að Birkir Már yrði í banni, þá er Jóhann ekki valinn! Merkileg stjórnviska það.
Það var gott hjá króatíska landsliðsþjálfaranum þegar hann sagði sitt hlutverk vera að velja í liðið. Síðan sæju leikmennirnir um að spila leikinn. Samkvæmt þessu verða þjálfaranir fyrst og fremst dæmdir út frá því hverjir þeir velja byrjunarliðið.
Ég er hræddur um að íslensku landsliðsþjálfararnir falli á því prófinu. Stemmningin fyrir þessa leiki núna er farin að líkjast stemmningunni fyrir leikinn gegn Slóvenum hér heima í riðlakeppninni. Þá voru Slóvenar með nýjan flottan þjálfara, Katanec, rétt eins og Króatarnir nú.
Munið þið hvernig sá leikur fór? 2-4 fyrir Slóvena!
![]() |
Mikilvægast að nýr bakvörður verjist vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2013 | 10:15
Er það ekki rétt?
Íþróttafréttamaður mbl.is er nokkuð fyndinn fýr og varla annað hægt en að brosa að honum. Það sjá það nú flestir dómbærir menn að Birkir Bjarnason er einmitt veiki hlekkurinn í landsliðinu, ásamt Eiði Smára (og fleirum ónefndum reyndar!).
Birkir heldur boltanum illa og sinnir varnarvinnunni afleitlega, sem hefur oft sett Ara Frey í vandræði þar sem hann er oft skilinn eftir einn á móti einum (eða fleirum).
Ást landsliðsþjálfarans (og sumra fréttaritara) á Birki er reyndar óskiljanleg því hann hefur greinilega verið í lítilli leikæfingu í síðustu leikjum landsliðsins. Enda hefur Birkir lítið spilað með liðum sínum í ítölsku deildinni í fyrra og í ár.
Einfaldast er auðvitað að setja Jóhann Berg á vinstra kantinn og Rúrik á þann hægri. Það eru tveir leikmenn sem eru í mikilli leikæfingu, spila með góðum liðum sem eru í Meistara- og Evrópudeildinni, og eru í fantaformi.
En Lars Lagerbäck er maður mjög íhaldssamur og sérvitur - á það reiðir króatíska landsliðið sig.
![]() |
Sagður veiki hlekkurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2013 | 12:05
Skrítið!
Merkilegt hve ólíkt menn lesa í veðurspár. Ég les það út úr spánni að spáð er miklu vatnsveðri, eða um 7 mm úrkomu á nokkrum klukkutímum, og vindur milli 5-7 m/s sem er nú þó nokkuð.
Svo kalt verður að úrkoman fellur sem slydda eða jafnvel sem snjókoma!! Sum sem suð-suðvestan kaldi og slydduhríð!
![]() |
Veðurspáin fyrir föstudag batnar enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2013 | 13:02
Einhver mislestur þar á ferð!
Samkvæmt yr.no núna í hádeginu (11. nóv) er spáin allt önnur en segir í ofangreindri frétt!!!
Spáð er snjókomu frá því um hádegi á föstudaginn og fram á kvöld (reyndar mun lengur!). Vindur verður á milli 9 og 11 m/s, þ.e. snjóstormur. Þetta verður bleytusnjór þar sem hiti verður yfir frostmarki, þ.e. ekki skafrenningur en í staðinn þyrftu leikmennirnir helst að vera í vatnsheldum hlífðarfötum. Annars er hætt við að einhverjir kvefist eftir leikinn og geti ekki spilað seinni leikinn!
Kannski er það bara betra því vænta má að Króatarnir séu veikari fyrir en íslensku "víkingarnir". Íslenka veðrið verki þannig eins og reiðtúrinn sem danska landsliðið var platað í fyrir landsleik hér heima í den. Íslendingar unnu þann leik, eini sigurinn yfir Dönum í fótbolta ever, því þeir gátu varla hlaupið fyrir harðsperrum.
Já, allt er leyfilegt - enginn er annars bróðir í leik!
![]() |
Byrjað að rætast úr veðurspánni fyrir föstudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2013 | 22:58
Lítil leikæfing
Það eru nokkur vandamál hjá íslenska landsliðinu fyrir leikina gegn Króötum nú í vikunni og í næstu viku.
Það er fyrst og fremst lítil leikæfing tveggja fastamanna í landsliðinu, þeirra Birkis Bjarnasonar og Eiðs Smára. Reyndar erum við með góða menn til að leysa þá af, Alfreð Finnbogason og Rúrik Gíslason, en eins og alþjóð veit þá breytir landsliðsþjálfarinn ekki svo glatt liðinu frá leiki til leiks.
Þá eru meiðsli fyrirliðans, Arons Einars, einnig áhyggjuefni þó svo að hann hafi látið lítið yfir þeim sjálfur. Meiðsl Emils Hallfreðssonar, sem gæti verið góður kostur í stöðu Arons ef axlarmeiðslin eru alvarleg, er einnig meiddur þó minni sögum fari af þeim meiðslum. Svo er leikform markvarðanna ekki mikið, þ.e. Hannesar og Gunnleifs, sem einnig gæti verið vandamál.
Þetta allt hlýtur að vera áhyggjuefni...
![]() |
Birkir kom ekkert við sögu í tapi Sampdoria |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2013 | 16:32
Skrítið að velja tvo meidda menn í hópinn
Frumlegheitunum er ekki fyrir að fara hjá landsliðsþjálfurunum. Eggert G. Jónsson og Ólafur I. Skúlason eru báðir valdir í landsliðshópinn, rétt eins og síðast þó svo að Ólafur hafi þurft að draga sig út úr hópnum síðast vegna meiðsla og hefur ekkert spilað með félagsliði sínu eftir það - og svo auðvitað hann Eggert sem virðist vera farþegi í hópnum. Strákunum líkar líklega svo vel við hann síðan með 21. ársliðinu og því fær hann að vera með sem eins konar gæludýr. Hann spilar ekkert með sínu liði, fékk reyndar nokkrar mínútur rétt fyrir landsleikina gegn Kýpur og Norðmönnum og var strax valinn í landsliðshópinn!!! Síðan ekki söguna meir en er samt valinn!
Mér finnst nú nær að velja Jóhann Laxdal þar sem Birkir Már er í banni. Af hverju var annars verið að velja Jóhann í hópinn um daginn en svo ekki nú þegar loksins vantar ekta hægri bakvörð í liðið?
Svo finnst mér nú í lagi að leyfa Theódóri Elmari Bjarnasyni að kynnast landsliðinu á nýjan leik. Hann vill jú spila með því - og er fastur maður í einu af betri liðunum í dönsku úrvalsdeildinni!
Nei, ó nei. Íhaldsemin er svo mikil að tveir meiddir leikmenn (og því í engri leikæfingu) eru valdir í staðinn!
Húrra fyrir landsliðsþjálfurunum. Þetta er ekkert skárra en undir stjórn Óla Jó!
![]() |
Landsliðshópurinn sem mætir Króötum - Sölvi í hópinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2013 | 12:07
Nú vitum við allt um veðrið en ekkert um landsliðshópinn!
Þetta er auðvitað hinir mestu snillingar hjá KSÍ - og íþróttafréttamennirnir hjá blöðunum einnig.
Í Svíþjóð eru menn mjög uppteknir af komandi umspilsleikjum við Portúgal, hvernig liðið er skipað (sem var upplýst um í gær (en Lagerbäck liggur ekkert á)), hverjir séu í leikformi og hvernig byrjunarliðið verði hugsanlega skipað.
Ekkert svoleiðis er í umræðunni hér - og enginn furðar sig á því af hverju landsliðsþjálfarinn er alltaf svona seinn á að tilkynna liðið.
Þetta er nefnilega ekki í fyrsta eða eina skiptið sem hann dregur lappirnar - heldur er staðföst regla hjá honum! Ætli hann sé svona mikill refur?
![]() |
Snjókoma og slydda 15. nóvember |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 7
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 464353
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar