20.1.2011 | 11:55
Gaman að þessu!
Norðmenn eiga það vel til að vera fyndnir. "Eyjan" nálægt Íslandi, sem þeir eru að höfða til, er auðvitað Noregur!
Það er nú ekkert langsóttara en það að við erum jú allir þaðan (nema konurnar þær eru frá Írlandi, Skotlandi og skosku eyjunum!).
Bjarte Myrhol segir einnig að þetta eru "strákar sem réru yfir fjörðinn", enda er aðeins fjörður á milli frænda. Það sem er gaman að þessu er virðingin að baki. Ísland er stórt en Noregur aðeins eyja í samanburði við okkur!
Sjá http://www.aftenposten.no/nyheter/sport/handball/article3997362.ece
Svo eru menn að tala um hroka í Norðmönnum og að þeir séu hræddir! Reyndar er þjálfarinn greinilega hræddur og með stæla en hann er jú Svíi!
![]() |
Grínast með Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 3
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 67
- Frá upphafi: 462396
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki kannski beint fyndnir en hlægilegir. Ég hef alltaf gaman af því að þegar ég bjó í Noregi voru stundum sýndir landsleikir í handbolta í sjónvarpinu. Þeir sýndu bar Norsku sóknirnar og ef þeir sýndu frá sókn andstæðinganna var það vegna þess að Norski markmaðurinn varði........
Jóhann Elíasson, 20.1.2011 kl. 12:37
Þetta á nú ekki aðeins við um Norðmenn. Svíarnir eru eins, ef ekki verri. Ef handboltalandsliðið þeirra tapar leik er varla sagt frá því í fréttum.
Ástæðan er samt ekki sú að þessar þjóðir séu svo tapsárar, allavega ekki tapsárari en við, heldur einfaldlega vegna þess að þær eiga afreksfólk í svo mörgum íþróttagreinum og því af svo miklu að taka (skíði, íshokkí ofl.).
Danir eru reyndar undantekning því þar er áhugi á handbolta mjög mikill, bæði karla og kvenna (en í Noregi fyrst og fremst fyrir kvennaboltanum).
Við hins vegar getum ekki neitt nema í handbolta og því er miklu meiri umfjöllun um hann hér.
Torfi Kristján Stefánsson, 20.1.2011 kl. 13:03
Ég held nú að þetta hafi lítið með það að gera hversu mikið er til af afreksfólki í öðrum greinum heldur eru þeir mjög þjóðernissinnaðir. Ekki er ég að tala um að þeir séu sérstaklega tapsárir, annars er ég nú á því að það að vera tapsár sé bara hluti af því að hafa keppnisskap. Það að áhugi fyrir handbolta í Noregi einskorðist að mestu við kvennaboltann endurspeglar bara það að áhuginn kemur í réttu hlutfalli við gengi viðkomandi íþróttar..........
Jóhann Elíasson, 20.1.2011 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.