17.8.2011 | 14:32
Ha, ha, ha, ha!
Grey íhaldið. Enn með allt niðrum sig.
Það að hneykslast á að hagvöxtur verði ekki meiri en tæp 2% á næsta ári er auðvitað hlægilegt í ljósi þess hvernig flokkurinn skildi við eftir Hrun 2008.
Þá má nefna að systurflokkur Sjálfstæðismanna í Bretlandi, íhladsflokkurinn, nær miklu lélegri árangri þrátt fyrir að hafa gripið til nýfrjálshyggjulegra úrræða til að auka hagvöxt. Hann er aðeins 0,6% og atvinnuleysi hefur aukist mjög á milli mánaða.
Er það þetta sem þeir Bjarni Ben og últrahægrimaðurinn Óli Björn Kárason vilja?
Telur að Már eigi að víkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 459994
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stundum er betra að þegja og vera bara *álitinn* hálfviti í staðinn fyrir að opna munninn og taka af allan vafa.
Þú mættir hafa þetta gamla heilræði í huga næst þegar þú finnur hjá þér þörft til að tjá þig um málefni sem þú greinilega hefur ekki kynnt þér sérstaklega vel.
Birgir (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 14:47
Það er brýn þörf á að leggja flokka-hernað til hliðar og ræða málin út frá raunverulegum almanna-hagsmunum, og ræða allar tillögur, með almannahagsmuni í huga, sama hvaðan þær koma.
Ástandið er að verða mjög alvarlegt víða í þjóðfélaginu, þótt þagað sé yfir ástandinu í fjölmiðlum. Vandi fólks og fyrirtækja hverfur ekki þótt við horfum fram hjá honum, heldur eykst. Ábyrgðin er mikil hjá þeim sem þagga niður alvarlegar staðreyndir, og gera lítið úr nauðsynlegri umræðu og tillögum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.8.2011 kl. 14:58
Það er ekkert fyndið að hlægja að svona grafalvarlegum hlutum. Til þess að þjóðarbúið hér sigli ekki í þrot - komist í greiðsluþrot á allra næstu árum þarf hagvöxtur að vera 4-5% á ári. Ekki einhver 2% og því síður 1,9%. Núverandi ríkisstjórn og seðlabankastjóri bera á því ábyrgð að hagvöxtur hér varð neikvæður um 3,5% árið 2010, þrátt fyrir að á pappírunum væri ríkisstjórnin að lofa 2% hagvexti. Þarna munaði yfir 5,5% á verri veginn. Útlitið fyrir árið 2011 er ekki gott og afleitt fyrir árið 2012.
Vaxtahækkun nú sem og sú verðbólga sem hér er í gangi, að miklu leyti í boði Seðlabankans, er með öllu ólíðandi og virkilega með algjörum öfugmerkjum á meðan hér ríkir stöðnun og jafnvel samdráttur. Árið 2010 var þriðja versta samdráttarár lýðveldistímans. Þegar árin 2009, 2010 og 2011 verða gerð upp sameiginlega þá kemur í ljós að þetta er verri samdráttur hér en í kreppunni miklu um 1930.
Aðgerðir Seðlabankans í gengismálum, aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skattamálum valda hér aukinni verðbólgu, samdrætti í einkaneyslu, vantrú á fjárfestingum, minnkandi framleiðslu, auknum gjaldþrotum, auknum erfiðleikum heimila og fyrirtækja, auknu raun atvinnuleysi og fleiri hliðarþáttum.
Jón Óskarsson, 17.8.2011 kl. 15:08
Anna Sigríður. Ég er þér hjartanlega sammála. Þessi flokkahernaður sem hér viðgengst er algjörlega úreltur og í reynd hörmulegt að allir 63 þingmenn okkar skyldu ekki strax í október 2008 snúa bökum saman og vinna sameiginlega að markmiðum þjóðarinnar algjörlega óháð flokkspólitískum línum eða því hverjir sátu í ráðherrastólum og hverjir ekki. Við hefðum ekkert þurft á kosningum vorið 2009 að halda, enda breyttu þær litlu. Áfram er haldið að karpa um öll mál stór og smá og mestur tíminn fer í gæluverkefni þingmanna, tíma og fjármunum er eytt í að sækja um í ESB þegar allt er þar í kaldakoli, í stað þess að nýta orkuna mannauðinn og fjármagnið hér heima til þess að koma okkur í gagn og upp úr kreppunni.
Jón Óskarsson, 17.8.2011 kl. 15:12
Birgir! Sem betur fer er enn tjáningarfrelsi í landinu þó svo að þið hægri-fasistarnir viljið annað.
Þá má benda á að hagfræðiruglið um hagvöxtinn er að fara með veröldina til fjandans.
Það er ekkert sjálfgefið að aukinn hagvöxtur bjargi vestrænum löndum úr kreppunni, þeirri kreppu sem m.a. krafan um sífellt aukinn hagvöxt leiddi þjóðirnar í.
Auk þess vita allir að "hagvöxturinn" fyrir Hrun var allur fyrir erlendar lántökur, og stóð því að engu leyti undir sér, og olli að lokum Hruninu.
Núverandi ríkisstjórn, amk ekki fjármálaráðherra, hefur engan áhuga á að leika sama leikinn, þ.e. að taka óhagstæð og dýr lán (ofan á allar skuldirnar) til að auka hagvöxtinn.
Samdrátturinn var ekki verstur 2010, 11 eða 12. Hann varð verstur 2008-9 þegar íslenska hagkerfið hrundi, þökk sé blessaða íhaldinu og nýfrálshyggjunni, og leik þeirra með hagtölur.
Torfi Kristján Stefánsson, 17.8.2011 kl. 16:34
Höggið 2008 - 2009 var vissulega slæmt. En það skiptir meira máli þegar það er mikill samdráttur árum saman eins og nú stefnir í. Að þessi samdráttur skuli slá út síldarleysisárin 1967-1968, kreppu eftir seinna stríð, og kreppuna miklu um 1930 er algjörlega í boði núverandi valdhafa hér sem vilja framkvæma allt í krafti "pólitískra" ákvarðana í stað þess að þær ákvarðanir séu byggðar á skynsamlegur útreikningum og afleiðingarnar skoðaðar. Í upphafi skyldi endinn skoða.
Ég hef oft bæði fyrir og eftir hrun bloggað um andvaraleysi fyrri stjórna og ekki síst hvað Samfylkingin svaf á verðinum þegar hún hafði allar aðstæður til þess að stíga á bremsur og breyta mörgum hlutum fá vordögum 2007 og fram að hruni en það heyrðist ekki hósti né stuna frá ráðherrum hennar. Viðskiptaráðherra kom einu máli í gegn á öllum þessum tíma og var heila 10 mánuði að semja reglugerð í framhaldi af þessum settu lögum. Annað gerði sá maður ekki svo dæmi sé nefnt. Hann frétti svo um hálftíma seinna en ég óbreyttur borgarinn út í bæ, um að það væri búið að þjóðnýta Glitni.
Jón Óskarsson, 17.8.2011 kl. 16:47
Vill fjármálaráðherra ekki taka óhagstæð lán? Ég man ekki betur en hann hafi barist hart fyrir því að skrifa undir Icesave samninginn sem var ekki bara óhagstæður heldur ólöglegur líka. Mér er alveg sama hvaðan Steingrímur kemur, hann á bara alls ekki að sjá um fjármál landsins. Hann hefur margsannað að hann er vonlaus í fjármálastjórn.
Pétur Harðarson, 17.8.2011 kl. 16:54
Torfi. Aukinn hagvöxtur hjálpar til við að bakka hægt og rólega út úr því ófremdarástandi, sem hefur skapast með ofurbólgnu hagkerfi, sem hefur byggst að stórum hluta til upp á rangri fjármálastefnu og verðbréfa-lotterii, bæði fyrir og eftir síðustu kreppu á síðustu öld, sem olli heimsstyrjöld með tilheyrandi sálarskaða, sem mun setja mark sitt á fólk í einhverja mannsaldra í viðbót. Þannig skaði verður ekki bættur með peningum.
Þetta er kannski ekki alveg rétt mat hjá mér, en þetta fór nú í gegnum hugann hjá mér núna.
Réttlátar rökræður leiða okkur að lausn vandans.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.8.2011 kl. 17:11
Pétur, við borgum 400 milljörðum meira í ICEsave þökk sé þér og þínum líkum fyrir að fella góða samninga.
Anna Sigríður, aukinn hagvöxtur hefur á undanförnum árum leitt til ofurbólgins hagkerfis og hruns því samfara - og eins verður nú ef menn ætla aftur inn í þá hörmung.
Við þurfum einfaldlega að lækka seglin og fara að halda í við okkur í neyslunni. Heimurinn ferst ekki við það, heldur þvert á móti, og við ekki heldur.
Torfi Kristján Stefánsson, 17.8.2011 kl. 18:05
@Torfi: Við hverjir borgum 400 milljörðum meira í Icesave ? Útskýrðu það með raunhæfum dæmum.
Munurinn á því að þrotabúið klári sitt mál og að ríkissjóður taki á sig Icesave liggur í því að Ríkissjóður hefði þurft að greiða nú samanlagt fyrir árslok árið 2011, 26,3 milljarða í vexti auk þeirra 20 milljarða sem Tryggingasjóður hefði þurft að greiða. Síðan næstu ár 22,3 milljarða árlega. Þessir peningar hefðu aldrei innheimst aftur. Hins vegar standa væntingar til þess að lausafé þrotabús LÍ auk sölu á Iceland og fleiri eignum ásamt innheimtum af skuldabréfi á nýja Landsbankanum muni standa vel og rækilega undir allri Icesaveskuldinni.
Þetta eru ekki peningar sem við skattgreiðendur greiðum eins og félagi þinn Steingrímur ætlaðist til af okkur. Hvernig heldur þú að gengið hefði að stoppa í fjárlagagatið með þessari viðbót ?
Jón Óskarsson, 17.8.2011 kl. 19:43
Hver var krafan frá EES dómstólnum á hendur okkur? Heldurðu virkilega að við komust hjá því að borga hana? Jú, auðvitað getum við það en þá fáum við engin lán lengur og verðum algjörlega fryst úti frá alþjóðlegri fjármálasamvinnu. Er það þetta sem þið "við borgum ekki"- og hagvaxtarsinnar viljið?
Þá er ég hræddur um að lítið verði úr hagvextinum og að kreppan haldi innreið sína hér á landi af fullum unga.
Torfi Kristján Stefánsson, 17.8.2011 kl. 20:39
Ég hef ekki minnstu kröfu dómstólsins á hendur okkur. Við hefðum hins vegar dálaglega verið fryst úti næstu áratugi með Icesave skuld SJS á herðunum. Það er grundvallarmunur á því hvort "við" borgum (ég og þú og aðrir skattgreiðendur) eða þrotabú Landsbankans. Á þessu virðast þið "já-sinnar" ekki ennþá hafa áttað ykkur á.
Jón Óskarsson, 17.8.2011 kl. 20:55
....minnstu áhyggjur af kröfu... átti að standa þarna en 2 orð þurrkuðust óvart út.
Jón Óskarsson, 17.8.2011 kl. 23:57
Steingrímur reyndi að skuldsetja ríkið út af ólögmætri kröfu Breta og Hollendinga. Þetta er skýrt brot á ráðherraábyrgð. Það er skömm að hann sé enn á þingi maðurinn. Hann á að vera búinn að segja af sér fyrir löngu en eins og hann hefur margsýnt þá kann hann bara að ávíta aðra en sér ekki þegar hann sjálfur hefur gerst brotlegur.
Pétur Harðarson, 21.8.2011 kl. 02:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.