25.7.2010 | 22:05
Þreytandi röfl
Ég hélt að menn myndu nú róast eftir úrskurð Héraðsdóms, sérstaklega þar sem einungis var gengið að mildustu aukakröfu Lýsingar í málinu, óverðtryggða vexti.
Betri niðurstöðu var ekki að fá, nema auðvitað að útlendu vextirnir myndu gilda án gengistryggingar. Manngarmurinn, sem var lántakandi, græddi 500.000 kr. á dómnum miðað við gengistrygginguna! Samt er áfrýjað án þess að hika! Hver ætli borgi annars þessa málsvörn? Varla hefur lántakandinn efni á því.
Þetta er og niðurstaða sem samfélagið virðist geta þolað án þess að fara aftur á hliðina, og þá líklega endanlega.
En mönnum er sama, eins og þessum sjálfskipuðu Samtökum heimilanna. Skítt með það að þjóðfélagið fari á hausinn bara ef ég þarf sjálf(ur) að borga minna (in the short run).
Sjálfshyggjan og hin þrönga sérhagsmunagæsla hefur aldrei verið meiri í sögu þjóðarinnar en nú. Enda varla nema von eftir þetta langa græðgisuppeldi allt frá því á 9. áratugnum er frjálshyggjan og hægri stefnan komst til valda og hefur haldið allt til þessa.
Manni ætti kannski að vera sama um að allt fari til fjandans hér. Við eigum ekkert betra skilið. En ég á land þetta, allt eins og eiginhagsmunaseggirnir og "við borgum ekki" rónarnir, svo ég geri kröfu um að hér fari ekki allt til helvítis.
Ég nenni ekki að horfa upp á það að þetta land verði gert gjaldþrota og selt á uppboði til einhverra útlendra fjárglæframanna bara vegna stundlegra sérhagsmuna einhverra Samtaka heimilanna.
Þau eru heldur ekki þeir sem mest græða ef útlendir vextir eru látnir gilda án gengistryggingar, heldur eru það fyrirtækin í landinu. Þau tóku stór erlend myntkörfulán til að geta keypt verðbréf í leit sinni að skjótum gróða, eða til að koma peningum í skattaskjól.
Með því að setja fram ítrustu kröfur erum við fyrst og fremst að ganga þeirra erinda, því það eru fyrirtækin sem eiga þessi lán að langstærstum hluta, en ekki grunlaus almenningur.
Furða sig á gengisdómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrirgefðu Torfi en ertu viss um að þú sért á réttri blaðsíðu?
Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 26.7.2010 kl. 01:42
Torfi já hvar hefur þú verið? Við erum lögnu gjaldþrota það á bara eftir að gera okkur upp!
Sigurður Haraldsson, 26.7.2010 kl. 08:25
„lántakandi, græddi 500.000 kr. á dómnum miðað við gengistrygginguna!“
-En hvað var hann búinn að tapa miklu áður, miðað við fall krónunnar?
„Skítt með það að þjóðfélagið fari á hausinn“
-Það er engin sönnun eða almennileg rök fyrir því að þjóðfélagið fari á hausinn.
Hvað ef enginn hefði gengið dómurinn um ólögmæti lánanna og krónan hefði tekið upp á því að styrkjast von úr viti? Færi þjóðfélagið þá á hausinn? Hefur krónunni e.t.v. verið vísvitandi haldið niðri???
Nonni (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 11:27
Ekki vissi ég að við værum löngu gjaldþrota. Ekki sést það á bílaeign landsmanna eða flottu einbýlishúsunum út um allt! Mér sýnist nú frekar að allir hagi sér eins og útrásarvíkingarnir. Slái lán út og suður í von um að þurfa aldrei að borga þau. Og komast eflaust upp með það ef vælið heldur áfram sem horfir.
Svo er verið að kvarta yfir aðkomu AGS að stjórn ríkisfjármála!! Er það ekki eðlilegt og sjálfsagt ef við erum svona ofsalega gjaldþrota eins og þið segið? Er okkur sjálfum virkilega treystandi?
Torfi Kristján Stefánsson, 26.7.2010 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.