10.6.2010 | 15:12
Sannleikanum er hver sárreiðastur!
Hneykslunargjarnir þessir sjálfstæðismenn en mega reyndar síst við slíku sjálfir.
Sigurður Kári er og sér á parti. Fyrst ræðst hann á forsætisráðherra og ásakar hana ranglega um blekkingar og lygi en verður síðan sjálfur uppvís að lygum. Fyrst fullyrðir hann nefnilega að hafa sagt frá styrkjamálum sínum en svo viðurkennir hann að hafa ekki gert það (og sé alls ekki skyldugur til þess!).
Nú er hann spurður sára einfaldrar spurningar um tengsl sín við hina "virtu" lögmannsstofu Mishcon de Reya og bregst ókvæða við (og ekki bara hann heldur heill her þingmanna Sjálfstæðisflokksins!).
En hann var ekki spurður að ástæðulausu. Í DV í febrúar síðastliðnum kom frétt um tengsl Sigurðar Kára og kunningja hans við lögmannsstofuna. Hún hafði verið fengin til að skila gögnum og áliti varðandi Icesave-málið fyrir jól að undirlagi stjórnarandstöðunnar, þ.e. Sjálfstæðisflokksins sem nú ber af sér öll tengsl við stofuna og talar um dylgjur:
http://www.dv.is/frettir/2010/2/10/thegja-um-storf-fyrir-mishcon-de-reya/
Það merkilega er að Alþingi greiddi stofunni fyrir verk sitt, alls 25 milljónir, þar sem lagt var til að farið væri í mál við Breta vegna ICESAVE.
Talið er að kunningi Sigurðar Kára, íslenskur lögfræðingur í Bretlandi, hafi samið álit lögmannsstofunnar að mestu leyti og farið þar langt út fyrir verksvið sitt, í raun skrifað álitið eftir pöntun sjallanna vina sinna. Talið er að hann hafi fengið 10 milljónir af þessum 25 sem Alþingi þurfti að punga út með.
Steingrímur J hafði þetta að segja á sínum tíma um vinnubrögðin:
„Þessi stofa ... svarar hlutum sem hún var alls ekki spurð um en svarar þeim spurningum sem hún fékk ekki vel. Þannig eru miklir veikleikar og ágallar á áliti þeirra, sem lögfræðingar hafa þegar rekið augun í eftir yfirlestur.“
Þurfti að biðjast afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 211
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 187
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.