Færsluflokkur: Dægurmál

Þvílíkt yfirklór!

Af öllum ummerkjum að dæma var hér um enga vangá að ræða heldur einbeittan brotavilja. Það var ekki aðeins það að 40-50 manns hafi verið þarna inni þegar reglan er enn sú að aðeins 10 manns megi koma saman,  heldur einnig það að "eng­inn gest­anna hafi verið með and­lits­grímu" og "nán­ast hvergi hefðu fjar­lægðar­tak­mörk verið virt" að sögn lögreglunnar. 

Það er auðvitað stór spurning hvort listamennirnir sem þarna eru að sýna verk sín, séu ánægðir með að verið sé að halda fylleríispartý á sýningarstaðnum - eða þá með það litla eftirlit sem haft er með listaverkunum sem ég varð vitni að um daginn þegar ég skoðaði sýninguna.
Einn vel fullur náungi hefði í gærkvöldi auðveldlega getað tekið með sér svo sem eitt lítið verk eða fleiri án þess að nokkur hefði tekið eftir því.
Vona því svo sannarlega að myndlistarmenn sniðgangi þennan sýningarsal í framtíðinni.

Að lokum er hér setning ársins að mínu mati og kemur vonandi í Skaupinu (lögð í munn Bjarna Ben): "Ég vissi alltaf að þessi Ásmundarsalur myndi verða til vandræða."

 


mbl.is Ásmundarsalur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langar 15 mín - og hvað með grímuskylduna?

Já þetta er frekar klén afsökun hjá Bjarna Ben. Óheppilegt fyrir hann að á þessum litlu 15 mínútum skyldi löggan endilega þurfa að koma.
Og glöggur maður eins og hann hefði átt að sjá að ekki aðeins voru of margir staddir í þessu samkvæmi (40-50 manns þegar reglan er enn sú að aðeins 10 manns megi koma saman, sem er auðvitað margbrotin regla) heldur einnig það að "eng­inn gest­anna hafi verið með and­lits­grímu" og "nán­ast hvergi hefðu fjar­lægðar­tak­mörk verið virt" að sögn lögreglunnar.

Ég var þarna fyrir tveimur dögum að skoða sýninguna sem þarna er. Þar inni var mun meiri fjöldi en leyfilegur er, og enginn til að stjórna innkomu fólks sem er þó nær allsstaðar þar sem maður kemur, en allir voru þó með grímu. 

Svo er auðvitað stór spurning hvort listamennirnir sem þarna eru að sýna verk sín, séu ánægðir með að verið sé að halda fylleríispartý á sýningarstaðnum - eða þá með það litla eftirlit sem haft er með listaverkunum og ég varð vitni að um daginn.
Einn vel fullur náungi hefði í gærkvöldi auðveldlega getað tekið með sér svo sem eitt lítið verk eða fleiri. 
Vona því að myndlistamennirnir sniðgangi þennan sýningarsal í framtíðinni.

Að lokum er hér setning ársins og kemur vonandi í Skaupinu: "Ég vissi alltaf að þessi Ásmundarsalur myndi verða til vandræða"!


mbl.is Hefði átt að yfirgefa listasafnið strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjör steypa!

Ekki veit ég svo sem hver skrifar þessa frétt en hún er einfaldlega röng að tvennu leyti a.m.k. Fyrir það fyrsta fer Rosenborg og Hólmar Örn ekki í Evrópukeppnina heldur Vålerenga og Viðar Örn - og svo leikur Mjöndalen ekki við Álasund um sæti í efstu deild (því Álasund er löngu fallið) heldur við Sogndal úr b-deildinni.

Þá er það spurning hversu mikilvægur Jón Guðni hafi verið fyrir Brann eftir að hann kom þangað því einkunnargjöfin hjá honum hefur yfirleitt verið í lægri kantinum.
Sama má segja um Hólmar Örn. Hann hefur ekki verið í liði Þrændanna í síðustu leikjum (þar til nú), svo kannski er tími til kominn fyrir þessa miðverði okkar að fara að koma sér heim?


mbl.is Lærisveinar Jóhannesar fallnir - Hólmar í Evrópukeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið verið að rýmka

Miðað við stöðu faraldursins þessa daganna eru þetta mjög litlar tilslakanir. Sérstaklega er þessi 10 manna fjöldatakmörk undarleg og svo einnig tímalengdin á þessum nýju reglum (til 10. janúar!). Þar með eru auðvitað áramótin farin og stórfjölskyldan fær ekki að koma saman um jólin. Hvað þá að hægt sé að fara út á götur og torg til að mótmæla þessari skerðingu á lýðræðis- og félagslegum réttindum fólks. 

Þetta allt saman þrátt fyrir að faraldurinn sé næstum því úr sögunni. Síðan 6.nóvember eða í rúman mánuð hafa smitin nær aldrei farið yfir 20 á hverjum sólarhring. Frá 12. nóvember hafa nýsmitin iðulega verið undir 10. Í gær voru þau átta þrátt fyrir mjög margar skimanir, eða um 1770. Þetta eru flest sýni tekin síðan 30. nóvember (en þá voru 18 smit) og áður 6. nóv (25 smit). 
Til samanburðar má nefna að í lok október voru nýsmit um 70 á hverjum degi.

Faraldurinn er þannig að dragast mjög saman en samt er haldið áfram með hinar hörðu takmarkanir og ákveðið að láta þær gilda í meira en mánuð!
Mikið er vald þitt kona, var sagt eitt sinn af minna tilefni.

 

 


mbl.is Tilslakanir en áfram 10 manna fjöldatakmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má virkilega gagnrýna sóttvarnayfirvöld?

Manni hefur nú fundist undanfarið að það mætti alls ekki gagnrýna ákvarðanir sóttvarnayfirvalda. Þjóðin yrði að standa saman og fara í einu og öllu eftir reglum til þess að ná veirunni niður: "Við erum öll saman í þessu" og "sýnum samstöðu, stöndum saman"!
Það hefur m.a.s jaðrað við það á samfélagsmiðlunum að verið sé að hóta fólki sem hefur haft uppi efasemdir um þær hörðu aðgerðir sem eru í gangi. Það fólk væri vísvitandi að stuðla að dreifingu veirunnar og ætti skilið refsingu vegna þessa, jafnvel barsmíðar eða fangelsisvist. Hysterían er þannig algjör.

Samt er það svo að þó að faraldurinn sé samasem yfirstaðinn þá er lítið sem ekkert verið að slaka á klónni. Fólk er enn látið standa í biðröð fyrir utan verslanir svo dæmi sé tekið, þó að næstum enginn sé þar inni, í brunakulda og nú þegar veturinn er kominn af krafti og allra veðra er von. 

Síðan um síðustu mánaðarmót hafa smit aldrei farið yfir 30 á einum sólarhring, síðan 11. nóvember aldrei yfir 20 smit og síðustu fjóra daga varla farið yfir 10 smit!
Faraldurinn er þannig yfirstaðinn að mestu og því kominn tími til að opna samfélagið að nýju - og þó fyrr hefði verið.
Nægur er skaðinn samt vegna atvinnuleysis, gjaldþrota ofl. ofl.

 


mbl.is „Menn mega gagnrýna eins og þeir vilja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gummi við gamla heygarðshornið

Velur 35 leikmenn í æfingahóp en tekst samt að skilja eftir einn okkar besta leikmann nefnilega Rúnar Kárason. Rúnar er búinn að eiga gott tímabil með danska úrvalsdeildarklúbbnum Ribe, mun betri leik en Gunnar Steinn sem er þó einn af stóra hópnum. Rúnar er auk þess einn af leikjahæstu mönnum landsliðsins með 88 landsleiki og 214 skoruð mörk þrátt fyrir að hafa ekki spilað með því síðan 2018! Hann hefur og spilað með góðum árangri í sterkustu deild í heimi, þeirri þýsku, en samt er ekki pláss fyrir hann í 35 manna hópi!?
Hann hlýtur að hugsa Gumma þegjandi þörfina!


mbl.is Stóri hópur Íslands fyrir HM í Egyptalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlega stoltur af gamla liðinu?

Eftir tapið gegn Ungverjum eru auðvitað tímamót, þó svo að fyrirliði íslenska landsliðsins neiti því - og þó að hlýðum Víði sé ótrúlega stoltur af hugarfari leikmannanna! Liðið kemst ekki á EM og er auk þess fallið niður um deild í Þjóðadeildinni. Því er kominn tími á uppstokkun, bæði í landsliðshópnum og í þjálfaramálum. Í landsliðinu eru fastamenn sem hafa leikið saman til fjölda ára en ekki náð almennilegum árangri síðan 2016 eða í fjögur ár. Margir þeirra eru komnir vel á fertugsaldurinn og sumir komnir heim úr atvinnumennsku. Aðrir fá lítið að spila með félagsliðum sínum ytra þó svo að þau séu ekki í efstu deildinni.

Það má alveg nefna þessa leikmenn, lesendum til glöggvunar. Þeir eru Hannes Þór markmaður, miðverðirnir Kári Árna og Ragnar Sig, Aron Einar og Birkir Bjarnason – og svo varamennirnir Birkir Már og Ari Freyr. Birkir Bjarna er auðvitað alveg sér á blaði. Hefur mörg undanfarin ár verið að spila lítið með félagsliðum sínum en samt alltaf valinn í landsliðið og m.a.s. yfirleitt spilað leikina allt til enda. Í leiknum gegn Ungverjum var þetta átakanlegt. Maðurinn í engri leikæfingu og var gjörsamlega búinn á því í seinni hálfleiknum en var samt ekki skipt útaf!

Danir voru hins vegar að leika með vara-varaliði sínu gegn velskipuðu liði Svía og unnu frekar þægilegan sigur 2-0. Þeir voru nefnilega svo heppnir að fyrst forfölluðust margir af fasta­mönnunum, þeir sem eru að spila á Englandi, og svo kom upp veira í landsliðshópnum þannig að þeir „neyddust“ til að velja menn sem eru að spila heima og í hörkuformi. Það skilaði sér sem sé í sigri sem hefði verið óviss ef fastamennirnir, sem yfirleitt sitja á bekknum hjá félagsliðum sínum, hefðu verið með.

https://www.dr.dk/sporten/fodbold/landsholdet/afbudslandsholdet-viste-i-glimt-den-sverige-kamp-var-mere-end-bare-en

Af íslenska liðinu sem lék gegn Ungverjum, tel ég að aðeins Hörður Björgvin, Guðlaugur Victor, Rúnar Már, Gylfi Sig, Jóhann Berg og Alfreð eigi heima í nýju landsliði. Einnig varamennirnir Rúnar Alex, Sverrir Ingi, Albert Guðm og Jón Daði. Eins og sjá má þá er þetta reyndar ekki mikil endurnýjun, það næst næstum upp í heilt lið af mönnum sem hafa verið að spila með landsliðinu áður! Svo er menn í stóra hópnum sem eiga enn full erindi, eins og Hjörtur Hermanns, Hólmar Örn, Arnór Sig, Arnór Ingvi, Viðar Örn og svo ungu strákarnir í 21 árs liðinu, Mika­el og Jón Dag­ur.
Losum okkur því við gamlingjana og við þjálfarateymið! Ástandið getur ekki versnað við það.


mbl.is Förum þá bara á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirsláttur landsliðsnefndar

Landsliðsnefnd hestamanna harmar að 10 milljóna króna svindl hafi komið upp (eða komist upp?) og þykist hvergi hafa komið að vali á þessum svikula hestamanni í landsliðið!

Mál þetta er þó ekki nýuppkomið heldur féll dómur í því þegar í apríl í fyrra sem er þannig um eins og hálfs árs gamalt! Dómur Landsréttar nú er einungis staðfesting á dómi Héraðsdóms í fyrra. Landsliðsnefndin fundaði þá strax um málið en vildi ekkert gera. Bar því við að það ætti eftir að koma fyrir Landsrétt og vildi ekki vera dómari í málinu (gerandi var þannig látinn njóta "vafans" þó dómurinn þá hafi verið afdráttarlaus)! Aumlegt yfirklór þetta!!

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/04/10/landslidsnefnd_fundar_um_mal_gudmundar/

Hestamenn er reyndar ekki þekktir fyrir heiðarleika í viðskiptum með hross - og margir hrossaprangarar í þeirra hópi bæði fyrr og síðar. Eflaust muna einhverjir eftir tollsvikamálinu í sölu hrossa til Þýskalands yfir rúmum 20 árum þegar í ljós kom að hross voru seld á mun hærra verði en íslenskir söluaðilar gáfu upp í tollskýrslum.

Þetta varði félag hrossabænda þá og reyndi að koma sökinni á þriðja aðila - og þáverandi landbúnaðarráðherrann vildi auðvitað ekkert gera í málinu þó hér væri um að ræða klár skattsvik (þið megið geta hver var þá ráðherra og í hvaða flokki).


mbl.is Hegðunin í engu samræmi við kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er nú meira í hættu en bara þetta

Íslendingar eru alltaf seinastir að segja tíðindin. Danir fjölluðu um þetta fyrr í dag. Þar kom fram að dönsku leikmennirnir sem spila á Englandi lenda í sóttkví við komuna til landsins ef þeir taka þátt í leiknum gegn Íslandi en hann fer fram í Danmörku.

Það sama á auðvitað við um íslensku leikmennina en þeir eru þrír. Gylfi Sig. Jóhann Berg og Jón Daði. Þessir verða því ekki með í leiknum gegn Englandi, sama hvar hann fer fram - ef þeir verða með gegn Dönum.

Danski landsliðsþjálfarinn hefur þegar valið níu leikmenn í stað "ensku" spilaranna í vináttulandsleik við Svía nú í vikunni:

https://www.dr.dk/sporten/fodbold/landsholdet/britiske-corona-regler-saetter-svingdoer-i-gang-paa-landsholdet-ni-nye

Ætli Hamrén geri ekki fljótlega það sama, þ.e. að velja þrjá nýja menn?


mbl.is Bresk yfirvöld funda um leikinn gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýgengi smita "lækkað lítillega"?

Fjölmiðlarnir, ásamt heilbrigðisyfirvöldum, halda áfram að gera lítið úr þeirri staðreynd að mjög hafi dregið úr kórónusmitinu undanfarið og þar með úr faraldrinum. Líklega til að geta haldið fólki og samfélagi áfram í spennitreyju og/eða að kóa með stjórnvöldum (og þeim rétttrúuðu), sbr. frasann: Við erum öll í sama liði!
Staðreyndin er hins vegar sú að frá 29. október hefur dregið mjög úr nýsmitun eða úr 75 smitum í 25 ný smit. Undanfarna sjö daga, eða í heila viku, hafa ný smit verið undir 30 alla þessa daga! 

Svo er auðvitað ljóst að veiran nú er mun veikari en hún var í vor og mjög margir af þeim sem mælast jákvæðir, þ.e. með veiruna, eru einkennalausir (sem sé eru ekkert veikir)!

Er virkilega ekki kominn tími til að opna samfélagið á nýjan leik?


mbl.is 25 innanlandssmit – 80% í sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband