Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Ótrúleg frammistaða þjálfaranna

Þetta var nú meiri hörmungin í seinni hálfleik! Íslenska liðið lék vel í þeim fyrri og var gott jafnvægi í leik liðsins.

Í hálfleik voru gerðar tvær mjög misheppnaðar skiptingar. Sölvi Geir kom inná fyrir sterkari miðvörðinn, Ragnar Sig, en 3. deildarleikmaðurinn Kári fékk að spila allan leikinn. Það kostaði tvö mörk.

Þá kom Birkir Bjarnason inná fyrir Alfreð Finnboga og komst aldrei í takt við leikinn. Hann var eins og á hlaupaæfingu , hljóp fram og til baka og kom varla við boltann nema til að missa hann. Sama var með Aron Einar. Hann vissi aldrei hvar hann átti að vera. Reyndar hefur þetta einkennt leik þeirra beggja með landsliðinu hingað til - og samt eru þeir alltaf í liðinu.

Það sem var ánægjulegt var að sjá Theodór Elmar í liðinu. Þó hann léki í stöðu sem hann hefur eflaust aldrei leikið áður var hann besti maður íslenska liðsins. Þá var Emil mjög góður, bæði á kantinum í fyrri hálfleik og á miðjunni í þeim síðar. Einnig átti Kolbeinn góðan leik.

Falleinkunina fá hins vegar þjálfararnir með innáskiptingarnar í hálfleik.


mbl.is Bale afgreiddi Íslendinga í Cardiff
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þokkalegur fyrri hálfleikur

Nokkuð sérstakt að hafa Theódór í hægri bakverðinum og Emil á vinstri kantinum þar sem þeir hafa ekki spilað lengi og Elmar eflaust aldrei!

Þetta hefur þó tekist ágætlega með þessa tvo.

Vandamálið er hve Kári hefur átt erfitt með að skila boltanum frá sér, auk þess sem hann virðist ekki hafa nægilegan styrk í loftinu eins og sást í marki Wales.

Þá er Aron Einar ekki sannfærandi á miðjunni og Hannes óöruggur í markinu. Vil fá Sölva Geir í miðvörðinn í stað Kára. Annað getur maður ekki óskað sér, nema að þjálfararnir fari ekki að gera einhverja vitleysu núna.

 


mbl.is Mbl.is sendir út leik Wales og Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennilegt byrjunarliðsval

Freyr Alexandersson byrjar ekki vel sem landsliðsþjáfari kvennaliðsins í fótbolta. Slæmt tap gegn Sviss gaf ekki góða vísbendingu en þar notaðist hann fyrst og fremst við gömu jálkana eins og Katrínu Jónsson sem þó sagðist vera hætt. 

Nú fer hann í hinar öfgarnar. Tekur inn alveg óreyndar stelpur í leik gegn einhverju sterkasta kvennalandsliði heims en lætur reynslubolta eins og Katrínu Ómars, Fanneyju Friðriks og Dóru Maríu byrja á bekknum.

Þá hlýtur ráðning hans að vekja spurningar. Þetta er þjálfari sem ekki hefur sýnt neitt sérstakt hingað til, var t.d síðast þjálfari lélegs 1. deildar liðs Leiknis í karlaboltanum. 

Að ráða hann til þess knattspyrnulandsliðs sem hefur náð bestum árangri landsliða okkar undanfarið, sýnir í raun vanvirðingu gagnvart kvennaboltanum. Karlaliðið fær jú að hafa tvo þjálfara og það rándýra. Af hverju þessi munur?


mbl.is Skellur gegn Þýskalandi í fyrsta leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samt velur hann þá!

Lars Lagerbäck er óútreiknanlegur maður, hvað lógík varðar. Hann segir það slæmt hvað sumir leikmenn spila lítið með félagsliðum sínum en samt velur hann þá aftur og aftur. Þetta á auðvitað fyrst og fremst um með Birki Bjarnason þó svo að hann hafi verið mörg undanfarin ár verið á bekknum hjá félagsliðum sínum. Annað dæmið, og nýrra, er Eggert Jónsson. 

Svo er auðvitað spurning hvaða vit sé í því að láta mann spila lykilstöðu í miðri vörninni sem er að leika með C-deildarliði á Englandi. Á því virðist ekki ætla að verða nein breyting. Í æfingarleikjum landsliðsins fyrr í vetur var ekki kallað á Sölva Geir Ottesen þó svo að rússneska úrvalsdeildin hafi verið í vetrarfríi. Hætt er við að það verði svo notað gegn Sölva núna og hann fái ekki að byrja leikinn gegn Wales, heldur Kári nokkur Árnason enn einu sinni!


mbl.is Lagerbäck: Slæmt að menn séu ekki að spila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikæfingin maður!

