Mikið afrek?

Það eru mjög skiptar skoðanir um hversu mikilvæg aðgerð Bandaríkjamanna í Pakistan núna um síðustu helgi var í stríðinu gegn "hryðjuverkum".

Pakistönsk stjórnvöld halda því fram að bin Laden hafi haft mjög lítil áhrif innan Al-Quaeda undir það síðasta. Hann hafi verið blánkur og sambandslítill við umheiminn - og hafi því haft litla möguleika til að gegna mikilvægu hlutverki innan samtakanna.

Bandaríkjamenn þykjast hins vegar hafa fundið sannanir, tölvugögn í húsinu sem árásin var gerð á, sem sýnir annað.

Hérna er þannig komið upp enn eitt ágreiningsefnið milli þessara tveggja landa sem hafa borið höfuðábyrgð á bráttunni gegn "hryðjuverkum" til þessa.

Þessar ólíku myndir eru nauðsynlegar báðum aðilum, Pakistönum til að afsaka það að hafa ekkert gert og Bandaríkjamönnum til að réttlæta ofuráhersluna á að leita að bin Laden og drepa hann.

Á þennan ágreining er varla bætandi því almenningur og fjölmiðlar í Pakistan eru mjög gagnrýnir á að sérsveit Bandaríkjanna hafi óséð náð að fljúga inn í mitt landið - framkvæma aðferðina og koma sér í burtu áður en hinn mektugi her landsins hreyfði legg né lið.
Þeir spyrja sig hvort hermaskínan sé í raun algjörlega vanmáttugt og tala um algjöra niðurlægingu hersins.

Og þessi spenna milli ríkjanna hefur þegar haft áhrif. Pakistanar hafa tilkynnt að þeir muni grípa til varna gerist þetta aftur og hafa ennfremur þegar fyrirskipað mikla fækkun í bandarískum "hernaðarráðgjöfum" í landinu.

Ekki bætti úr skák að í gær voru 15 manns í fjallahéraði í Pakistan drepnir í árás ómannaðrar bandarískrar njósnaflugvélar (dróner).


mbl.is Obama þakkar sérsveitarmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 95
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 458141

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband