Færsluflokkur: Dægurmál

Þetta heitir víst að liggja vel við höggi

Sérkennilegt að prestssonurinn frá Holti í Önundarfirði og Kaupmannahöfn sé ekki betri að sér í íslensku en þetta.

Kannski fékk hann stöðuna fyrst og fremst fyrir að vera flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum?

  


mbl.is „Liggjum illa við höggi núna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn einn skandallinn hjá lögreglunni

Lögreglan gerir það ekki endasleppt þessa dagana. Nýlega var upplýst um að lögreglukona bæri fasistamerki innan undir lögreglubúningnum, merki sem hvöttu til vægðarlausa hörku gegn afbrotamönnum.
Forystumenn í lögreglunni töldu ekkert athugavert við það, þrátt fyrir að æðstu yfirmenn þeirra hefðu fordæmt þessi merki.
Og svo þetta núna. Mjög harkalegt ofbeldi í garð manns sem var á engan hátt ógnun við öryggi lögreglumannanna.

Fasisminn grasserar greinilega innan lögreglunnar, ofbeldisdýrkunin og þörfin fyrir að sýna vald sitt.
Ætli þetta mál verði svo ekki þaggað niður eins og sambærileg mál hingað til? 


mbl.is Rannsókn vísað til héraðssaksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins 13 smit á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir metfjölda sýna!

Af þessum 27 smitum sem greindust í gær voru 14 fyrir norðan en aðeins 13 hér á suðvesturhorninu. Þetta, líkt og tölurnar um helgina, sýnir að hratt dregur af veirunni.

Samt vill Sótti ekki fagna "of snemma" og létta á reglunum en er hins vegar alltaf fljótur að herða þær ef smitið fer uppá við. 

Næsta endurskoðun reglanna er 17. nóv. eða eftir tæpan hálfan mánuð!!!

Að lokum smá tölfræði:

Fyrri bylgjan stóð frá 1. mars til 23. apríl eða í 53 daga (20 smit eða meira).

Sú seinni frá 13. sept-2. nóv, þ.e. stendur enn, sem gerir 50 daga.

Þrír dagar eftir af kófinu?


mbl.is Stór hluti greindist á Norðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frumhlaup hjá stjórnvöldum

Það er greinilegt á öllu að heilbrigðisyfirvöld voru of fljót á sér að herða reglur vegna uppákomunnar á Landakoti, sem var vegna þeirra eigin trassaskapar. Þau vísa öðrum veginn en fara hann ekki sjálf. 

Seinni bylgjunni er greinilega að ljúka, þrátt fyrir fjöldann sem smitaðist á Landakoti (og dauðsfallanna þar). Eðllegt er að miða við 20 smit á sólarhring sem lok smitbylgju, eins og raunin var í fyrri bylgjunni sem stóð samkvæmt því í 53 daga.
Seinni bylgjan hefur nú staðið í 48 daga ef sömu viðmiðanir eru notaðar og verður varla lengri en sú fyrri, enda eru smitin komin niður undir það eða í 24. 

Tekið skal fram að í þessari bylgju er miklu fleiri sýni tekin en þá og aldrei eins mörg og nú fyrir nokkrum dögum (26. okt) eða yfir 2700 sýni! Í fyrri bylgjunni voru þau mest um 1500 á dag. Þetta segir okkur að miklu meira er gert úr veirunni nú en þá, auk þess sem fólk verður miklu minna veikt. Samt eru reglurnar eins harðar nú eins og þá og jafnvel enn harðari. 

Ljóst er að stjórnvöld þurfa að rýmka reglurnar sem fyrst til að koma í veg fyrir meira tjón, efnahagslegt, félagslegt og sálrænt en orðið hefur. Annars er hætta á að mótmælaöldu í landinu rétt eins og gerst hefur í löndunum umhverfis okkar og/eða að fólk fari almennt að hunsa fyrirmælin. Og svo er stutt í næstu kosningar ...


mbl.is 24 ný smit innanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með Birnu Þórðar?

Hún er líklega ekki gjaldgeng í ritskoðun læknamafíunnar því hún er hvorki læknir né meðvirk í hinu stóra samsæri lyfjamafíunnar í kófinu. Money makes the world go around ...


mbl.is Helga fyrsta konan sem ritstýrir Læknablaðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hofsjökull hefur lítið hopað undanfarin ár

Yfirskrift þessarar frétta er misvísandi því Hofsjökull hefur ekki aðeins hopað undanfarin ár heldur einnig gengið fram. 
Sem dæmi má nefna að fyrir tveimur árum gekk jökullinn fram. Var það í annað sinn á fjórum árum sem það gerðist (einnig 2015).
Ástæðan er einföld. Það hefur dregið úr hlýnuninni hér á landi undanfarinn áratug og mest frá og með árinu 2015.
Enda segir í skýrslu um þetta að ljóst sé  „að nokkurt lát hefur orðið á hinni miklu rýrnun sem hófst eftir 1994“.
https://www.vedur.is/um-vi/frettir/afkoma-hofsjokuls-litillega-jakvaed

 


mbl.is Hofsjökull heldur áfram að hopa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Inflúensan 1988 skæðari en kófið?

Samkvæmt þessari frétt eru 38 færri dauðsföll á 100.000 íbúa í ár en síðustu 50 árin, eða frá miðjum apríl. 44 dóu úr inflúensu árið 1988 (samanborið við 11 úr kórónuveirunni í ár!).
Þrátt fyrir þetta er ekki minnst á inflúensufaraldurinn 1988 í sameiginlegri skýrslu landlæknis og sóttvarnalæknis frá 2015!: 
https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item30948/Fars%C3%B3ttask%C3%BDrsla%202015.pdf
Þ
etta er annars að mörgu leyti áhugaverð skýrsla sem gefur m.a. ágætis yfirlit yfir flensutilfelli undanfarin 70 ár svo sem svínainflúensuna 2009 og Asíuinflúensuna 1959. Allar þessar flensur virðast hafa verið skæðari en kófið núna.
Merkilegt að fá engar upplýsingar um slíkt frá heilbrigðisyfirvöldum, það er fá engan samanburð, og að gagnrýnir blaðamenn þurfi að vinna slíka vinnu sjálfir. 
Tekið skal fram að inflúensan er skráningarskyldur sjúkdómur á Íslandi og ber læknum og rannsóknarstofum að tilkynna um heildarfjölda inflúensutilfella til sóttvarnalæknis.
Þessar upplýsingar liggja því fyrir, svo sem um dánartíðni að völdum flensunnar, en þeim er ekki miðlað til almennings. Undarleg þöggun það.

Þá er og einnig athyglisvert hve langlundargeð fólks er mikið vegna harkalegra sóttvarnaaðgerða stjórnvalda og að ekkert bóli á mótmælum vegna þeirra. Annað er uppi á teningnum í Berlín, París og London þar sem fjölmenn mótmæli hafa verið barin harkalega niður af "thin blue line"-lögguliðinu.

Nú þegar önnur bylgja veirunnar (þær eru jú bara tvær en ekki þrjár eins og Sótti heldur fram) er að ganga hratt niður, en ekkert bólar á rýmkunum á takmörkunum á ferða- og athafnafrelsi fólks, er full ástæða fyrir almenning að rísa og mótmæla einnig hér á landi.

Eða eins og einn náungi sagði þegar hann reyndi að efna til samtaka um mótmæli nú í sumar, en með litlum árangri: "Flensan 1988 var [...] enn verri, en framreiknað m.v. höfðatölu þá hefði hún í dag drepið ca. 60 beint, og mögulega aðra 40 óbeint (vegna lungnabólgu), þ.e. 100 manns. Enginn ákvað þó að rústa hagkerfinu eða svifta fólk borgaralegum réttindum vegna þessa."


mbl.is Dauðsföll í ár langt undir meðaltali 50 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverður karakter þessi Arinbjörn!

Arinbjörn Snorrason hefur áður troðið sér fram í sviðsljósið, og oftast óumbeðinn rétt eins og nú. Nýlegasta dæmið er árás hans á fyrrverandi ríkislögreglustjóra, Harald Jóhannessen, sem ég var reyndar ekkert óánægður með!
Í ljósi þessa uppákomu nú, og frétta um að Arinbjörn hafi áður misnotað aðstöðu sína sem lögregluþjónn, er þessi karakter ekki mjög trúverðugur, sbr. þessa uppákomu: "hann nýtti sér mannafla lög­reglu, lög­reglu­bif­reiðir og tal­stöðvar­kerfi lög­reglu í eig­in þágu og gaf fyr­ir­mæli um akst­ur með for­gangs­merkj­um og lét slík­an akst­ur viðgang­ast, á leið sinni frá heim­ili sínu til Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, í einka­er­ind­um, svo hann missti ekki af flugi".
Tekið skal fram að bifreiðin, sem hann var í, ók á 185 kílómetra hraða!
Landslög gilda greinilega um alla aðra en lögregluna.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/09/16/arinbjorn_brotlegur_i_starfi_sinu/

Önnur skrautfjörður í hatti þessa formanns lögreglufélagsins í Reykjavík, já þeir hafa greinilega ekki úr betri mannskap að moða, er um framferði hans vegna mótmæla við Kárahnúkavirkjun árið 2008.
Þá reyndi hann ítrekað að aka á mótmælendur við virkjunina:
https://www.savingiceland.org/2008/04/founder-of-saving-iceland-accused-by-icelandic-police/

Greinilegt er að sterkir aðilar innan lögreglunnar sýna fyrir það fyrsta að lög landsins gilda ekki um þá sjálfa og í öðru lagi að fasístísk vinnubrögð eru viðhöfð innan hennar (með því að beita óhóflegu ofbeldi).
Vert er að benda á að Arinbjörn, og fleiri lögreglumenn, hafa aðeins neitað ásökunum um rasisma en hvað með fasismann?
Svo er það spurning hvort þessi ummæli Arinbjarnar, og víðtækur stuðningur við hann innan lögreglunnar, sé ekki uppreisn gegn yfirstjórn lögreglunnar, sbr. fordæminginu yfirlögregluþjóns almennrar deildar lögreglunnar á þessum merkjum og yfirlýsingu hans um að þau verði bönnuð. 

 


mbl.is Vill að ummæli Þórhildar fari fyrir siðanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vesalings fórnarlambið!

Allir vondir við hana - og við lögguna.

Ekkert að því að bera þessi merki, þótt þau séu yfirleitt túlkuð sem rasísk, heldur verði hver og einn "að gera upp við sig hvernig hann túlki þetta merki."

Næst gengur hún líklega með hakakrossinn og merki Ku klux klan og segir það sama. Þau séu ekki rasísk og hver og einn "verði að gera upp við sig hvernig hann túlki" þau!

Spurning hvað yfirstjórn lögreglunnar geri, banni þessi merki alfarið á lögreglubúningum eða láti sem ekkert sé. Það verður ábyggilega fróðlegt að fylgst með því!


mbl.is „Finnst þetta mjög leiðinlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rjúpnastofninn í lágmarki

Þeir eru frekir og tilætlunarsamir þessir skotveiðimenn. Heimta aukinn tímafjölda til að drepa rjúpuna þrátt fyrir að rjúpnastofninn sé í algjöru lágmarki á Norðurlandi og alveg við lágmarkið á Austurlandi. Nær væri að banna alfarið rjúpnaveiðar vegna ástandsins á stofninum en í staðinn heimta skotveiðimenn aukinn tíma til að murka lífið úr illfleygum ungfuglinum!

Þá vilja þeir aflétta friðun rjúpunnar á suðvesturhorninu, eins og kemur fram í þessari frétt. Ef farið væri að kröfu þeirra gæti útivistarfólk á svæðinu, sem er orðið fjölmargt vegna kórónuveirunnar, upplifað það að verið sé að skjóta allt í kringum það.

Reyndar er það svo að maður hefur reynt það undanfarin ár að verið sé að skjóta rjúpu á þessu svæði þó það sé stranglega bannað. Skotveiðimenn eru nefnilega ekkert heiðarlegri en aðrir landsmenn og gera það sem þeim sýnist meðan ekkert er eftirlit með því hvort farið sé eftir lögum og reglum. 

https://www.ni.is/frettir/2020/10/veidithol-rjupnastofnsins-2020


mbl.is Gagnrýna ákvörðun ráðuneytisins um að breyta ekki reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband