Færsluflokkur: Dægurmál

frettin.is

Merkilegt þetta með sakfellingu þessarar Margrétar hjá Fréttinni. Ekki óeðlilegt að tengja þetta aðför að þessum miðli því hann birtir óþægilegar fréttir af hræsnum og lygum vestrænna fjölmiðla, sem "dilla rófunni" í hvert sinn sem Kaninn og Nató skipa svo fyrir. Bandaríkin sem hryðjuverkaríki.

Stríðið í Úkraínu hefur fengið alveg sérstakan sess hjá vestrænu pressunni og einnig hér á landi. Áróðurinn og hlutdrægin er yfirgengileg. Norðmenn ganga þar einna lengst með stuðningi sínum við Kanann eins og kemur fram hjá landa þeirra, "harðlínugarpinum" Stoltenberg sem "er haskinn sem passar á amerískar hendur."

Á frettin.is er því haldið fram að Norðmenn, að skipun herraþjóðarinnar vestanhafs, hafi sprengt upp Nordstream gasleiðslu Rússa, enda hafa þeir stórgrætt á því að gassala Rússa til Evrópu hefur dregist mjög saman:

https://frettin.is/2023/02/09/amerika-og-noregur-sprengdu-nord-stream/

https://frettin.is/2023/02/08/verdlaunabladamadur-segir-bandarikin-hafa-sprengt-nordstream-med-adstod-noregs/

Hversu rétt þetta er má sjá af tekjum norska olíusjóðsins. Norsararnir hafa grætt mikið á þessum skemmdarverkum á rússnesku gasleiðslunni og á Úkraínustríðinu, eins og flestir auðhringir á Vesturlöndum. Ótrúlegt er að sjá tekjur þessara fyrirtækja nú undanfarið. Hér er eitt dæmið:

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2022/01/27/norski_oliusjodurinn_tutnar_ut/

 


mbl.is Margrét sakfelld fyrir að hóta Semu Erlu lífláti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snarvitlaust veður eða snarvitlaus spá?

Spáin gekk ágætlega eftir segir veðurfræðingurinn á vakt. En var það svo?

Meðalvindur á höfuðborgarsvæðinu fór mest í 18 m/s (og 25 m/s í hviðum) en um tíma var jafnvel spáð ofsaveðri, eða um og yfir 30 m/s í meðalvindi!
Spáin rættist þannig nema að litlu leyti. Spáð var snarvitlausu veðri en svo kom í ljós að það var spáin sem var snarvitlaus!

Það er reyndar spurning hvort að stormurinn hafi ekki verið mestur og verstur inni á sjálfri Veðurstofunni í Öskjuhlíð því vefur hennar, vedur.is, datt út um tíma sem og textavarpið.
Það hefur þannig greinilega gengið meira á þar en annars staðar!


mbl.is „Ættu allir að komast sem vilja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harðlínumaður í embætti!

Budanov þessi er frægur af endemum fyrir að vera yfirlýsingaglaður og svífast einskis í hernaðaráróðrinum. Nýlega hélt hann t.d. fram að Pútín var að deyja úr krabbameini en það hefur verið borið til baka af mun áreiðanlegri heimildum en þessa Budanovs.

Annars fer fréttaflutninginn af stríðinu í Austur-Úkraínu sífellt versnandi og hlutdrægni vestrænna fréttamiðla eykst stöðugt. Nú er t.d. ekki lengur hægt að leita upplýsinga á Wikipedia um einstaka menn í úkraínska stjórnkerfinu og tengsl þeirra við hægri öfgamenn eins og Azov-nasistanna, en það var þó hægt í upphafi átakanna. Og reyni maður að gúggla nöfn eins og þessa manns þá eru margar blaðsíður um hversu stríðsóður maðurinn er en ekkert um bakgrunn hans.

Reyndar er full ástæða til að ætla að hreinsanir Zelenskís á æðstu embættismönnum landsins undanfarið séu ekki vegna meintar spillingar þeirra, það sé aðeins tilbúningur fyrir vestrænu pressuna og áframhaldandi fjárstuðning við landið, heldur fyrst og fremst til að koma öfgafyllri og hamslausari mönnum að eins og þessum Budanov. 

Og það er auðvitað almenningur og óbreyttir hermenn sem líða fyrir þennan stríðsleik ráðamanna í Úkraínu - og stuðning ESB og NATÓ við þessi stríðsátök. Pólitíkusunum er nefnilega skítsama um líðan almennings og elska að sýna vald sitt - og að vera í stríðsleik. 


mbl.is Úkraínumenn skipta um varnarmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var hann ekki meiddur á HM?

Aron Pálmarson er líklega sá landsliðsmaður í handbolta sem er mesta prímadonnan sem nokkurn tímann hefur spilað fyrir handboltalandsliðið.
Lýsingarorðin um þennan "snilling" hafa verið yfirgengilegar en að vísu dregið úr þeim nú seinni ár.
Aron datt svo snemma út á HM núna og spilaði ekkert síðustu leikina þó svo að lítið væri gefið upp um ástæðuna. Líklega hefur hann ekki nennt þessu frekar en á síðustu mótum.

Einhverjir landsliðsþjálfarar hefðu eflaust gert athugasemdir við þetta og sett manninum stólinn fyrir dyrnar: annnað hvort spilarðu fyrir landsliðið ef þú ert ekki meiddur eða þú verður aldrei aftur valinn.

En ekki skræfan hann Gummi! Hann þorir hvorki að hósta né ræskja sig við Aron - og því kemst Aron upp með þetta skróp sitt ár eftir ár.

 


mbl.is Aron atkvæðamikill í toppslagnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíu?

Hér eru aðeins taldir upp sex íslenskir leikmenn í dönsku úrvalsdeildinni. Hverjir eru hinir fjórir? 
Ég get svo sem reynt að nefna þá: Aron Sigurðarson í Horsens og Aron Elí Þrándarson í OB (kannski á leið burtu?), sem og auðvitað Mikael Anderson í AGF og Elías Ólafs markvörður í Midtjylland.
Þetta eru allt landsliðsmenn svo það er skrítið að íþróttablaðamaður Moggans skuli ekki nenna að skrifa nöfn þeirra ... 


mbl.is Tíu Íslendingar í deildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Persónur Íslendingasagna?

Ég man nú ekki til þess að nokkur persóna í Íslendingasögunum hafi heitið Burkni!
Hins vegar bera næstu götur í námunda við nýja Landspítalann plöntunöfn: Smáragata, Fjólugata, Sóleyjargata, svo það þarf ekki mikla vitsmunabrekku til að sjá að Burknagata er þannig kennd við jurt eins og þessar nefndu götur.
En fjölmiðlaliðið stígur jú ekki í vitið eins og nú er deginum ljósara - og hefur verið ljóst harla lengi!


mbl.is Nýr spítali kenndur við Burknagötu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

PFAS mikil ógn við lýðheilsuna

Loksins eru Íslendingar að vakna við ógnina af flúorefnum sem fyrirfinnast við strendur um allan heim.
Danir eru löngu vaknaðir og er PFAS-ógnin orðin eitt aðalmálið þar í landi. Þeir hafa fundið efnið á ströndum landsins, svo sem á vesturströnd Jótlands og á Sjálandi:

https://www.dr.dk/nyheder/indland/pfas-forurening-konstateret-paa-flere-kyster-i-jylland-og-paa-sjaelland

Nú er svo komið að varað er við neyslu á matvælum frá svæðum þar sem þessa mengun er að finna, svo sem frá grasbítum, það er á nautakjöti, og á eggjum úr "lífrænum" hænum, þ.e. hænum sem fá að ganga úti og bíta gras. 
Danir hafa því, ásamt Svíum, Norðmönnum, Þjóðverjum og Hollendingum farið fram á það í ESB að þau efni sem innihalda PFAS verði bönnuð innan Evrópu.

https://www.dr.dk/nyheder/indland/danmark-vil-have-pfas-forbudt-i-eu

Héðan hefur hins vegar ekkert frést af þessu fyrr en núna!


mbl.is Vísindarannsókn á Skagaströnd hlaut 64 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álmurinn við gömlu mjólkurstöðina á Snorrabraut

Enn einn skandallinn skeður - og allt í boði "grænu" borgarstjórnarinnar!? Friðaður álmur við gömlu mjólkurstöðina við Snorrabraut 54, síðast Söngskólann, hefur verið fjarlægur. Samt er skírt tekið fram í skipulagi, sem samþykkt var árið 2017, að óheimild sé að fjarlægja álminn:

https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skipogbygg/skjol/snorrabraut_54_deiliskipulagsuppdr.pdf

 

Það er svo sem ekki vitað hvort skipulagsyfirvöld borgarinnar hafi samþykkt þetta sí svona eða hvort framkvæmdaraðillinn hafi tekið þetta upp hjá sjálfum sér. 
Allavega hef ég ekki séð neina tilkynningu um að þetta hafi verið leyft eftir 2017.

 

Tekið skal fram að álmur er eitthvert fallegasta suðræna tréð sem hefur náð að vexa hér á landi. Álmurinn við Suðurgötu 6 var valinn fallegasta tré ársins 1999, sem sýnir hversu mikil prýði hefði getað orðið af þessu tré ef það hefði fengið að standa í friði - og hve væntanlegir íbúar hússins hafa fengið að njóta þess mitt í allri steinsteypunni:

https://www.skog.is/wp-content/uploads/2019/02/ta1999.pdf

 

 


mbl.is Byggt við mjólkurstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulaus vopn?

Rafbyssur þær sem lögreglan hefur kallað eftir, og sem dómsmálaráðherrann úrræðagóði hefur samþykkt og gefið út reglugerð sem leyfir byssurnar, eru m.a. sagðar til þess ætlaðar að auka "öryggi hins almenna borgara" eins og segir í þessari yfirlýsingu sambands lögreglumanna.

Það er hins vegar nokkuð stór spurning hvort þær leiði virkilega til aukins öryggis borgaranna. Í Bandaríkjunum hefur rannsókn leitt í ljós að á 15 ára tímabili hafi yfir þúsund manns látist eftir að rafbyssa var notuð á þá. Í 90% tilvika var viðkomandi óvopnaður (og þar með hættulaus). Vel yfir 400 dómsmál hafa verið rekin vegna þessa þar vestra. Það sýnir að lögreglunni er ekki treystandi fyrir vopni sem þessu og ætti því að halda sig við kylfurnar.

Sérkennilegt vægast sagt að hérlendir lögreglumenn skuli halda öðru fram:

https://www.visir.is/g/20232369955d/log-reglu-menn-o-oruggir-og-fram-leidandinn-firrar-sig-a-byrgd


mbl.is Fagna ákvörðun dómsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samningarnefnd Samtaka atvinnulífsins!

Halldór Benjamín gerir það ekki endasleppt. Hann hefur verið með hótanir í garð Eflingar, verið með persónulegar árásir á formann félagsins og var greinilega tilbúinn að fara í mjög hart gagnvart verkalýðsfélaginu.
Miðað við viðbrögð hans við þessari sáttatillögu ríkissáttasemjara, sem er algjörlega samhljóma tillögu Samtaka atvinnulífsins á sínum tíma sem Efling hafnaði, er ljóst að Halldór hefur talið sig geta kúgað Eflingu og látið hana bíða algjöran ósigur með því að neita henni um afturvirka kjarasaminga sem öll önnur stéttafélög hafa fengið.

Þessi ófyrirleitni Samtaka atvinnulífsins, með Halldór í fararbroddi, hefur einnig sýnt sig í framgöngu samningsnefndar þeirra gagnvart Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtæka. Þar skilst mér að nefnd SA hafi hafnað því að hækka lægstu laun bankastarfsmanna, sem sumir hverjir eru á skítalaunum, um 40.000 kr. á mánuði (hækkunin er 28.000 kr.) og alfarið neitað að stytta vinnuvikuna um 20 mínútur!!

Svo er talað um hörku og óbilgirni Sólveigar Önnu og forystu Eflingar.
Hvað er þá hægt að segja um þennan krúttlega Halldór B. Þorgeirsson og um SA?:

https://www.ssf.is/nyr-kjarasamningur-ssf-1-11-2022-31-01-2024/


mbl.is „Þetta er skipbrot viðræðna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband