Enn einn meiddan leikmanninn?

Það verður engu logið upp á landsliðsþjálfarana. Steinþór Freyr var mjög tæpur fyrir síðasta leik liðs síns nú um helgina vegna meiðsla. Hann var þó valinn á síðustu stundu í liðið, lék meira að segja allan leikinn og skoraði eitt mark.

Ég held að honum sé enginn greiður gerður með því að velja hann í landsliðshópinn, en skil vel að hann hafi ekki hafnað boðinu þegar það býst og eftir góða frammistöðu nú síðsumars.

Þetta sýnir þó fyrst og fremst vandræðin sem landsliðsþjálfararnir eru í. Þeir fá ekki menn í leikina sem ættu að vera sjálfsagðir í liðið (svo sem Theódór Elmar) eða þá vilja ekki velja þá þar sem þeir þekkja ekki til leik liðsins (hafa næstum aldrei verið valdir í hópinn svo sem Eyjólfur Héðinsson). Þá er Björn Bergmann upptekinn með 21 árs liðinu.

Við eigum eftir að heyra fleiri Salómonsdóma nú næstu klukkutímana frá snillingunum okkar í landsliðsþjálfarasætunum.


mbl.is Steinþór Freyr í landsliðshópinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Við þetta má bæta að landsliðsþjálfararnir eru örugglega að bíða eftir að leikjunum í 17. umferð úrvalsdeildarinnar hér heima ljúki til að velja viðbótarmenn í landsliðið, en fjórir leikir fara fram í pepsídeildinni í kvöld.

Eru þá aðeins tveir dagar í landsleikinn gegn Norðmönnum og lítinn tími fyrir leikmennina hér heima, sem verða valdir að undirbúa sig - og fá nauðsynlega hvíld.

Það hlýtur því að vera mjög ámælisvert af KSÍ-forystunni að setja umferð í efstu deild hér heima svona nærri landsleik, sem fyrir löngu var ákveðinn og tímasettur.

Já, það er allt á sömu bókina lært í tengslum við þetta blessaða karlalandslið í fótbolta.

Torfi Kristján Stefánsson, 29.8.2011 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband