31.8.2011 | 13:23
Er íslenska deildin að tæmast?
Straumur fjölda íslenskra fótboltamanna til Noregs undanfarið hlýtur að vekja athygli. Ingimundur er sá þriðji sem fréttir fara af í gær og í dag, hinir eru Guðmundur Reynir í KR og Haraldur Freyr í Keflavík. Áður var Blikinn Arnór Aðalsteinsson og Fylkismaðurinn Andrés Már Jóhannesson horfnir á braut.
Þá er Eiður Sigurbjörnsson farinn til Svíþjóðar og Elfar Helgason til Grikklands.
Fyrr í sumar fór Jón Guðni Fjóluson til Belgíu.
Þetta eru auðvitað góðar fréttir fyrir þá persónulega og sýnir hversu vel íslensku leikmennirnir sem fyrir eru kynntir. Þeir hafa virkilega verið að spjara sig (þó svo að landsliðsþjálfurunum sé ekki kunnugt um það).
Verra er þetta þó fyrir boltann hér heima fyrir - og má seint búast við því að deildin hér heima fari að nálgast deildirnar ytra að getu.
Ingimundur Níels til Sandnes | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 13:25 | Facebook
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.