6.6.2010 | 13:33
Smjörklípa Davíðs?
Athyglisvert er að í bæði skiptin sem umræðan kom upp um laun seðlabankastjóra og loforð eða ekki-loforð Jóhönnu um slíkt, þá var í gangi umræða um styrki Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Í fyrra skiptið voru mótmæli fyrir utan heimili hans og háværar kröfum um afsögn og að hann upplýsti um styrkveitingar til sín.
Hljóp þá Mogginn til og vinir Guðlaugs á þingi, einkum Sigurður Kári, og reyndu að þyrla upp miklu moldvirði vegna málsins og hægt var.
Í síðara skiptið, þ.e. núna, þá birti Guðlaugur loks upplýsingar um hverjir styrktu hann, og þó aðeins að hluta. Ef þessar upplýsingar áttu að verða til þess að lægja öldurnar þá mistókst það hrapalega enda helstu hrunaskúrkarnir sem styrktu manninn.
Og viti menn. Hóf þá Mogginn ekki að birta tölvupósta um samskipti Jóhönnu og seðlabankastjóra, sem hann komst yfir á einhvern furðulegan hátt, væntanlega af þessum fundi í efnahags- og skattanefnd. Og nú er haft viðtal við Bjarna Benediktsson formann flokksins sem reynir að notfæra sér þessa nýjustu upplýsingar fyrir elskulegan flokkinn sinn, og ekki síst fyrir vin sinn Guðlaug Þór, sem á undir högg að sækja.
Í ljósi þess hver situr í ritstjórastóli Moggans þá rennur manni í grun að hér sé á ferð smjörklípuaðferðin illræmda, þ.e. að klína á andstæðinginn einhverju smáræðinu til þess að dreifa athyglinni frá stórglæpum eigin manna.
Gæti það verið?
Þá liggur alls ekki fyrir að Jóhanna hafi logið einhverju í þessu máli. Það eina sem hún neitaði var að hafa lofað seðlabankastjóranum að launalækkunin næði ekki fram að ganga hvað hann varðaði. Þessir tölvupóstar afhjúpa það alls ekki og í raun er ekkert í þeim annað en þegar hefur komið fram: að seðlabankastjóri var óánægður með fyrirhugaða launalækkun.
Þá er þetta auðvitað smámál miðað við styrkveitingar Guðlaugs Þórs. Hann varð heilbrigðisráðherra eftir kosningarnar 2007 og hóf þá þegar að standa við kosningaloforð sín: að einkavæða heimbrigðiskerfið. Verður því að telja styrki til hans sem vildargreiða einkageirans til þess að hann næði fram markmiðurm sínum
Æ sér gjöf til gjalda segir í Hávamálum - og sannast hér hið fornkveðna.
En því lengur sem Sjálfstæðisflokkurinn og málgagn hans reyna að kasta ryki í augu fólks, og Guðlaugur neitar að segja af sér, því dýpra sekkur hann og flokkurinn í kviksyndið - og fyrirsjáanleg örlögin verða æ átakanlegri.
Heimatilbúinn vandi Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst þetta mjög vel orðað hjá þér Torfi og hef ekki trú á að Jóhanna sé að ljúga.
Vonandi er fólk að átta sig betur á þvílíkum klækjum er beitt í stjórnmálum. Held meira að segja að margir pólitíkusar læri það sérstaklega. Og mér hefur lengi fundist margir leggjast mjög lágt, svo ekki sé meira sagt.
Augljóst er að stór-hreingerningar eru framundan í pólitík sem og annarsstaðar, þeir sem ekki taka ærlega til hjá sér eiga enga framtíð.
Elínborg, 6.6.2010 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.