Aðalleikur 16 liða úrslitanna!

Þetta hlýtur að teljast aðalleikur í 16 liða úrslitunum, sérstaklega ef miðað er við stórleiki Chile í riðlakeppninni. Reyndar fyrir utan leikinn við Spán sem var glórulaus, enda sóttu Chilemenn þar alltof grimmt og spiluðu af alltof miklum ákafa, uppskáru tvö mörk úr skyndiupphlaupum og þrjá menn í bann!!

Brassar lofa að hlaupa mikið í þessum leik og spila hratt (Robinho) og vonandi standa þeir við það.

Chilemenn eru þó enn fljótari leikmenn. litlir og snöggir. Suarez, snillingurinn á hægri kantinum, er t.d. aðeins 168 cm á hæð!

Hollenska goðsögnin Cruyff segir um Chile að þeir hafi tekið við af Hollendingum sem skemmtilegasta sóknarliðið og best spilandi liðið í keppninni.

Ég spái því að það lið sem sigrar í kvöld eigi greiða leið í undanúrslitin (á kostnað Hollendinga) ... Allavega verður þessi leikur jafn og spennandi - hin besta skemmtun.


mbl.is Öruggur sigur Brasilíu á Chile
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Alexis Sánchez átti þetta vera, leikmaðurinn nr. 7.

Fylgist með honum hér eða á RÚV!: http://www.eurovisionsports.tv/

Torfi Kristján Stefánsson, 28.6.2010 kl. 17:55

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Hörkuleikur tveggja efstu liðanna í Suður-Ameríkuriðlinum í undankeppninni, en þar varð Chile í öðru sæti aðeins einu stigi á eftir Brasilíu.

Það er þó greinilegt að Chile saknar leikmannanna sem eru í banni. Liðið hefur ekki skapað sér eitt einasta færi í leiknum meðan Brasilía hefur skapað sér nokkur. 

Brassarnir eru því með verðskuldaða forystu þó svo að annað markið hafi líklega verið rangstaða.

Torfi Kristján Stefánsson, 28.6.2010 kl. 19:32

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Brassar með heimsmeistaratakta!

Besti leikurinn á HM til þessa.

Torfi Kristján Stefánsson, 28.6.2010 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 455518

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband