Enginn æfingaleikur fyrir mótið!

Það verður engu logið upp á forystu KSÍ. Þetta 21 árs lið, sem er líklegt til afreka, hefur ekki fengið neinn æfingaleik fyrir riðlakeppni EM.

Á sama tíma hafa þjóðir eins og Danir, Norðmenn og Svíar verið að leika marga æfingaleiki og koma því miklu betur undirbúnir til leiks en okkar.

Þó eru við í hörku riðli eins og sjá má af tveimur fyrstu andstæðingum okkar, Belgum og Norðmönnum.

Þá vekur athygli að þrír leikmenn sem voru í 23 manna hópi sem valinn var fyrir úrslitakeppnina á síðustu EM, eru ekki valdir núna. Það eru þeir Arnar Már Björgvinsson og Haukur Baldvinsson í Breiðablik og Arnar Sveinn Geirsson í Val. Báður Arnararnir vorum í leikmannhópi liða sinna í síðustu umferð svo ekki eru þeir meiddir. Því má segja að vegur þeirra hafi minnkað mjög í augum þjálfarans frá því í vor - og það þó svo að meirihluti liðsins þá sé orðið of gamall nú!

Eyjólfur virðist þannig ætla að feta í fótspor kollega sinna hjá fullorðinsliðinu, að velja liðið gjörsamlega að eigin geðþótta.


mbl.is Eyjólfur velur 23 fyrir 21-árs landsliðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 455378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband