Ósmekkleg aðdróttun

Þetta er nú með því ósmekklegra sem ég hef heyrt frá þinginu - sérstaklega útspil Sigurðar Kára Kristjánssonar. Megum við nú búast við að helsti aðdáandi hans, Jóhanna Hjaltadóttir þingfréttakona Sjónvarpsins, sýni frá þessari merku ræðu Sigurðar í kvöldfréttunum í kvöld (rétt eins og hún gerði í gær hvað varðar bloggfærslu Þráins og viðbrögð Sigurður við henni).

Birgitta Jónsdóttir svarar þessum aðdróttunum mjög vel og vekur athygli á því að þingfólk Hreyfingarinnar var aldrei spurt um þessa tölvu, þegar hún fannst og lögreglan tók hana í sína vörslu: http://www.smugan.is/frettir/frettir/nr/4962

Þetta tölvuútspil núna hlýtur að vekja grunsemdir. Lögreglan hefur jú lengið undir ásökunum um  víðtækar njósnir, þar á meðal á alþingismönnum - eins og fram kemur í Óvinum ríkisins og nú síðast ævisögu Gunnars Thoroddsen. Óþægileg birting Wikileaks á tölvupóstum bandarískra sendiráðsmanna bendir og til óeðlilegra samskipta Íslendinga við stórveldið í vestri.

Sjálfstæðisflokkurinn tengist mjög þessu pukri öllu og því ekkert skrítið að þeir skuli nú hlaupa upp og reyna að gera sér mat úr þessu. Þeir eru reyndar þekktir fyrir að kasta "gleri úr steinhúsi" (svo notuð séu orð Loga Geirs um svona athæfi) þannig að þetta upphlaup kemur ekkert á óvart.


mbl.is Þingmenn vissu ekki um tölvuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Í ljósi sögu leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins og náin samskipti við stórveldið í vestri er líklegast að þessi njósnatölva hafi verið komið fyrir af þeirra mönnum og ætluð að njósna um hreyfinguna.

Tóti (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 12:38

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Einmitt! Var að hugsa um að bæta þessu við. Líklegust ástæða þess að þingmenn Hreyfingarinnar hafi ekki verið látnir vita af þessari tölvu er sú, að það hafi verið að njósna um hana - og að lögreglan sjálf (með eða án aðstoðar þingmanna Sjálfstæðisflokksins) hafi komið tölvunni þarna fyrir. Það hafi svo verið mjög neyðarlegt fyrir lögguna (og íhaldsmennina?) þegar þingverðir fundu tölvuna og létu lögguna vita!

Svo einu og hálfu ári síðar kom þessi spunafrétt, til að koma höggi á Hreyfinguna. Það væri fróðlegt að vita hvernig þessi frétt varð til. Hver var heimildamaður Moggans sem kom henni (auðvitað) af stað?

Torfi Kristján Stefánsson, 20.1.2011 kl. 12:56

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"gleri úr steinhúsi"

Ég gruna xD miklu frekar en Hreyfinguna. Sjallarnir eiga ekki bara njósnara fyrir vini, heldur eru sumir þeirra beinlínis njósnarar! Og Jón Magnússon sem fór sem flugumaður yfir í Frjálslynda flokkinn til að hleypa þar öllu í uppnám og rífa hann niður innan frá, ætti einfaldlega að hafa vit á því að tjá sig ekki um þetta mál.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.1.2011 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 455538

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 95
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband