29.6.2010 | 09:55
Algjörlega sammála
Lögfræðistéttin íslenska hefur sýnt sig vanhæfa til að fást við þau mál sem upp hafa komið í kjölfar hrunsins - og á auðvitað stóran þátt í því ástandi sem upp er komið.
Hvernig stóð t.d. á því að lögfræðingar bankanna, sem eiga flest fjármögnunarfélögin, skuli ekki hafa "vitað" að gengistryggingin væri ólögleg? Og lögfræðingar Fjármálaeftirlitsins? Auðvitað vissu þeir það en kusu að horfa fram hjá því. Hver er ábygð þeirra?
Sama virðist vera að gerast hjá embætti sérstaks saksóknara í fyrsta ákærumálinu, sem leit dagsins ljós í gær, en þar inni er lögfræðingum hrúgað saman.
Aðeins þrír einstaklingar eru ákærðir í Byrsmálinu og aðeins fyrir umboðssvik.
Mál allra hinna er látið niður falla, svo sem þess aðila sem fékk lán hjá sjóðnum til að kaupa umrædd hlutabréf í honum (og hefur ekki borgað neitt af því til baka), og allir nema einn sem högnuðust á því að bréf þeirra voru keypt á yfirverði - og að þannig hafi um milljarður króna verið tekinn út úr sjóðnum á kostnað annarra eiganda hans.
Það mál hefur örugglega fordæmisgildi og þýðir að enginn þeirra sem hagnaðist á sölu á hlutabréfum á yfirverði, verði sóttir til saka. Þá þýðir það líka að þeir sem tóku lán til hlutabréfakaupa með veð í bréfunum, þurfa aldrei að borga eyri af því láni.
Kannski er ótrúlegasta dæmið í þessu máli það að Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, hafði stöðu grunaðs manns meðan á rannsókn málsins stóð en var samt ráðinn af lífeyrissjóðunum sem ráðgjafi vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar Byrs.
Líklega hefur engum lögfræðingi sem kom að málefnum Byrs þótt neitt athugavert við það (þ.e. að sá sem hugsanlega hefur rænt sjóðinn komi að fjárhagslegri endurskipulagningu hans)
Já, er nema von að öllu venjulegu fólki finnst það ofurselt spillingu og skipulagðri glæpastarfsemi sem það telur lögfræðingastéttina leggja blessun sína yfir - og vera jafnvel frumkvöðull að.
Efast um íslenska lögfræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fjármálafyrirtækin vissu að gengistrygging útlána væri ólögleg því þau gerðu athugasemdir við frumvarp um vexti og verðtryggingu árið 2001 og vildu að frumvarpinu yrði breytt á þann veg að bann við gengistryggingu yrði fellt út. Þetta er allt skjalfest.
Arngrímur (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 10:15
það á að koma með myndir af þessu liði svo að við á landsbigðini getum varað okkur á þeim, þeir gætu þurft aðstoð.
gisli (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 10:19
Ég held að það sé óhætt að fullyrða að þeir sem hönnuðu lánasamningana vissu að um þá ríkti óvissa.
En þú segir "Algjörlega sammála" þú ert því sammála því að bara vegna þess að lánafyriræki ætlaði sér ekki að tapa á lánasamningum (sem réttaróvissa ríkti um) réttlæti aðgerðir stjórnvalda eða túlkun á samningalögum þeim til aðstoðar, með því að seigja bara "neeeei allt í plati, við meintum sko hærri vexti en ekki gengistryggingu"? Það er eins og að krefjast seðalbankavaxta á upphæð sem þú grófst í garðinum.
Sveinn Ríkarður Jóelsson, 29.6.2010 kl. 10:27
Ég er fyrst og fremst algjörlega sammála því að lögfræðingastéttin er með allt niður um sig í þessu máli - og fleiri málum.
Hins vegar er ég einnig sammála því að það sé fáránlegt að þeir, sem hafa verið að taka gengistryggð lán, þurfi aðeins að greiða 3% vexti að lokum meðan aðrir landsmenn þurfa að greiða okurvexti af sínum lánum (verðtryggðum hér innanlands).
Ef það er mögulegt þá vil ég auðvitað fá okurvextina innlendu niðurfellda og aðeins þurfa að greiða 3% vexti, en leyfi mér að efast um að það verði raunin.
Því krefst ég þess að þeir sem tóku gengistryggð lán verði dæmdir til að greiða í það minnsta lægstu óverðtryggða vexti Seðlabankans (þeir hafa einnig fengið niðurfellingu á höfuðstól að hluta og notið ýmissa forréttinga sem aðrir lántakendur hafa ekki fengið). Þeir vextir eru miklu lægri en þeir sem allur þorri almennings er að borga - og þýðir að þeir sem tóku gengistryggð lán losna við að borga 3/4 hluta lána sinna. Er það ekki andskotans nóg?
Torfi Kristján Stefánsson, 29.6.2010 kl. 11:52
Það er skömm af því já að þessir samningar hafi verið notaðir eftir 2001 það er alveg rétt. En hvar ætlar þú að draga línuna með það hvað sé ósanngjarnt í þessum efnum, lögin voru brotin, samningalögin eru skýr.
Ég veit ekki hvar þú færð 3/4 út en stór hluti þessara lána var einmitt ekki fenginn að láni heldur bara reiknaður út með ólöglegum verðbótum. Það kann að vera sanngjarnt að gera upp lánið til dagsins í dag á forsendum hæstaréttardóms og semja svo um eftirstöðvarnar á lánakjörum sem í boði eru í dag en að kokka upp vexti frá lántökudegi er bara af og frá. Ef það yrði gert þá gilda, að mínu viti, einfaldlega engir samningar í landinu lengur.
Það gæti einmitt þítt að ef vísitölutryggðu lánin verða óhagstæð lánastofnuninni (við verðhjöðnun) þá bara "hókus pókus" nei nú eru breyttar aðstæður, við meintum ekki vísitölutrygging við meintum 30% vextir í staðinn því að annars töpum við, er það það sem þú villt? Ég vill líka benda þér á að mjög margir af þeim sem tóku þessi lán eru að standa í skilum og hafa reitt fram gríðarlegar fjárhæðir þegar saman er tekið. Eiga þessir peningar bara að vera glataðir, á að skipta þeim jafnt á milli þeirra sem er að borga vísitölulánin og hinna eða á ekki bara að skila þeim til þeirra sem unnu fyrir þeim?
Ég er ekki að kalla vísitölutryggðu lánin sanngjörn en ástand þar sem sumir samningar halda en aðrir ekki byggt á gróðavon fyrirtækja er ekki leiðin að sanngirni.
Sanngirnin fellst einmitt í því að samningar standi. Nú reyndust sumir þeirra ólöglegir og það er útlit fyrir að það hafi verið gert með vilja, samningalögin virðast vernda neytandann og nú reynir á það á Íslandi hvort lögin séu bara upp á punt.
Sveinn Ríkarður Jóelsson, 29.6.2010 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.