26.7.2010 | 11:03
Ekki eru þau nú lík á myndinni
Ef það lágu ekki meiri sönnunargögn fyrir en myndin af Fischer uppi í rúmi hjá móður stúlkunnar, og stúlkunni með þeim - og eitt orð þar sem Fischer skrifar "Daddy" - þá gef ég nú lítið fyrir úrskurð Hæstaréttar.
Myndin af þeim sýnir jú engan svip með þeim. Stelpan virðst hreinræktaður Filippseyingur með ekki snefil af "vestrænu" blóði í sér.
Þá er og athyglisvert hvernig blöð eins og HeraldTribune eru tilbúin til að álykta í málinu svona fyrirfram. Það er ekki eina blaðið sem tekur afstöðu í þessu erfðamáli - og flest þeirra taka afstöðu gegn japanskri eiginkonu Fischer, þrátt fyrir að hún hafi pappíra upp á hjúskap þeirra og þrátt fyrir að hafa staðið við bak hans allt þar til yfir lauk.
Hvað veldur? Fréttaþorsti?
Lögðu fram mynd af Fischer með dótturina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
money, money, money...
Hvumpinn, 26.7.2010 kl. 12:07
Ert þú ekki sjálfur búinn að taka afstöðu fyrir fram? Þú varst á móti því að lifsýni væri tekið en það er pottþétt aðferð til að leiða hið sanna í ljós. Þú ert bara búinn að ákveða, án allra sannanna, að þetta geti ekki verið dóttir Fischers. Einn ættingi minn á filipíska konu og mörg börn með henni. Þau virðast öll vera ''hreinræktaðir'' filipseyingar í útliti. En útlitið segir ekki alla sögu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.7.2010 kl. 12:18
Já, við sjáum hvað setur en ég er nokkuð viss um að Fischer eigi ekkert í stelpunni. Eg veit ekki betur en að hann kynntist þessari konu eftir að stelpan fæddist.
Hér eru því peningar á ferðinni enn einu sinni að mínu mati, þó ég viðurkenni að það sé auðvitað skritið að fara þá leið sem ætti að leiða svikin i ljós.
Torfi Kristján Stefánsson, 26.7.2010 kl. 13:17
Migið assgoti eru margir vel að sér í ástamálum Fischers sáluga. Var eitthvert ykkar viðstatt getnað þessa barns sem kannski og kannski ekki er dóttir hans?
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 26.7.2010 kl. 16:25
Það er kúnst að vera fluga á vegg, kvnst sem ekki er öllum lagið.
Torfi Kristján Stefánsson, 26.7.2010 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.