Það er næstum alltaf jafn skondið að sjá valið á íslenska landsliðshópnum í karlafótbolta. Þar skiptir leikæfinginn gjörsamlega engu máli, jafnvel betra að leikmennirnir hafi leikið sem fæsta leiki.

Gott dæmi um það eru þeir Birkir Bjarnason og Eggert Jónsson. Eggert hefur aðeins þrisvar verið í byrjunarliðinu hjá Belenenes núna í vetur og í tveimur síðustu leikjum hefur hann ekki einu sinni verið í leikmannahópnum. Það er ekki vegna þess að liðið sé svona sterkt því það er í 3. neðsta sæti portúgölsku deildarinnar. Það er reyndar virkilega skrítið að sjá Eggert í liðinu á kostnað Hallgríms Jónassonar sem stóð sig mjög vel í fyrsta leiknum í dönsku úrvalsdeildinni eftir vetrarhléð (0-4 sigur á útivelli).

Sögu Birkis Bjarnasonar þekkja flestir. Hann hefur einu sinni verið í byrjunarliðinu hjá Sampdoria í vetur í ítölsku úrvalsdeildinni en fjórum sinnum komið inná, yfirleitt í örfáar mínútur. Og það er ekki heldur vegna góðs árangurs liðsins því það er í harðri fallbaráttu.

Reynda má segja það sama um menn eins og Kolbein, Gylfa Þór, Jóhann Berg og Aron Gunnar.  Þeir hafa mjög lítið fengið að spila með félagsliðum sínum í vetur og að auki er Aron að spila með mjög lélegu liði.

Hætt er við að leikurinn gegn Wales fari illa vegna æfingarleysis íslensku landsliðsmannanna.

Þá hefði ég viljað sjá Ara Frey á miðjunni en ekki í vinstri bakvarðarstöðunni en hann hefur verið að spila þar með OB undanfarið og staðið sig glimrandi vel.

 

 


mbl.is Elmar og Björn Daníel í hópnum gegn Wales
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ara á miðjuna í landsliðið!

Það eru svei mér flott ummæli sem Ari Freyr Skúlason fær hjá íþróttablaði Jyllandsposten eftir leiki fyrstu umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni eftir vetrarhléð. Hann er valinn í hjarta miðjunnar en ekki í bakvarðarstöðuna enda hefur hann leikið á miðjunni í æfingaleikjum liðs - og nú einnig í fyrstu umferð deildarinnar eftir áramót. Ég tel gráupplagt að þeir tveir miðjuleikmenn sem eru að spila mest og best með félagsliðum sínum, Ari Freyr og Emil Hallfreðs, fái tækifæri á miðjunni í komandi æfingaleikjum íslenska landsliðsins, en ekki sá sem hefur ekki komist í lið undanfarið hjá öruggum fallkandidat í ensku úrvalsdeildinni:

"Det er oplagt at skrive noget om en spruttende, islandsk vulkan, men man kan også bare konstatere, at Ari Skulason har været en kæmpe gevinst fra dag ét i OB. Han står for fight, energi og vildskab, men også for gode pasninger og skudforsøg. Mod FC Midtjylland scorede han for første gang – og blev matchvinder. "

http://www.tipsbladet.dk/nyhed/superliga/rundens-hold-i-superligaen-19-runde

 


mbl.is Ari í liði vikunnar í fimmta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað skrítið!

12 lið komast beint áfram, tvö efstu í hverjum riðli (flokki) sem eru sex, og eitt í viðbót (+ gestgjafarnir?). Það gerir 13-14 lið.

Síðan helmingur liðanna í þriðja sæti (sem er reyndar skrítið því þar er komin oddatala (5 flokkar eða riðlar)). Þá eru komin 16-17 lið en í úrslitakeppninni munu vera 24 lið.

Þarna vantar 7-8 lið sem ekki kemur fram hvernig komast áfram.

Væri hægt að fá betri útskýringu en þetta? 


mbl.is Ísland í fimmta styrkleikaflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slakur leikur hjá Íslendingum

Þetta var alls ekki nógu gott, enda byrjunarliðið ekki það besta. Skrítið að sjá Hauk Pál og Jón Daða byrja inná en enn skrítnara að Jón Daði spilaði nær allan leikinn (líklega fór hann útaf þegar Kristinn Jónsson kom inná en ekki Ari Freyr því hann spilaði allan leikinn).

Í byrjun seinni hálfleiks virtist þetta vera að ganga upp en þá komu Guðmundur Þórarinsson (sem áttii klárlega að byrja leikinn) og Björn Daníel Sverrisson inná fyrir Hauk Pál og Steinþór Þorsteinsson. En svo sýndu þjálfararnir snilli sína (sem svo mjög er lofuð hérlendis af sparkspekingum) og tóku Arnór Smárason útaf (sem hafði verið mjög ógnandi í byrjun hálfleiksins) en ekki Jón Daða sem hafði ekki sést í leiknum og sást ekki heldur eftir það, og leikur íslenska liðsins hjaðnaði aftur niður.

Málið er auðvitað það að svo margir í íslenska landsliðinu eru nýkomnir í atvinnumennsku (Björn Daníel, Sverrir Ingi, Kristinn Jóns) eða hafa spilað lítið með sínum liðum (Jón Daði) að þeir hafa ennþá lítið að gera í lið eins og Svíana sem hafa verið þarna alla sína hunds- og kattartíð.

Svo voru landsliðsþjálfararnir auðvitað búnir að lofa því að nota ekki menn sem spila hér heima, en byrja svo með Hauk Pál inná! 

Falleinkun hjá þjálfurunum og  prófinu rétt náð hjá nýliðunum.

Bestir voru auðvitað gömlu jálkarnir sem hafa verið lengi ytra, Birkir Már, Hallgrímur, Indriði, Ari Freyr, Theodór Elmar og Arnór Smára - auk þess sem Matthías átti góða spretti.

Í seinni hálfleiknum sýndu Guðmundur Þórarinsson og Guðjón Baldvinsson að þeir ættu að geta spilað á þessu "leveli", jafnvel Björn Daníel og Guðmundur Kristjáns.


mbl.is Svíar höfðu betur í Abu Dhabi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítið að frétta af þessu svona!

Að venju eru íslensku landsliðsþjálfararnir ekkert að flýta sér að tilkynna landsliðshópinn en keppt verður við Svía eftir hálfan mánuð (Svíar auðvitað löngu búnir að velja sinn hóp). Menn verða að leita frétta erlendis til að komast að því hverjir séu í hópnum!

Þá er merkilegt til þess að vita að íþróttafréttamönnum finnst þetta ekkert athugavert heldur gleðjist eins og lítil börn yfir því að komast að fréttum sem þessum gegnum krókaleiðir.

Ætli KSÍ hafi ekki efni á fjölmiðlafulltrúa eða manni sem gæti sett upplýsingar um liðið inn á heimasíðuna þeirra? Varla þarf að fela það hverjir séu valdir í liðið þar sem um vináttulandsleik er að ræða og langt í næstu alvörukeppni.


mbl.is Guðmundur valinn í landsliðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúrik fékk bestu dómana!

Rúrik fékk ekki aðeins eina af bestu dómunum fyrir frammistöðu sína í leik FCK gegn Real Madrid, heldur fékk ahnn hæstu einkunnina og þar af leiðandi bestu ummælin.

Þar sem meðal annars frá meiðlsun hans fyrir leikinn og að hann hafi samt verið langbesti maður liðsins: ”islændingen var med afstand FCK's bedste”.

Þá kemur einnig fram að hann hafi farið illa með vinstri bakvörð Real Madrid, hinn stórgóða leikmann Marcelo, og hafi lokið góðu leiktímabili með góðri frammistöðu í þessum leik: "Kampens store FC-oplevelse, for Gislason lukkede et flot efterår med en fornem indsats fuld af vilje og offensivt drev. Rykkede flere gange rundt med Marcelo, havde både FCK's skarpeste indlæg og farligste forsøg, og viste også ro med bolden når der var brug for det."

Vonandi verður þessi frammistaða hans til þess að fá landsliðsþjálfaranna til að veðja á Rúrik í landsliðið í stað Birkis Bjarnasonar sem flestir nema þeir sjá að er mun lakari leikmaður.

Annars er það til skammar hvað lítil áhugi er meðal íslenskra fjölmiðla fyrir þátttöku "Íslendinga"liðannna í Meistaradeildinni. Sem dæmi um það má nefna að ekki var sýnt frá leiknum á Stöð 2 Sport heldur þremur öðrum leikjum (svo sem Galatasary og Juventus!) og á mbl.is var ekki sagt sérstaklega frá úrslitunum í þessum leik heldur einungis talin upp með hinum úrslitum meistararadeildarinnar - og það aftast í fréttinni eisn og þau skiptu okkur lesendum minnsta máli.


mbl.is Rúrik fékk góða dóma fyrir leikinn gegn Real Madrid
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 464349

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband