Færsluflokkur: Dægurmál
15.3.2020 | 17:53
Einbeittur brotavilji
Meðan sóttvarnarlæknir og stjórnvöld gera talsvert til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar heldur ferðaskrifstofan Vita (og Icelandair) að auglýsa ferðir til Spánar (lands í algjörri sóttkví), nú síðast með því að "bregða á leik" og gefa eina(!) ferð á hááhættusvæðin!
Þvílík ósvífni, græðgi og einbeittur brotavilji - og fjölmiðlarnir skammast sín ekki fyrir að segja gagnrýnislaust frá þessum farsa - og í raun að auglýsa þetta fyrir þá samviskulausu með að birta þessa "auglýsingu":
https://www.visir.is/g/2020200309179/vita-bregdur-a-leik-og-gefur-ferd-fyrir-tvo-til-kanari
![]() |
163 tilfelli kórónuveirunnar greind |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2020 | 12:51
Enn flogið á Spán þrátt fyrir útgáfubann þar
Þau er ótrúlegt að vita til þess að ferðaskrifstofan Vita er enn með ferðir til Spánar (Kanaríeyja) þrátt fyrir útgáfubannið þar í landi.
Ástæðan ætti að vera augljós. Ef ferðaskrifstofan felldi þessar ferðir niður þyrfti hún að endurgreiða fólki ferðirnar en með þessu móti kemst hún hjá því. Já, fégræðgin ríður ekki við einteyming á þeim bænum.
Ferðafólkið, sem skiljanlega hefur lítinn áhuga á að fara utan til þess eins að hanga inni á hótelherbergjum vegna útgöngubannsins og afpantar því ferðirnar, þarf þannig að bera sjálft kostnaðinn.
Ef það væri einhver dugur í íslenskum stjórnvöldum væru þau búin að loka fyrir þessar ferðir og hefðu þegar gefið út tilkynningar um hvernig fólki (og fyrirtækjum) væri bætt þetta tap upp. Ónei, í staðinn er engin takmörk á ferðalögum á helstu hættusvæðin, heldur fólk sett í sóttkví þegar það kemur heim!
Mætti maður þá heldur biðja um pólitískar aðgerðir hér heima rétt eins og gert er í Danmörku, Noregi og víðar?
https://www.ruv.is/frett/ferdir-til-og-fra-kanarieyjum-a-aaetlun
![]() |
Útgöngubann á Spáni og hluta Frakklands lokað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2020 | 20:53
Þessi utanríkisráðherra er algjör auli!
Þykist vera voða kaldur kall, heimtar fund með kollega sínum í stærsta veldinu í heiminum og þykist ætla að skamma hann fyrir að loka á samskiptin við litla Ísland!
Auðvitað fær hann engan fund, ekki einu sinni símafund.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi gaur skítur á sig í beinni útsendingu.
Ég minnist t.d. samskipta hans við utanríkisráðherra Svíþjóðar þar sem hann tók utan um hana - og hún leit greinilega á það sem kynferðislegt áreiti.
Við þurfum greinilega að losna við hann áður en hann gerir Ísland að enn meira athlægi í augum heimsins.
![]() |
Fundi Guðlaugs og Pompeos aflýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2020 | 11:44
Það er nú spilað í fleiri löndum
Enn fara fram leikir í Rússlandi og Ungverjalandi, heilar umferðir reyndar, og eitthvað er einnig leikið í Póllandi.
Svo má auðvitað benda á að síðast í gærkvöldi fóru tveir leikir fram í körfubolta hér á landi, svo það er óþarfi að vera að hneykslast á Tyrkjum.
Nær væri að beina sjónum okkar að okkur sjálfum. Á ekki meistaradeildin í hestaíþróttum að fara fram núna um helgina?
![]() |
Lagt af stað í leik þrátt fyrir kórónuveiruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2020 | 20:38
Hömstrum eins og hægt er!
Það vantar klósettpappír víða: Ahttps://www.facebook.com/ingvarjoel.ingvarsson/posts/10213428942876576
![]() |
Gott að kaupa í matinn utan álagstíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2020 | 18:56
Hægri kratinn að sýna hversu harðir kratarnir geta verið!
Það er ótrúlegt hvað jafnaðarmenn í Danmörku eru grófir í aðgerðum sínum, "til að vernda þegnana". Þeir vilja greinilega sýna að kratar geti verið eins harðir og hægri flokkarnir í valdníðslunni.
Dönsk stjórnvöld ganga einna lengst í Evrópu ásamt hægri stjórninni í Noregi og í Tékklandi. Þó er útbreiðsla veirunnar tiltölulega lítil í Danmörku svo spurning er hvort það sé nokkur ástæða að láta svona.
Svo er það einn góður í lokin: "Hér áður fyrr hóstaði fólk til að fela að það prumpaði. Nú prumpar fólk til að fela hóstið."
![]() |
Danir loka landamærum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2020 | 11:58
Kynlíf bannað?
Athyglisverður þessi fréttamannafundur. Ummæli sóttvarnalæknis vakti sérstaklega athygli mína (ekki það að þau fyrirmæli hafi mikil áhrif á líf mitt!) en það var þetta að "fólk sé ekki í nánum samskiptum". Að vísu kom ekki fram hversu nánum hann átti við en líklega er kynlíf nánustu samskipti milli fólks - og að hann hafi verið að ráða fólk frá slíku!
Spurning hins vegar hvort Þórólfur og þau fleiri þarna af fyrirfólkinu (og fréttamönnunum, málpípum stjórnvalda) fari eftir þessum og öðrum ráðleggingum (eða fyrirskipunum?), því í viðtölum við toppfólkið stóðu fréttamenn mjög nálægt viðmælendum sínum. Þetta þrátt fyrir yfirlýsingar Sótta um að fjarlægðir milli fólks ætti að vera minnst tveir metrar (svo auðvitað útilokar kynlíf með öllu svo það sé tekið fram!). Minnir talvert á einn toppmanninn ytra (Frakka?) sem ráðlagði fólki að heilast ekki með handabandi en tók svo, þegar að því mæltu, sjálfur í höndina á næsta manni!
Já æðstuprestarnir vísa veginn en fara hann ekki sjálfir.
En að öllu gamni slepptu er greinilega að lögregluríki er að komast á um nær allan heim. Þetta hefur eflaust verið lengi í undirbúningi en nú er gripið tækifærið, þegar smá veirusótt kemur upp, sem ekki hefur valdið neinu mannslífi hér á landi, til að ráðskast með líf fólks og daglegt atferli. Hvað næst. Næsti flensufaraldur?
![]() |
Samkomubann á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2020 | 08:34
Fjármunir fluttir frá almenningi til þeirra ríku
Yfirlýsing frá Sósíalistaflokknum:
Framkvæmdastjórn, félagastjórn og málefnastjórn Sósíalistaflokksins Íslands krefjast þess að ríkisstjórn og Alþingi grípi strax til aðgerða til að fyrirbyggja að sagan frá 2008 endurtaki sig, þegar almenningur tók á sig öll áföll vegna þeirra manngerðu hörmunga sem þá gengu yfir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf.
Þau auðvaldsöfl sem standa að baki ríkisstjórninni vilja nota yfirstandandi og fyrirsjáanleg áföll til að flytja fé, eignir og vald frá almenningi til hinna fáu ríku og valdamiklu, fella niður skatta á fyrirtæki og fjármagn, renna ríkisábyrgð undir skuldir einkafyrirtækja, styðja stærri fyrirtæki til að hirða upp þau minni og ýta með öðrum hætti undir samþjöppun valds og auðs.
Sósíalistaflokkur Íslands hafnar slíkum aðgerðum og krefst þess að Alþingi, og sú ríkisstjórn sem það hefur myndað, vinni fyrst og síðast út frá hagsmunum almennings, sem veitir þinginu umboð sitt.
![]() |
Frumvarp sem mun gagnast Icelandair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2020 | 13:00
Að blása aftur til bólu í ferðamannabransanum
Tek undir með Sólveigu Önnu um að með þessum ráðstöfunun stjórnvalda og Seðlabankans sé verið að blása enn á ný til bólu í ferðamannabransanum (eins og hún sé ekki nóg fyrir).
Mér finnst það grafalvarlegt að ætlunin hjá hægri stjórninni sé að draga úr álögum á fyrirtæki, setja meiri pening í bankana og auka lánstreymi til "lífvænlegra" fjármálafyrirtækja sem "eiga framtíðina fyrir sér" eins Bjarni Ben er að boða (hver metur það, fjármálaráðherrann og/eða einhverjir í stuttbuxnadeildinni hjá Sjöllunum, sem er auðvitað bein ávísun á spillingu?).
Ekkert er gert fyrir launafólk sem er að missa vinnuna (skattar ekki lækkaðir á þeim eða skatt-framtalsfresturinn framlengdur eins og er verið að gera fyrir fyrirtækin, atvinnuleysisbætur ekki hækkaðar osfrv.), ekkert gert fyrir fyrirtækin, félögin og skemmtikraftana sem eru að tapa stórum upphæðum þessa daganna vegna þess að samkomum er aflýst osfrv. osfrv.
Vaxtalækkun Seðlabankans er einnig grafalvarlegt mál og fyrst og fremst hugsuð fyrir braskarana sem þurfa endilega á auknum lánum að halda til að halda áfram að offjárfesta (það gengur jú svo illa hjá þeim að selja draslið sem þeir eru enn á fullu að byggja).
Ég hef verið að lesa norrænu fjölmiðlana en þar kemur fram að viðbrögð stjórnvalda þar eru allt önnur en hér. Danir t.d. ætla að borga þeim bætur sem hafa þurft að aflýsa samkomum.
Þar er sem sé verið að styðja við þá sem eru að tapa háum fjárhæðum núna vegna veirunnar en ekki verið að hygla einhverjum gæðingum í framtíðinni eins og Bjarni er að boða - og Kata litla styður heilshugar.
Já, þetta eru grafalvarlegar ráðstafanir og almenningur látinn blæða að venju.
https://www.ruv.is/frett/segir-adgerdapakkann-ekki-tryggja-rettindi-verkafolks
![]() |
Við höfum aldrei verið eins vel undirbúin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2020 | 01:29
Farsi eða fasismi?
Þessar kórónuveirufréttir eru að verða algjör farsi - eða hryllingsmynd.
Hvað liggur eiginlega að baki, undirbúningur að fasistískum stjórnarháttum þar sem stjórnvöld geta hagað sér eins og þeim sýnist undir því yfirskyni að þau séu að vernda almenning?
Hvað ætli margir deyi úr inflúensu hér á landi árlega?
294 dáið úr inflúensu í Danmörku þennan veturinn en enginn úr kórónuveirunni!:
https://www.dr.dk/nyheder/indland/almindelig-vinterinfluenza-har-kostet-knap-300-danskere-livet-i-aar
![]() |
81 smit staðfest á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 12
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 464387
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar