Færsluflokkur: Dægurmál
11.3.2020 | 01:29
Farsi eða fasismi?
Þessar kórónuveirufréttir eru að verða algjör farsi - eða hryllingsmynd.
Hvað liggur eiginlega að baki, undirbúningur að fasistískum stjórnarháttum þar sem stjórnvöld geta hagað sér eins og þeim sýnist undir því yfirskyni að þau séu að vernda almenning?
Hvað ætli margir deyi úr inflúensu hér á landi árlega?
294 dáið úr inflúensu í Danmörku þennan veturinn en enginn úr kórónuveirunni!:
https://www.dr.dk/nyheder/indland/almindelig-vinterinfluenza-har-kostet-knap-300-danskere-livet-i-aar
![]() |
81 smit staðfest á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2020 | 17:08
Hvað með launþegana?
Katrín forsætis boðar lækkun gjalda á fyrirtæki en ASÍ bendir á að launafólk eða réttara sagt atvinnuleysingjar, hafi algjörlega gleymst:
https://www.ruv.is/frett/asi-segir-launafolk-hafa-gleymst-i-adgerdapakkanum
Hvernig flokkur er VG eiginlega orðinn, flokkur atvinnurekenda og/eða "stétt með stétt"-flokkur?
![]() |
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir vegna kórónuveiru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2020 | 13:05
Gistináttagjald afnumið tímabundið?
Eins og flestir vita hafa sjálfstæðismenn löngum viljað fella niður gistináttagjaldið. Nú hefur þeim tekist að fá samstarfsflokkana í ríkisstjórn til að taka undir þetta með sér, með því loforði að það verði aðeins tímabundið.
Þetta trix hefur auðvitað margoft verið notað áður, þ.e. er að lofa því að eitthvað sé aðeins tímabundið en svo hefur "gleymst" að koma hlutunum í samt horf.
Þessi ráðstöfun er auðvitað hlálegt og skiptir engu máli fyrir hótelbísnessinn því samdráttur í hótelgistingum þýðir hvort sem er mun lægri greiðslur á þessu gjaldi.
Svo er það vælið um að framleiðni í bransanum sé alltof lág. Stöðug smíði nýrra hótela undanfarin ár sýna mikinn hagnað - og bjartar framtíðarhorfur - í greininni, nema auðvitað að hún sé að kollsteypa sjálfri sér í (of)fjárfestingaruglinu (sem er svo sem líklegt enda dæmigert íslenskt).
![]() |
Innspýting í hagkerfið og lengri greiðslufrestur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2020 | 18:41
Bara háskólaborgarar?
Enginn verkamaður á listanum? Sýnir glöggt að Vinstri grænir hafa misst nær öll tengsl við verkalýðshreyfinguna. Orðin algjör millistéttarflokkur!
![]() |
Framboðslisti VG í nýju sveitarfélagi ljós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2020 | 09:42
Danir ráða fólki frá að ferðast til Norður-Ítalíu
Það hafa aðeins sex manns smitast af coronaveirunni í Danmörku en samt ráða heilbrigðisyfirvöld þar í landi fólki frá að ferðast til aðalsmitsvæðisins, Norður-Ítalíu. SAS hefur fellt niður allar flugferðir til svæðisins, svo sem til Milano (og Bologna).
Hér í okkar fámenna landi hafa hins vegar mun fleiri smitast (og hlutfallslega miklu fleiri), eða níu manns, en samt er fólki ekki ráðlagt að fara ekki til svæðisins.
Þó tala heilbrigðisyfirvöld hér um að ráðstafanirnar séu þær ströngustu á Norðurlöndunum (og víðar)! Það eru greinilega ósannindi.
Ekkert var t.d. sagt við flugi til Verona á Norður-Ítalíu, sem fór eftir að smitin þaðan fóru að uppgötvast. Það er von á þessu fólki heim aftur núna á laugardaginn. Má búast við að smittilfellin margfaldist við heimkomu þessa fólks.
https://www.dr.dk/nyheder/indland/udenrigsministeriet-advarer-tag-ikke-paa-unoedvendige-rejser-til-norditalien
![]() |
Sex starfsmenn Landspítala í sóttkví |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2020 | 19:30
Bara í Breiðholti og Árbæ!
Þetta þýðir auðvitað bara eitt, að ekkert verður hirt af sorpi í öðrum hverfum borgarinnar!
Borgin sparar enn vel á þessu verkfalli - og skiljanlegt að hún vilji ekki semja.
Það vantar allt bit í þessi verkföll Eflingar, allt af mikið af undanþágum.
![]() |
Sorphirða hefst á fullu í fyrramálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2020 | 17:22
Er þetta aðalfréttin?
Samanber fyrirsögnina. Guðlaugur Þór utanríkisráðherra sýnir sitt rétta andlit (og Sjálfstæðisflokksins?) með því að verja Ísraelsríki, sem er eitt svæsnasta ríki heims í mannréttindabrotum og hefur komist upp með það svo áratugum skiptir. Þetta þrátt fyrir að Ísland hefur tekið eindregna afstöðu gegn ólöglegu hernámi Ísraels á palestínsku landi, nokkuð semn allsherjarþing SÞ hefur ítrekað ályktað gegn - og mannréttindaráð þess aðeins að fylgja þeim ályktunum eftir.
Með þessum ummælum er utanríkisráðherrann í raun að lýsa yfir stuðningi við apartheitstefnu stjórnvalda í Ísrael og gengur þar skrefi lengra en lengi hefur tíðkast hjá íslenskum stjórnvöldum. Skrítið að mælirinn sé ekki enn að fyllast hjá stjórnarsamstafsflokknum VG.
Og svo þetta með Venesúela, eins og það land sé versta dæmið um mannréttindabrot þjóða heims! Ljóst er að þessi utanríkisráðherra okkar gengur erinda Bandaríkjamanna í einu og öllu, sama hversu falskur hann er og reynir að hylma yfir þá staðreynd.
Er ekki kominn tími til að losa okkur við þessa ráðherraómynd? Þetta er Trumpisti af verstu gerð.
![]() |
Óásættanlegt að samkynhneigð sé glæpur í 70 aðildarríkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2020 | 19:59
Svo er verið að afsaka ofbeldið!
Fréttirnar af þessu einelti og ofbeldi margra á einum dreng er auðvitað átakanlegar en spurning hvort að afsakarnir þeirra fullorðnu séu nokkuð skárri.
Ætluðu ekki að meiða, vita ekki hvað þeir voru að gera, osfrv!
Þvílíkt kjaftæði. Gerendurnir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Sparka í líkamann og í höfuðið, gagngert til að meiða - og stórslasa.
Hreinn og klár fasismi sem verður að uppræta strax. Þessir drengir eru sakhæfir, komnir á refsialdur, þannig að lögreglan og dómskerfið verður að taka mjög alvarlega á þessu.
![]() |
Hópárás á fjórtán ára dreng í Kópavogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2020 | 09:25
Mogginn að sýna sitt rétta andlit?
Hampar hér manni sem vill draga úr mannréttindinum almennings og leyfa pólitíkusum að hafa frítt spil í geðþóttaákvarðanatökum.
Þetta er á pari við umræðuna á Moggablogginu, blog.is, þar sem meirihluti bloggara eru últrahægri menn (fasistar) og sá vinsælasti að bera blak af nasistum.
Hér er athugasemd lagaprófessors við HR um það að Hæstiréttur hafi fengið þennan mann til að flytja erindi á 100 ára afmæli réttarins:
https://stundin.is/grein/10541/
![]() |
Mannréttindadómstóll á villigötum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2020 | 08:13
Engin rólegheit í veðrinu næstu daga?
Spárnar eru þó sammála um að helgin verði róleg og einnig byrjun næstu vinnuviku.
Svo er auðvitað einnig spurning um að þreyja góuna þegar enn er þorri!
![]() |
Alvöruvetrarveður í vændum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 50
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 94
- Frá upphafi: 464425
Annað
- Innlit í dag: 45
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 45
- IP-tölur í dag: 44
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar