Færsluflokkur: Dægurmál

Ekki nema von

Greinilegt er að lin viðbrögð stjórnvalda allt frá byrjun fyrsta smitsins í lok febrúar, eiga mesta sök á þessari hröðu útbreiðslu veirunnar. 

Bikarúrslitahelgin í handbolta um 10. mars var haldin þrátt fyrir að smit hafi greinst daglega undanfarinn hálfan mánuðinn eða svo. Þetta bitnar verst á Vestmannaeyingum sem fjölmenntu á úrslitaleikinn - eins og smitin þar sýna.

Þá eru margendurteknar fréttir af brotum á sóttkví, brot sem náðust svo á myndum sem birtust á mbl.is í gærkvöldi.
Það má benda á að brot á sóttkví getur varðað allt að sex ára fangelsi. Ég þori að veðja að þeir sem voru staðnir þarna að verki (og merktu sig sérstaklega sem sóttkvíarlið) fái ekki einu sinni tiltal vegna þessa.

Svo er auðvitað spurning hver geri svona vesti með sóttkvíarviðvöruninni. Þeir hljóta að vera illa klikkaðir.
Og ef þetta á að vera brandari, þá er húmorinn meira en lítið sjúklegur.


mbl.is 409 smitaðir af kórónuveirunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að aðrir haldi sig í fjarlægð?

Þetta er nú kostuleg frétt!

Í leiðbeiningum landlæknis er tekið skírt fram að einstaklingur í sóttkví megi "ekki fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til". 

Að vísu eru til undantekningar á þessu svo sem fara í gönguferðir, en það er sá í sóttkvínni, sem verður að halda sig í "a.m.k. 2 m fjarlægð frá öðrum vegfarendum."

Ljóst er á myndinni að þetta sóttkvíarlið gætir þess alls ekki heldur hleypur framhjá grunlausum vegfarandanum fast upp við hlið hans svo hann getur á engan hátt varast þessa nálægð.
Svo eru það hinir í hlaupahópnum. Þeir gæta ekki heldur þessara fjarlægðarmarka við þá sem eru í sóttkvínni. 
Svo má reyndar nefna það að í leiðbeiningum segir aðeins að þeir sem eru í sóttkví megi fara í göngutúra (líklega á fáförnum stöðum) en ekkert um skokk niðri í miðbæ!
Sjálfhverfa þessa liðs er þannig átakanleg. Að vera sjálft í formi skiptir öllu máli en hagur annarra eflaust alls engu.

Svo er eftirlitið greinilega ekkert með því að sóttkvíin sé haldin, enda hafa upparnir ("þetta efnilega unga fólk sem erfa mun landið") hingað til notið forréttinda sem allur almenningur nýtur alls ekki: "Við treystum fólki, það er almannavarnir"!

 


mbl.is „Sóttkví - 2 metrar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útgöngubann?

Nú ganga þær sögur úr mörgum áttum að útgöngubann sé yfirvofandi.

Kannski ekki skrítið vegna þessarar miklu aukningar á greindum smitum. 

Smit hafa greinst hér á landi frá 27. febrúar, fyrst fá á hverjum degi en fóru svo fjölgandi frá og með 9.-11. mars (9, 14, 24). Stórt stökk kom 13. mars (aftur 24 smit) og eftir það. Reyndar hafði þá greiningum fjölgað. Síðustu tvo daga eða frá og með 17. mars fjölgaði greindum smitum mjög mikið (46, 66). 

https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar

Þetta hlýtur að kalla á einhverja endurskoðun hjá stjórnvöldum, í það minnsta bann við komu ferðamanna til landsins, sem er auðvitað löngu tímabært. Einnig bann við ferðalögum Íslendinga til útlanda. Það hafa m.a.s. Svíar gert, sem við höfum þó fylgt fram að þessu (í því að gera sem minnst).
Þetta er a.m.k. miklu skárra en að setja á útgöngubann.


mbl.is 80 ný smit af kórónuveirunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harkalegar aðgerðir - á sumum sviðum

Á meðan íslensk stjórnvöld þrjóskast við að loka landamærunum og hlífa þannig Icelandair, ferðaskrifstofum og hóteleigendum við að endurgreiða útlagðan kostnað fólks sem ekki getur nýtt sér áður borgaðar ferðir og gistingu, er harkan á öðrum sviðum mikil.

Gott dæmi um þetta er það sem Birgir Guðjónsson bendir á, en hann er jú enginn leikmaður í þessu sambandi (læknisfræðiprófessor).

Hann vill einnig meina að miklu meira sé gert úr þessum veirufaraldri en ástæða er til.

Það má nefna nokkrar tölur í því sambandi sem styðja þessa skoðun hans.

Í Noregi hafa sex(?) látist af völdum veirunnar, þ.e. sem voru sýktir af henni. Meðalaldur þeirra er 89 ár. Árlega deyja 900 manns úr inflúensu í landinu.

Sex eru látnir í Danmörku, allt eldra fólk sem var með undirliggjandi sjúkdóma. Að meðaltali látast um 1100 manns úr inflúensu þar í landi.

10 eru látnir í Svíþjóð. Þar eru heimsóknir á sjúkrahús og hjúkrunarheimili ekki bannaðar, heldur aðeins takmarkaðar (ekki-nauðsynlegar heimsóknir).
Í öðru landi í Skandinavíu (man ekki hvar) er nánustu aðstandendum leyft að heimsækja eldra fólkið, svo sem makar og börn. Hér er þannig gengið mun lengra en í nágrannalöndunum.

Það bárust sjokkerandi tölur frá Ítalíu í gær um að 475 smitaðir einstaklingar hafi látist á einum degi. Alls hafa þar látist 2978 manns sem greindir hafa verið með veiruna. Ef litið er til íbúafjölda á Ítalíu er þetta í raun ekki háar tölur.

Auk þess kemur sjaldan fram hversu margir deyja af öðrum sjúkdómum, hvorki daglega eða yfir svipað langt tímabil sem veikin hefur geisað.

8.810 hafa látist á heimsvísu, 218.824 smitast. Þetta geta heldur ekki talist háar tölur.

Hér á landi hefur ekki verið gefið upp, svo ég viti, hve margir deyja hér árlega af inflúensu. Kannski er ekki til statistík yfir það, sem er ámælisvert, því slíkar upplýsingar liggja fyrir á hinum Norðurlöndunum.

 


mbl.is Ákvörðun sem stenst ekki skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi gaur er illa spilltur!

Því ber að taka varlega allt sem hann segir, ekki síst þegar hann fagnar einhverju þá er ástæða til að búast við öllu illu.

Hann var einmitt sá sem neitaði, sem málsvari ferða"þjónustunnar", að endurgreiða bandarískum ferðamönnum hótelgistinu, sem ekkert varð af, í því skjólinu að innlend stjórnvöld hafa ekki enn takmarkað ferðir til Íslands, sjá forsíðu Fréttablaðsins í gær.
Þetta þrátt fyrir að Kaninn sé búinn að loka túristaferðum til og frá landi sínu þannig að samkvæmt öllum sanngirnisreglum - og eflaust einnig alþjóðalögum - er sjálfsagt og eðlilegt að endurgreiða fólki þessar ferðir sem það kemst ekki í vegna ferðabannsins.


mbl.is Sannfærandi hjá Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlafulltrúi fjármagnsaflanna?

Katrín Jakobs talar að vísu um fók og fyrirtæki en það er hagur fyrirtækjanna sem henni er efst í huga, eins og kemur fram í þessari frétt.
Enda miðast nær allar opinberar ráðstafanir, ekki síst síðasta útspil Seðlabankans, að því að færa sífellt meira fé til peningaaflanna.

Í Danmörku er unnið eftir allt öðrum  nótum. Þar er almenningur, launþegarnir, í fyrirrúmi - síðan koma fyrirtækin.  

Þetta gerist víðar. Í Frakklandi er skortsala t.d. bönnuð, þ.e. er brask með hlutabréf sem eru að snarlækka í verði, en ekkert heyrist frá Seðlabankanum/Fjármálaeftirlitinu um að það standi til.

Svo seldi Seðlabankinn fyrir skömmu gjaldeyri fyrir átta milljarða króna, rétt eins og gert var fyrir Hrun, á meðan að yfirstjórn lífeyrissjóðanna hvetur einstaka lífeyrisjóði til að fresta fjárfestinum í útlöndum til að stöðva fjársteymi út úr landinu. Hver höndin uppámóti annarri?


mbl.is Þarf að fleyta fólki og fyrirtækjum yfir skaflinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi utanríkisráðherra!

Enn er Guðlaugur Þór að reyna að slá sig til riddara með því að telja fólki trú um að hann sé að verja hagsmundi landsmanna. Sannleikurinn er hins vegar sá að hann er fyrst og fremst að verja ferðaþjónustuna og Icelandair með þessu.
Þrátt fyrir að Kaninn sé búinn að loka túristaferðum til og frá landi sínu, neita íslensk ferðaþjónustufyrirtæki að endurgreiða bandarískum ferðamönnum hótelgistinu í því skjólinu að innlend stjórnvöld hafa ekki enn takmarkað ferðir til Íslands (sjá forsíðu Fréttablaðsins í dag).
Sama gera íslenskar ferðaskrifstofur hvað Evrópuferðir varðar. Nú var ESB að lýsa yfir ferðabanni milli Evrópusambandslandanna en samt neita ferðaskrifstofurnar að endurgreiða fólki fargjaldið, sem kemst ekki utan vegna þessa banns. Þetta er auðvitað kolólöglegt en þær skáka í því skjólinu að stjórnvöld hér hafa ekki sett bann á utanlandsferðir íslenskra túrista. 

Þetta framferði og þessi tregða ríkisstjórnarinnar við að loka landinu er þeim mun átakanlegri sem sífellt fleiri lönd gera það. Hún segist gera þetta til að vernda ferðamannabransann en Danir og Svíar bregðast öðruvísi við. Þarlend stjórnvöld hafa ákveðið að veita SAS styrk upp á  hátt í 40 milljarða til að bæta upp tekjutap flugfélagsins vegna veirunnar.

Hér á landi er hins vegar enn verið að bíða eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar, sem voru reyndar boðaðar fyrir viku eða svo. Hvað dvelur hana? Óeining innan hennar, eða bara hægagangur í íhaldinu sem öllu ræður í stjórninni um þessar mundir? 

Já, mikill munur er á forsætisráðherrum Íslands og Danmerkur. Á meðan Mette Fredriksen skerpir enn á reglum til að draga úr útbreiðslu veirunnar og virðist taka sér mjög mikið vald til þess, virkar Kata litla eins og blaðafulltrúi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins en ekki sem leiðtogi stjórnarinnar.

Einnig virðast sóttvarna- og landlæknir frekar vera í pólitískum leik þessa daganna en vísindalegum. Gera lítið sem ekkert og segja ástandið hér mun betra en ytra, þrátt fyrir að smitið hér á landi er það þriðja mesta í heiminum!
Hvers á eiginlega íslenskur almenningur að gjalda? Verðskuldar hann virkilega svona stjórnendur - og svona fyrirtæki?


mbl.is Átti góð samskipti við Pompeo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og eru samtímis enn að selja flugferðir til Kanarí!

Þetta er ótrúlega ósvífin fyrirtæki sem telja sig komast upp með hvað sem er. Þau eru enn að selja ferðir á þessa staði og fólk fær ekki endurgreitt sem afpantar þessar ferðir.

Sjá viðtal við eina mannsekju vegna þessa hér: https://www.visir.is/g/202020511d?fb_comment_id=2519424574829441_2519457131492852&comment_id=2519457131492852

Samt eru lögin skír hvað þetta varðar: „Skipuleggjandi eða smásali á ekki rétt á greiðslu þóknunar af hendi ferðamanns ef afpöntun er vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna sem hafa veruleg áhrif á framkvæmd pakkaferðar eða flutning farþega til ákvörðunarstaðar.“

Heinsferðir hafa svo eigin reglur um þetta sem fyrirtækið svo þverbrýtur: "Farþega er ávallt heimilt að afturkalla bókun vegna stríðsaðgerða, lífshættulegra smitsjúkdóma eða annarra hliðstæðra tilvika sem hafa afgerandi áhrif á framkvæmd ferðar þegar 14 dagar eða færri eru til brottfarar hafi stjórnvöld gefið út ferðaviðvaranir á svæðum sem ferð tekur til. Í slíkum tilvikum ber ferðaskrifstofu að endurgreiða allt fargjaldið að frádregnu staðfestingargjaldi."

Í kommentakerfinu kemur fram skýringin á þögn stjórnvalda, aðallega dóms- og útanríkisráðherrana því málið er á þeirra borði, þ.e. að þau vilja hvorki gefa út viðvaranir né loka landinu því þá verða ferðaþjónustufyrirtækin að endurgreiða ferðir.

Og svo er það auðvitað verðið á heimferðinni, sem er 80.000 kr. aukalega. Ekki gefinn kostur á að láta áður borgaðan miða heim ganga upp í verðið!

Já, ríkisstjórnin er með því að grípa ekki inn í svona framkomu, rétt eins og þau trössuðu fyrir Hrun, einungis að hugsa um að verja peningaöflin en gefa skít í almenning.


mbl.is Loftbrú frá Kanarí og Tenerife á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar takmarkanir hjá íslenskum stjórnvöldum!

Ótrúlegt til þess að vita að ferðaskrifstofur og Icelandair halda enn fast við ferðir á háhættusvæði í Evrópu og óskiljanlegt að íslensk stjórnvöld hafi ekki komið í veg fyrir þessar ferðir eða sett reglur um endurgreiðslu til þeirra farþega sem afbóka ferðirnar. 

Þessi tilmæli frá ESB hafa örugglega lítið að segja en vonir standa þó til að Evrópusambandið banni með öllu ónauðsynleg ferðalög til ESB-landanna og leysi þannig aumingjaskap sumra þjóða undan skömminni.

Þá er enn ekkert að frétta af stuðningi íslenskra stjórnvalda til þess fólks sem hefur afbókað ferðir til háhættusvæða eða hefur hugsað sér að gera það, né til þeirra sem hafa flýtt heimkomunni vegna útgöngubannsins í þeim löndum sem það dvelur í - og þarf svo að borga fúlgur fjár til að komast fyrr heim.

Svíarnir ganga hins vegar strax í málið og gefa það út að ef fólki er ráðlagt frá að ferðast til ákveðinna landa, er flugfélögum og ferðaskrifstofum skylt að endurgreiða þeim útlagðan kostnað ef það hættir við ferðina:
https://www.svt.se/nyheter/inrikes/det-har-galler-om-du-bokat-en-resa-1


mbl.is Leggur til takmarkanir á ferðum til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að reyna að græða á tilmælum stjórnvalda

Icelandair er svo rausnarlegt að bjóða ferðalöngum á Spáni upp á að flýta heimferð sinni, að gefnum tilmælum stjórnvalda hér heima, með því að fljúga heim annað kvöld. Og prísinn er "aðeins" 80.000 kr. fyrir heimferðina!

Bjóði aðrir betur!

https://www.vb.is/frettir/18-flugferdum-um-leifsstod-aflyst-i-dag/160617/


mbl.is Staðfest smit orðin 174
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.8.): 10
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 464385

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband