9.7.2010 | 09:26
Einbeittur brotavilji?
Ég hélt nú að Mogginn væri löngu kominn yfir kalda stríðið og væri farinn að átta sig á því hversu mikill farsi öll þessi leynd á einhverjum ansalegum skjölum og upplýsingum úr opinbera geiranum er.
En kannski er Mogginn nær nútímanum en ég er og að "kalda" stríðinu sé í raun ekki lokið heldur hafi aðeins færst í aðra mynd.
Annað hlægilegt mál sem tröllríður Mogganum og öðrum vestrænum fjölmiðlum er "njósnamálið" í Bandaríkjunum. Það hefur verið blásið upp úr öllu valdi eins og eitthvað stórmál en virðist þó einkum felast í því að koma "ólöglegum" rússneskum innflytjendum út úr landinu og fá í staðinn einhverja bandaríska "njósnara" sem sitja í fangelsi í Rússlandi.
En kannski er það má ekkert hlægilegt heldur grátlegt, sýnir hve veruleikafirrt bandarísk stjórnvöld eru og full af ofsóknarkennd - og hvernig hinn vestræni heimur spilar með. "Leyndarmál" eins og þau sem Bradley komst yfir myndu almennt séð teljast vera eitthvað sem opinber rannsóknarnefnd hefði átt að athuga og birta, en í staðinn hefur engin slík nefnd verið sett á fót í USA og slíkum upplýsingum auðvitað haldið leyndum sem ríkisleyndarmál.
Var einhver að biðja um opna og gegnsæja stjórnsýslu og/eða að taka á stríðsglæpum af sem mestri hörku?
Notaði Lady Gaga sem skálkaskjól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stór ríki eru alltaf "paranoid", sama hvaða nöfnum þau heita, Kína, BNA, Rússland, o.s.frv. Það eru t.d. stöðugar fréttr um síjun Kínaveldis á internetinu, eign rússneskra stjórnvalda á fjölmðilum sem m.a. felur glæpi þeirra gagnvart borgurum í Tjéteníu. Það má örugglega koma með fleiri dæmi.
Ég segi bara, það verður engin stór með því að vera "góður". Menn geta svosem sett hvaða skilning sem þeir vilja í þá staðhæfingu mína.
Garðar Valur Hallfreðsson, 9.7.2010 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.