Færsluflokkur: Dægurmál

Enn að monta sig yfir hugmyndaauðginni!

Ótrúlegt að sóttkvíarliðið skuli enn vera að monta sig yfir því hversu hugmyndaríkt það sé! Og enn furðulegra að landlæknir og almannavarnir sem slíkar hafi ekki fyrirskipað algjört útgöngubann á þetta lið.
Já, hvernig er eiginlega hægt að segja að fólk sé í sóttkví ef það er spígsporandi meðal fólks, meira að segja hlaupandi um í miðbænum með hlaupahópnum sínum þar sem sumir í honum eru ekki einu sinni í sóttkvínni (og þar af leiðandi í mikilli smithættu)?!

Svo erum það við sem eigum að halda okkur í tveggja metra fjarlægð frá þeim en þau ekki frá okkur!
Að auki má benda á að þessi tilmæli um tveggja metra fjarlægð ná til allra, ekki aðeins þeirra sem eru í sóttkví ...


mbl.is Vel merkt í sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er auðvitað bestu tilmælin!

Líklega ætti Víðir Reynisson að taka lögregluna á Suðurnesjum sér til fyrirmyndar í næstu beinu útsendingum, því þessi tilmæli slá út alla þá snilld sem Víðir hefur sagt til þessa!

Víðir átti reyndar ummæli dagsins áður, þ.e. að með því að treysta hvert öðru þá náum "við enn betri árangri við að draga úr faraldrinum."

Reyndar stóð Svandís Svavars sig einnig vel í dag þegar hún talaði um "nokkra aukningu" á smiti síðasta sólarhringinn.
Þetta tvennt síðastnefnda á auðvitað vel við þegar greining á smiti hefur náð "fordæmalausum" hæðum síðasta sólarhring.


mbl.is Biður fólk að hætta við fyrirhuguð afbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bófinn fundinn -

 - og er svo heimskur að játa á sig glæpinn.

Í leiðbeiningum landlæknis er tekið skírt fram að einstaklingur í sóttkví megi "ekki fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til". Eina undantekningin á þessu er sú að leyft er að fara í gönguferðir (og auðvitað á mjög fáförnum stöðum), eins brýnt og það nú er! 
Þetta er auðvitað margbrotið, svo sjálfgefið er að alveg verði tekið fyrir þetta, eða svo hélt maður.
En ónei, ekki! Það má ekki stoppa ferðafrelsi skíðaferðauppannna sem breiddu út veiruna, heldur er frekar í umræðunni að leggja á algjört útgöngubann fyrir þjóðina í heild (nema kannski fyrir uppanna í sóttkvínni?).

Og Marta smarta er svo siðlaus að hún sér ekkert athugavert við þetta framferði okurbúllunnar Erlingsen fyrir sóttargemlingana.

https://www.mbl.is/smartland/heilsa/2020/03/22/serstok_sottkviarvesti_rjuka_ut_i_ellingsen/


mbl.is Sérstök sóttkvíarvesti rjúka út í Ellingsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórólfur í afneitun

Hann neitar að horfast í augu við það að stjórnvöld séu að missa veiruna úr böndunum. Það þrátt fyrir að 30% sýna sem tekin voru á Landspítalanum í gær hafi greinst jákvæð. Og smitkúrfan verður sífellt brattari. 95 smit á síðasta sólarhring og 318 síðustu fjóra daga!
Ísland sker sig úr meðal þjóða miðað við smit á höfðatölu. Meira að segja áróðursmeistari ESB á Íslandi sér sinn kost vænstan að forða sér úr landi!

Nú hafa 124 lönd lokað öllum skólum hjá sér en Þórólfur berst enn við að halda leik- og grunnskólum opnum. Rökin er þó harla léttvæg, það er til þess að heilbrigðisstarfsfólk og lögreglan geti sinnt starfi sínu.
Ætli það sé ekki hægt að leysa slík vandamál auðveldlega! Hafa einhverja leikskóla opna fyrir fyrrnefnda hópinn en löggan getur auðvitað átt sig því hún sést hvort sem er aldrei. Grunnskólakrakkarnir ættu að geta séð um sig sjálfir eða þá að eldri systkini hjálpi þeim yngri og svo auðvitað afar og ömmur o.s.frv.
Að minnsta kosti líta yfirvöld í 124 löndum ekki á að það sé neitt vandamál.


mbl.is „Útgöngubann ekki á teikniborðinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að bjóða upp á ókeypis heimferðir?

Þessi ráðherraómynd virðist ekki vita sitt rjúkandi ráð. Hann hefur hingað til ekki viljað koma til móts við ferðafólkið, hvorki með því að setja á ferðabann svo fólkið sem fór síðast út, færi ekki og fengi ferðirnar endurgreiddar, né að bjóðast til að kosta ferðir fólks heim, fólks sem hefur þurft að borga yfir 80 þúsund krónur aukalega fyrir að flýta heimferðinni!

Þetta væntanlega til að þjóna ferðaskrifstofunum og Icelandair, sem í raun hefðu ekki þurft - og þurfa ekki - að tapa neinu á slíkum ráðstöfunum þar sem hluti af ráðstöfunarpakka ríkisstjórarinnar (upp á 230 milljarða!!!!) færi í bæta þeim upp tapið.

En kannski fá þessi fyrirtæki hvort sem er vænan hluta af pakkanum en almenningur látinn blæða eins og venjulega. Hagur fyrirtækjanna er nefnilega í reynd ekki einnig hagur fólksins.


mbl.is Flugleiðir til landsins gætu lokast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Systir Kristjáns Möller!

Nokkuð skondið hvernig sama lið er alltaf valið í stjórnunarstöður. Genin svona góð eða klíkuskapurinn svona sterkur? Kannski bara einfaldlega pólitík?

Og fjölmiðlarnir spila með, sbr þessi skrif um Víði, Þórólf og Ölmu: "Ber öll­um sam­an um að þar sé á ferð afar gott tríó sem svar­ar öllu vel og af yf­ir­veg­un"!

Minni á orð Gunnars Smára um elítuna, að það sé inngróið í sig að vantreysta "þessu samkomulagi og hvað er boðlegt og hvað ekki, hver fær að vera með og hverjum er haldið úti. Og niðri."

 


mbl.is Far­ald­ur­inn er á fleygi­ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný Hrunstjórn

Meðal boðaðra ráðstafana ríkisstjórnarinnar er lækkun bankaskatts - ofan á afnám bindiskyldunnar og sveiflujöfnunarsaukans þannig að bankarnir mega nú haga sér eins og þeim sýnist.
Þetta þýðir ekkert nema aukna neyslu í erfiðu ástandi – og áframhaldandi offjárfestingu í hótel- og íbúðabyggingum.
Auk þess á að auka innflutning með niðurfellingu tollafgreiðslugjalda í meira en eitt og hálft ár, þ.e. löngu eftir að kórónuveirukrísan er afstaðin – og að auki frestun á greiðslu aðflutningsgjalda!

Allt samkvæmt óskalista heildsalanna og peningaaflanna og kemur engum til góða nema þeim einum. Og allt þetta eykur kerfisáhættu, leiðir til lítillar áhættuvitundar og alltof auðveldu aðgengi fjármálafyrirtækjanna að fjármagni, rétt eins og gerðist í Hruninu.
Hætt er því við aukinni skuldsetningu og hækkun fasteignaverðs með þessum ráðstöfunum. Þær eru þannig greið leið til fjölda gjaldþrota, þvert gegn því sem ríkisstjórnin segist ætla að gera með þessu!
Þetta þýðir jafnframt algjört skipbrot kratismans. Fyrst með fyrri Hrunstjórninni þar sem Samfylkingin gerðist leppur íhaldsins og nýfrjálshyggjunnar - og nú með leppun Vinstri grænna.
Jafnaðarmennskan er þannig ekki lengur vinstri stefna heldur mið-hægri stefna sem hefur gert gamla slagorð íhaldsins að sínu: Stétt með stétt.
Hagur fyrirtækjanna er hagur fólksins! 


mbl.is Viðspyrna fyrir Ísland - aðgerðir stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með almenning og lítil fyrirtæki?

Danir leggja mikla áherslu á að koma til móts við smáfyrirtæki og hjálpa þeim alveg sérstaklega til að komast yfir þá erfiðleika sem veiran skapar hjá þeim.

Hér hafa þau alls ekki verið nefnd á nafn, heldur hefur fjármálaráðherrann ýjað að því að einungis "lífvænleg" fyrirtæki fái fyrirgreiðslu.
Enda segir í þessari frétt að þau fyrir­tæki verði "und­an­skil­in ef rekstr­ar­erfiðleik­ar eru ekki til­komn­ir" vegna veirunnar og "hvort skuld­setn­ing sé til­kom­in vegna annarra þátta en rekstr­ar." Hætt er við að vina- og flokkspólitík verði ofarlega í því mati og lobbýisminn verði þá allsráðandi (svona endurtekning á Hruninu).

Þá er ljóst að almenningur fær lítið að njóta vaxtalækkanna Seðlabankans. Stóru bankarnir lækka útlánsvextina mjög lítið og lífeyrissjóðirnir ekki neitt! Húsnæðislán almennings lækka því samasem ekkert.
Eina ljósglætan er frumvarp félagsmálaráðherra um bætur til þeirra sem missa atvinnuna eða þurfa að draga úr starfshlutfalli.
Sérkennilegt er að það þurfi Framsóknarmann til að huga að almenningi, ekki síst í ljósi þess að forsætisráðherrann er úr flokki sem hingað til hefur kynnt sig sem flokk hins vinnandi manns. 


mbl.is Fyrirtæki munu fá greiðsluskjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera í sigurliðinu

Las viðtal við Gunnar Smára Egisson um erfiða æsku hans. Þar segir hann m.a. að það sé inngróið í sig að vantreysta "þessu samkomulagi og hvað er boðlegt og hvað ekki, hver fær að vera með og hverjum er haldið úti. Og niðri."

Blessaður forseti vor er greinilega í hinu liðinu. 


mbl.is Ávarpa starfslið Landspítala frá Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að taka ábyrgðina á sig!?

Víðir Reynisson, helsti vásérfræðingur okkar til margra ára, sagðist taka á sig (og þeirra í sóttvarnarliðinu) ábyrgðina á útbreiðslu veirunnar í Eyjum með því að leyfa bikarúrslitakeppnina í handbolta fyrir um hálfum mánuð,i þegar í ljós var komið að fólk hér á landi hafði smitast af kórónuveirunni og meira en vika síðan fyrsta smitið uppgötvaðist. 
Svo komu rétt í þessu fréttir af því að bændakór, sem hafði farið til Póllands á kóramót en þurfti í skyndi að aka til Þýskalands til að forðast að lokast inni í Póllandi, fékk að sleppa við sóttkví þegar það kom heim - allt í boði landlæknis og Almannavarna, þrátt fyrir settar reglur um sóttkví fólks sem kæmi frá Þýskalandi.
Það fylgir svo fréttinni að þessir bændur hafi haft vit fyrir sóttvarnarliðinu og farið í sjálfskipaða sóttkví. 
Já, það er spurning um frammistöðu landlæknis, sóttvarnarlæknis og Almannavarna - og hvort þetta lið þurfi ekki að fara að segja af sér - já eða sjálf ríkisstjórnin ef það er hún sem hefur gefið þessa línu.

https://www.visir.is/g/202023341d/lygilegur-land-flotti-song-elskra-sveita-manna-endadi-i-sjalf-skipadri-sott-kvi

 


mbl.is Hjarðónæmisaðferðin sætir gagnrýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 464378

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband