14.5.2010 | 08:19
Heklugosið 1980?
Hvernig er það eiginlega með öll þessi gos sem orðið hafa undanfarin 30 ár eða svo? Það er eins og engar upplýsingar liggi fyrir um þau, eða þá afleiðingar þeirra, sérstaklega ekki fyrir bændur og búfénað.
Eitthvað mikið virðist að í vísindasamfélaginu hvað skrásetningu og rannsóknir á öskufalli varðar. Það hlýtur þó að vera forsenda þess að hægt sé að vera með viðbragðsáætlanir rétt eins og Almannavarnir eru með hvað flóðahættu varðar. En kannski skipta bændur engu máli, allra síst sauðfjárbændur.
Það eina sem ég hef fundið í fljótu bragði um afleiðingar eldgosa á búskap er þessi lýsing á Heklugosinu 1970. Mér skilst að það hafi verið frekar lítið gos hvað öskufall varðar, mun minna en Eyjafjallagosið nú, en samt var tjónið þónokkuð:
"Heklugos varð 1970. Hófst það 5. maí og stóð fram í júlíbyrjun. Allmikið hraun rann og öskufall olli nokkru tjóni í uppsveitum Rangárvalla- og Árnessýslu, norður um Húnavatnssýslur og syðst í Strandasýslu. Spilltust hagar svo að víða varð að halda fé inni fram á sumar. Nokkuð bar á sjúkdómum í sauðfé (flúoreitrun) og hrossum."
Grábrúnn himinn á Selfossi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 14
- Sl. sólarhring: 103
- Sl. viku: 263
- Frá upphafi: 459184
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 239
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta gæti verið áhugavert:
http://www.nefsholt.com/skjol/%C3%9Dmis%20%C3%A1hrif%20eldgosa%20%C3%A1%20g%C3%B6ngur%20og%20r%C3%A9ttir.doc
Hér er eitthvað að finna um gosið 1980-1981 (þó ekki sérstaklega mikið) http://www.islandia.is/hamfarir/jardfraedilegt/eldgos/hekla.html#Annáll Heklugosa
(fleiri gos hér: http://www.islandia.is/hamfarir/jardfraedilegt/eldgos/islenskeldfjoll.html )
Meira um Heklu: http://en.wikipedia.org/wiki/Hekla
gummih (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.