Færsluflokkur: Dægurmál
13.4.2020 | 09:07
20 km norðan við Dagverðareyri?
Þetta er undarlegur fréttaflutningur! Eins og Dagverðareyri, sen er bóndabær, sé einhver miðpunktur á þessu svæði. Svo er eflaust varla nema 20 km á milli Hjalteyrar og Dagverðareyrar, þannig að vélin hefur nauðlent rétt sunnan við Hjalteyri, en þar er þéttbýli, ef þessi frétt er rétt (sem ég leyfi mér að efast um).
![]() |
Nauðlentu í Eyjafirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2020 | 18:42
Hættulegar aukaverkanir
Í frétt um þetta lyf, klórókín, fyrir nokkrum dögum var sagt frá því að hætt væri að nota það á Gautaborgarsvæðinu. Nýjustu fréttir greina frá því að fleiri héraðssjúkrahús í Svíþjóð hafi hætt að nota lyfið.
Rannsóknir þær sem vitnað er til í þessari frétt eru franskar og taldar mjög hæpnar. Lesa má um það í dönsku vísindariti: https://videnskab.dk/krop-sundhed/er-klorokin-virkelig-et-mirakelmiddel-mod-coronavirus
Hér á landi eru hins vegar menn eins og sóttvarnarlæknir hlutlausir eða jafnvel jákvæðir gagnvart lyfinu. Maður spyr sig því hvort hér sé ekki verið að gera tilraunir á fólki sem fyrirtæki eins og Alvogen og skúrkur eins og forstjórinn Róbert Wessmann, viðskiptamaður ársins rétt fyrir Hrun, græða ein á.
![]() |
Malaríulyfið komið til landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2020 | 19:09
Um sóttir í gegnum söguna
Danir hafa tekið saman sóttir í gegnum tíðina:
https://www.dr.dk/nyheder/kultur/historie/300-aar-siden-kaempede-koebenhavn-mod-den-doedbringende-pest-karantaene-og
Þar er m.a. sagt frá sótt árið 1711 sem getur varla verið önnur en Stórabóla sem geisaði hér á árunum 1707-1709.
Fróðlegt væri að sjá svipaða umfjöllun um sóttir hér á landi.
![]() |
Jákvæðar fregnir frá Ítalíu og Spáni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2020 | 09:58
Harkalegar aðgerðir!
Norðmenn gera það ekki endasleppt. "Hvítliðarnir" þeirra sendir út á þjóðvegina til að reka fólk heim sem leyfir sér að aka um þá!
Nokkur umræða hefur verið á Norðurlöndunum hvort hinar harkalegu aðferðir sem Danir og Norðmenn nota skili nokkrum sérstökum árangri og geri ekki mun meiri skaða en gagn.
Svíar fullyrða það að minnsta kosti og Danir eru meira að segja farnir að huga að því að draga úr hörkunni. Við sjáum í fjölmiðlum myndir frá Svíþjóð þar sem Svíarnir sitja áhyggjulausir á útikaffihúsum og -börum, njóta sólarinnar undir blómstrandi kirkjuberjatrjám, meðan götur, stéttar og torg eru tóm annars staðar í evrópskum borgum!
Og miðað við fólksfjölda er ekki svo mikill munur á dauðsföllum í þessum löndum, eða á þeim sem eru smitaðir, á spítala eða í gjörgæslu og öndunarvél.
Hér á landi er einnig spurning hvort samkomubann og takmörkun á fjölda fólks samankomið á einum stað hafi einhvað að segja í baráttunni við veiruna. Enn sem komið er, er meirihluti þeirra sem smitast hvort sem er í sóttkví (eða yfir 50%) og samkvæmt tölum frá Íslenskri erfðagreiningu er einungis um 0,6% þjóðarinnar smituð. Það getur nú varla flokkast undir faraldur (Haraldur! Hér er of kalt ...).
Harkan á sumum sviðum virðist þannig algjörlega óþörf. Hins vegar kemur linkindin á öðrum sviðum mjög á óvart, þ.e. gagnvart sóttkvíarfólkinu. Það fær að valsa um úti í samfélaginu undir því yfirskini að það þurfi að hreyfa sig utandyra osfrv. Það þó að margsannað sé að þetta lið er það sem smitar mest. Skrýtið.
Svo eru einnig fullyrðingar þremenningateymisins um góðan árangur í baráttunni við veiruna frekar hæpnar. Svo virðist sem fjöldi smitaðra hér á landi sé með því mesta í heiminum, það er miðað við höfðatölu (þriðja mest). Ástæðan, sem borið er við, er sú að fjöldi sýna sem tekin eru hér séu mun fleiri en annars staðar í heiminum.
Það stenst varla, allavega ekki ef miðað er við Svíana. Þeir taka um 10.000 sýni á viku sem er svipað og hér á landi en samt er smitið hlutfallslega miklu minna þar en hér.
![]() |
Slegist um heimavarnafólk í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2020 | 18:53
Ragnar og Vilhjálmur í lið með græðgisliðinu
Dæmigerðir populistar. Vitna hér í það sem Símon Vestarr skrifar á Stéttabaráttunni:
"Við þurfum að snúa baki við skurðgoðinu hagvöxtur og koma okkur saman um fyrirkomulag sem hleypur ekki í kekki ef hægist á gírum neyslunnar.
Fyrirkomulag sem gengur fyrir öðru eldsneyti en græðgi og vægðarleysi. Fyrirkomulag sem á einhvern möguleika á að afstýra því sem afstýrt verður í samhengi við loftslagsbreytingar. Eitthvað í ætt við það sem á ensku er kallað degrowth og hefur verið í umræðunni síðan í upphafi áttunda áratugarins.
Við komumst ekki að neinni vitrænni niðurstöðu ef við þurfum að takmarka allar lausnir okkar við það sem eignastéttin á eftir að samþykkja. Í núverandi aðstæðum er nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að leggja áróður auðvaldsins til hliðar og tala saman eins og fullorðið fólk.
![]() |
Harmar úrsagnir úr miðstjórn ASÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2020 | 19:09
Þeir ríku gleðjast!
Góð vísa er sjaldan of oft kveðin.
Eftirfylgjandi er tekið af vef stéttarbaráttunnar (höf. Sigurður H. Einarsson). Svo er Sósíalistaflokkurinn að tapa stórfylgi á tímum stórspillingar kapitalistanna! Biluð þjóð - og lærir ekkert af Hruninu?:
"Af hverju þurfa rótgróin fyrirtæki, sem hafa skilað milljörðum í hagnað á undanförnum árum eins og útgerðin, Bláa Lónið, Icelandair, og fl. ríkisaðstoð strax á fyrstu dögum samdráttar? Þegar ég var að vinna í smiðjum hérna á árum áður, komu oft tímar, t.d. á haustin sem lítið var að gera, það gat jafnvel orðið 2 eða 3 mánuðir. Bara unnin dagvinna [...] Mála, sansa verkfæri, fara yfir lagerinn, þrífa og taka til. Verkefni sem yfirleitt sitja á hakanum í mikilli vinnu. Þetta var auðvitað mikill tekjumissir, allir misstu yfirvinnuna og tekjutap mikið þannig séð því enginn gat staðið sína plikt með því að vinna bara dagvinuna. Í þessu ástandi var engum sagt upp.
Nú bregður svo við að allir helstu milljarðamæringar Íslands vilja láta okkur skattborgarna borga fyrir sig reksturinn. Ekki ein vika skal líða í samdrætti nema að sækja um styrk hjá okkur skattborgurum.
En er ekki ástæða til að tekjutengja eða afkomutengja þessa styrki sem við þurfum að borga þessum millum? Ekki get ég sótt um félagslegt húsnæði einfaldlega [vegna þess að] ég er of tekjuhár, af hverju má þetta ekki gilda líka um fyrirtæki? Skerðingar, tekjutengingar, og fl., sem við launþegar þekkjum svo vel. Af hverju má þetta ekki líka gilda um fyrirtæki? Er ekki eðlilegt að það líði um 3 mánuðir áður en rætt er um ríkisaðstoð? Það kemur ekki til greina að taka vísitöluna úr sambandi tímabundið, en milljarðamæringarnir geta fyrirhafnarlítið sett krumluna í ríkissjóð og hirt þaðan hundruð milljóna ef ekki milljarða. Eðlilegt, réttlátt?? Nei fjandakornið."
![]() |
Efnislega eru þetta breytingar til bóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2020 | 17:53
Þjóðnýta þessi fyrirtæki!
Af vef stéttarbaráttunnar (höf. Sigurður H. Einarsson). Svo er Sósíalistaflokkurinn að tapa stórfylgi á tímum stórspillingar kapitalistanna! Biluð þjóð - og lærir ekkert af Hruninu?:
"Af hverju þurfa rótgróin fyrirtæki, sem hafa skilað milljörðum í hagnað á undanförnum árum eins og útgerðin, Bláa Lónið, Icelandair, og fl. ríkisaðstoð strax á fyrstu dögum samdráttar? Þegar ég var að vinna í smiðjum hérna á árum áður, komu oft tímar, t.d. á haustin sem lítið var að gera, það gat jafnvel orðið 2 eða 3 mánuðir. Bara unnin dagvinna [...] Mála, sansa verkfæri, fara yfir lagerinn, þrífa og taka til. Verkefni sem yfirleitt sitja á hakanum í mikilli vinnu. Þetta var auðvitað mikill tekjumissir, allir misstu yfirvinnuna og tekjutap mikið þannig séð því enginn gat staðið sína plikt með því að vinna bara dagvinuna. Í þessu ástandi var engum sagt upp.
Nú bregður svo við að allir helstu milljarðamæringar Íslands vilja láta okkur skattborgarna borga fyrir sig reksturinn. Ekki ein vika skal líða í samdrætti nema að sækja um styrk hjá okkur skattborgurum.
En er ekki ástæða til að tekjutengja eða afkomutengja þessa styrki sem við þurfum að borga þessum millum? Ekki get ég sótt um félagslegt húsnæði einfaldlega [vegna þess að] ég er of tekjuhár, af hverju má þetta ekki gilda líka um fyrirtæki? Skerðingar, tekjutengingar, og fl., sem við launþegar þekkjum svo vel. Af hverju má þetta ekki líka gilda um fyrirtæki? Er ekki eðlilegt að það líði um 3 mánuðir áður en rætt er um ríkisaðstoð? Það kemur ekki til greina að taka vísitöluna úr sambandi tímabundið, en milljarðamæringarnir geta fyrirhafnarlítið sett krumluna í ríkissjóð og hirt þaðan hundruð milljóna ef ekki milljarða. Eðlilegt, réttlátt?? Nei fjandakornið."
![]() |
Horfum í gegnum ástandið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2020 | 13:03
Freudian slip?
Þórólfur á þetta nú varla skilið þó svo að hann sé að ákveðnu marki undir áhrifum frá Kára og sænska sóttvarnalækninum um að skapa hjarðónæmi.
Þetta á auðvitað miklu betur við Tegnell hinn sænska en þar er dauðsföllum af völdum veirunnar að stórfjölga. 18 manns létust úr henni síðastliðinn sólarhring í Stokkhólmsléni einu - og fjöldi látinna í Svíþjóð er kominn yfir 60.
Sænski sóttvarnalæknirinn sagði fyrir nokkru að reynslan muni sýna hvort stefna hans væri rétt eða röng, þegar gagnrýnendur hans vildu fara að dæmi Dana með mjög ströng viðbrögð til að hefta útbreiðslu veirunnar. Í Danmörku er dauðsföllin miklu færri ...
![]() |
Röng myndbirting sökum álags á vefþjóna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2020 | 07:23
Í vesturbænum?
Hér áður fyrr var talað um að vesturbærinn væri vestan við Lækinn, þ.e. að Lækjargata skipti bænum í vestur og austur. Því var Vesturbæjarskólinn um tíma vestan við Lækjargötuna og Miðbæjarskólinn rétt austan við.
Austurbæjarskólinn er enn staðsettur við Skólavörðuholtið og Austurbær (áður Austurbæjarbíó) við Snorrabraut. Í raun var allur bærinn frá Lækjargötu að Elliðaánum kallaður austurbær hér fyrrum.
Í þessari frétt er hins vegar gert ráð fyrir að vesturbærinn nái austur að Kringlumýrarbraut. Einhvern tíma hefðu nú Hlíðarbúar brugðið við að vera kallaðir vesturbæingar (samanber erkifjendur Valsmanna, KR-inga)!
![]() |
Heitavatnslaust til 9 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2020 | 13:42
Tilviljun eða ...?
Þetta eru fyrstu gleðilegu fréttirnar af veirunni.
Það bætir eflaust geð manna þeim mun meira, því seinast í gær voru svartsýnustu spár uppfærðar úr 2000 smituðum í 6000 og að hámark smitsins yrði í lok apríl (en ekki 7.-15. eins og áður var spáð).
Eins og bent er á í fréttinni voru sýnin sem tekin voru þó mun færri en dagana á undan. Flest sýnin voru tekin 15. mars eða 545. Þann 20. mars voru þau 498, 21. mars 320 en í gær "aðeins" 183. Stökkið niður á við, úr 95 í 21 er þó meira en svo, að ástæðan sé fyrst og fremst fækkun sýnatöku.
Kannski verður þetta hjá okkur eins og í Kína. Gengur yfir á tveimur mánuðum?!
![]() |
Aðeins 21 nýtt smit síðasta sólarhringinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 3
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 464378
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar