Færsluflokkur: Dægurmál

Á réttri vegferð?

Eftir tapið gegn Svíum (og þrátt fyrir hneykslanlegt tap gegn Ungverjum) var fullyrt á ruv.is að Gummi þjálfari væri á réttri vegferð með liðið. Leikurinn gegn Brasilíu átti að vera formsatriði, svo miklu betri væri íslenska liðið. En það var öðru nær þótt það hefðist í lokin.

En Gummi er samt greinilega ekki á réttri vegferð með liðið. Það stefnir hraðbyri niður á við og hefur gert það nær allan tímann sem hann hefur verið þjálfari þess.

En karlinn er með sterka jámenn með sér, þar á meðal íþróttafréttamennina á RÚV og æðsta strumpinn þar, Einar Örn Jónsson. 
Þá er Gummi sniðugur að halda uppá réttu mennina, áður Aron Pálma og nú Gísla Þorgeir (þó báðir séu stórlega ofmetnir). Með þá með sér og klíkuna í kringum þá, vonast hann til að halda starfinu.
Og það sem verra er. Það er hætta á að það takist því langlundargerð áhugafólks fyrir handboltanum er ótrúlegt og handboltaminnið nær mjög skammt. Þannig að líklega verðum við, sem munum betri tíð í boltanum, að þjást í a.m.k. eitt ár í viðbót með Gumma sem þjálfara.

 


mbl.is Endurkomusigur í lokaleiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært!

Aron Pálmarson hefur ekkert getað á HM hingað til og sem betur fer ekki mikið spilað. Svo er hann á hraðri niðurleið sem handboltamaður og á leið heim eftir misheppnaða dvöl hjá Dönum.

Á síðasta móti bjargaði Covid Gumma þjálfara því þá neyddist hann til að spila liðinu - nota breiddina - vegna þess hve margir voru frá - m.a. Aron. 

Annars verður Ísland að vinna Svíþjóð núna á eftir eða ná jafntefli því Ungverjar unnu Brasilíu rétt í þessu og komast áfram ef við verðum jafnir þeim vegna innbyrðis úrslita.

Sigur á Svíþjóð er auðvitað harla ólíklegur því Svíar eru jú Evrópumeistarar og gæðaflokki ofar en íslenska liðið amk þegar Gummi stjórnar því.


mbl.is Aron ekki með í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miklar hetjur þetta!

Flestir sem hafa eitthvað verið að ferðast í miðbænum og í vesturbænum (og auðvitað víða um höfuðborgina) hafa auðvitað séð að lítið sem ekkert hefur verið gert til að fjarlægja snjó í þessum bæjarhlutum, hvað þá að einhverjir séu að brjóta upp klakabúnka, sem eru allsstaðar eftir að verktakar borgarinnar hafa mokað snjó af götunum upp á gangstéttir og í bílastæði.

Það er eins og það sé orðin lenska hjá borgarstarfsmönnum (og reyndar fleirum) að ljúga sig og aðra fulla, líklega í trausti þess að almenningur sé svo vitlaus að hann trúi þeim.

Þar sem ég bý í miðbænum kom nú fyrst í dag, 19. janúar, traktor með tönn til að skafa snjó af gangstéttinni hér fyrir utan. Það er meira en mánuði síðan að snjóaði fyrst (og í eina skiptið) í borginni! Samt er því hiklaust haldið fram að unnið sé af miklum krafti við snjómokstur um alla borg!!
Og ekki var nú þessi mokstur vel gerður! Snjónum var hrúgað upp á auðan stað á gangstéttinni í stað þess að fjarlægja hann. Slík vinnubrögð má sjá víða á gangstéttum í miðbænum.

Manni er spurn. Er það virkilega orðin lenska hjá fólki í stjórnunarstöðum í stjórnsýslunni að grípa til lyginnar til að fela eigin vanhæfni, vanrækslu og leti?
Þá er hætt við að trú almennings á "the establishment" muni bíða enn meiri hnekki en nú þegar er raunin.
Slíkt grefur auðvitað undan lýðræðinu og er stórhættuleg þróun - enda hinir kjörnu fulltrúar almennings þar helstu sökudólgarnir.
En kannski er þetta einmitt það sem þeir vilja, að fá að ráðskast með almannahag án þess að pöpulnum komi það nokkuð við?
Þar með fjarlægist stjórnsýslan æ meir almenning, nokkuð sem getur leitt til að andlýðræðisleg öfl komist til valda. Viljum við það virkilega?


mbl.is Sagað í gegnum klakann til að komast að holræsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reglugerð?

Ótrúlegt að ráðherra geti uppá sitt einsdæmi gefið út reglugerð um svona umdeild og í raun stórhættuleg vopn, án þess að það komi til umræðu og samþykktar á Alþingi og í ríkisstjórn.

Nú fyrir nokkrum dögum var sagt frá því í fréttum að ungur maður í Bandaríkjunum (svartur auðvitað) hafi verið drepinn með rafbyssu af lögreglunni þar í landi og það fyrir litlar sakir. Hann hafi í raun verið alveg hættulaus umhverfi sínu, aðeins dauðhræddur við lögguna og því hafi þurft að "róa" hann niður með þessum afleiðingum:

https://www.ruv.is/frettir/erlent/2023-01-13-thrju-daudsfoll-i-logregluadgerdum-til-rannsoknar-i-los-angeles

Meira að segja forsætisráðherra okkar hefur varað við þessari reglugerð og talið eðlilegt að bíða með slíkt þar til frumvarp um ákveðnara eftirlit með störfum lögreglunnar verði samið - og samþykkt af þinginu.

En dómsmálaráðherrann lætur sko ekki segja sér fyrir verkum heldur tekur af skarið enda mikil hetja og strangur embættismaður.

Það er auðvitað stór spurning af hverju Bjarni Ben, fyrir hönd flokksins, gerði þennan harðlínumann að dómsmálaráðherra og af hverju forsætisráðherrann samþykkti skipan hans, vitandi vel að hann myndi aðeins vera til vandræða í stjórnarsamstarfinu.
En kannski var það einmitt tilgangur Sjálfstæðisflokksins með þessari ráðningu.


mbl.is Reglugerð um rafbyssur tilbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjálfarinn enn að klikka!

Guðmundur Guðmundsson er enn að klikka á stjórnun sinni á íslenska landsliðinu. Siggi Sveins benti á galla hans eftir leikina við Þjóðverja. Hann þorir ekki að nota breidd liðsins, spilar alltaf á sömu leikmönnunum. Gummi skræfa ...
Nú kom það mjög illa niður á liðinu og ekki í fyrsta sinn. Leikmennirnir orðnir dauðþreyttir eftir að hafa flestir þurft að leika nær allan leikinn gegn Portúgal og aftur núna.

Eftir er að birta tölfræðina en það er augljóst að hún var harla léleg hjá Aroni (eins oig venjulega) og einnig hjá Gísla Þorgeir (og hnoðið í honum allan tímann var ekki par fallegt áhorfs). Það voru fleiri orðnir þreyttir þarna í lokin en voru samt píndir áfram af Gumma, menn eins og Ómar og Bjarki.

Ekkert skipt inná. Viggó kom ekkert inná til að leysa Ómar af, og Óðinn, sem var svo góður í leiknum á móti Þjóðverjum, ekkert heldur.

Þá var Ólafur Guðmundsson ónotaður að venju og einnig Hákon í horninu þó að Bjarki væri orðinn dauðþreyttur. Arnar Freyr var einnig ekkert notaður en þyrfti a.m.k. að hafa verið í vörninni.

Og svo er það fréttamaðurinn (Einar) sem kenndi dómurunum um!
Og Gummi undrandi á "tæknimistökum" og misnotuðum dauðafærum!! Það þarf auðvitað að skipta um þjálfara sem fyrst. Við eigum fullt af góðum þjálfurum sem ekki eru ragir eins og þessi. Og leikmennirinir eiga betra skilið.


mbl.is Tap eftir hræðilegan lokakafla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erdogan og "lýðræðið"

Já það er látið heita ýmislegt þegar svo ber undir. Erdogan Tyrklandsforseti er nú ekki þekktur fyrir lýðræðisást eins og kemur fram í banni á stjórnmálaflokkum og í raun á gagnrýni á hann sjálfan í stjórnartíð hans. Það er ein af ástæðum þess að ESB hefur ekki viljað taka Tyrki inn í samtökin.

En Svíarnir láta sem þeir viti ekkert af þessu í ákafa sínum við að komast í NATÓ. Þá er ekki verið að spara fallegu orðin.
Reyndar var það ekki hægri stjórnin í Svíþjóð sem stóð fyrir inngöngubeiðninni í NATÓ heldur kratastjórnin. Hún gerði og samkomulag við Tyrki sem kennt er við Madrid og felur í sér mikla eftirgjöf á almennum mannréttindum Kúrda í Svíþjóð, m.a. aukinni ritskoðun og brottvísun kúrdískra andófsmanna til Tyrklands þar sem þeim bíða sýndarréttarhöld. Já, kratarnir greiða hér götuna fyrir hægra liðið eins og venjulega.

Svía (og Finnar) gengu svo langt í þessu samkomulagi að stimpla PKK (stjórnmálasamtök Kúrda í Austur-Tyrklandi) sem hryðjuverkasamtök en það hefur m.a.s. Kaninn ekki gert.
Samtökin sem standa fyrir þessum mótmælum í Stokkhólmi og kenna sig við Rojava hérað í Norður Sýrlandi, sem nú nýtur sjálfstjórnar með hjálp Kanans, er sögð tengjast PKK. 
Þetta sjálfstjórnarhérað þykir mjög framsækið, með femínískar áherslur og jöfn réttindi allra þjóðarbrota svo nokkur dæmi séu nefnd, sjá hér:
https://www.rojavakommitteerna.com/om-kommitteerna/
Og hér: https://en.wikipedia.org/wiki/Autonomous_Administration_of_North_and_East_Syria

Um Madridarsamkomulagið má lesa hér: 
https://www.axess.se/artiklar/den-langa-resan-med-turkiet-har-bara-borjat/
Fjórði og fimmti liður samkomulagsins er verulega hæpinn, sérstaklega sá fimmti, þar sem PKK er skilgreint sem hryðjuverkasamtök.
Áttundi liðurinn er einnig mjög varasamur en þar er að finna kröfulista Tyrkja sem Svíar virðast samþykkja án nokkurra gagnkrafa, svo sem að breyta lögum sínum um hryðjuverk og um að senda fólk úr landi til Tyrklands (8.2 og 8.3). Einnig að takmarka málfrelsið í landinu (8.5).




mbl.is Fordæmdi Erdogan-brúðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman, gaman??

Það er margt ósagt í þessari frétt. Meðal annars það að flytja þarf nær allan bæinn um set - og er þegar byrjað á því, þ.e. áður en þessi fundur kom til sögunnar. Þá var mótmælt en án árangur og svo líklega aftur nú, en þar eins og allsstaðar skiptir vilji almennings (íbúanna) litlu sem engu máli.
Og þessi náttúruspjöll og eyðilegging eigna fólks eru auðvitað rökstudd með umhverfissjónarmiðum eins og lenskan er í dag.
Þessir málmar sem nú hafa fundist eru svo nauðsynlegir í rafbíla!!!: "Utan gruvor har vi inga elbilar ... Det här kommer att spela en nyckelroll för den gröna omställningen i Europa. Det finns stor potential för Europa att leda den gröna omställningen. Vi kan dra ner på utsläppen och stärka konkurrensen på en och samma gång"! 
Hljómar eins og rökin hér á landi fyrir vindorkuverum. Þau eru svo mikilvæg fyrir grænu orkuna og sjálfbærnina! Enda er ein röksemndin fyrir þessari risanámu sú að málmarnir nýtist einnig í vindmyllusmíðina!
Enn ein rökin eru þau að með þessu losna Vesturlönd við að vera háð þessum málmum frá hinu vonda Kína!

já þegar græðgin er orðin græn - og pólitísk að auki ...

https://www.svt.se/nyheter/lokalt/norrbotten/ny-satsning-pa-lkab-s-vd


mbl.is Risastór fundur sjaldgæfra jarðmálma í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villi Birgis og Járnblendið

Vilhjálmur Birgisson er sérkennilegur fýr og beggja blands, meira þó grjót en gull. Í lífskjarasamningnum síðustu sveik hann lit, þrátt fyrir að þykjast vilja hag láglaunafólks sem mestan - og aftur nú með því að gera samning fyrir sitt fólk þar sem lögð var áhersla á prósentuhækkun.

Ekkert skítið svosem þar sem langflestir í Verkalýðsfélagi Akranes vinna hjá álverinu og járnblendinu á Grundartanga - og það eru engir láglaunamenn!

Villi hrósar sér mjög af sínum eigin samningi og bendir á að hann hafi verið samþykktur með stórum meirihluta. Hann gleymir þó að geta þess að aðeins 16,56% félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og að þar af hafi 11% sagt nei. Enda hafa samningarnir verið kallaðir núll og nix-samningarnir.

Það er nefnilega spurning hversu heill Villi kallinn er í garð verkalýðshreyfingarinnar og hvort hjarta hans slái ekki frekar hjá atvinnurekendum.
Það vakti a.m.k. athygli mína - og vonandi annarra - þegar hann mótmælti á sínum tíma fyrirhuguðu kolefnisgjaldi á hið mengandi járnblendi á Grundartanga. Þá var það ekki náttúran sem átti hug hans allan heldur fjárhaglegur hagur fyrirtækisins (les gróði þess). Hann skipti öllu mál. Það má nefnilega ekki ganga of nærri atvinnurekendunum!

Það er fagnaðarefni að Sólveig Anna og Efling eru ekki sama sinnis. 

https://www.ruv.is/frett/bodar-lokun-jarnblendisins

 


mbl.is Viðræðuslit gætu þýtt þriggja milljarða tekjutap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg hugmynd!

Lundur er gamall bóndabær, nær hundrað ára gamall sem lengi stóð langt fyrir ofan Akureyrarbæ en nú er skrýmsli nútímans búið að teygja anga sína þangað.
Og nú á að rífa þetta óðalssetur, eitt af þeim fáu sem til eru á landinu! Allt til að græða einhverja smáaura en valda óheyrilegu menningarlegu tjóni!!!
Já "nútíminn er trunta með tóman grautarhaus / hjartað það er hrímað og heilinn gengur laus."

Var svo einhver að segja að græðgi væri góð?

https://www.facebook.com/minjasafnid.is/photos/a.186618941931/10157116112436932/?type=3

 


mbl.is Lagt til að Lundur verði rifinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dönskusletta!!

Orðið fiskari hefur auðvitað enga réttmæta hefð í íslensku máli því þetta er dönskusletta, fisker, eða gæti jafnvel verið komið úr sænsku (fiskare). Hingað til hafa dönskuslettur 16. og 17. aldar ekki verið taldar eiga sér tilverurétt í íslenskunni.
Því er athyglisvert að þessi helsti "módernistinn" í íslenskri málfræði skuli leita þetta langt aftur í tímann til að réttlæta orðskrípi sem þetta. Hann er þó reyndar þekktur fyrir að þykja slettur ekkert tiltökumál og vera eðlilegur þáttur í þróun málsins, þó einkum uppá amerísku en ekki skandinavísku!

Málfræðingar fara þá kannski að lesa Jón Vídalín eða Hallgrím Pétursson til að finna dönskuslettur til að nota í rétttrúnaðarátaki nútímans?


mbl.is Verið að endurvekja gamalt orð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband