4-3-3?

Þetta er allt-í-lagi-lið, miðað við hverjir voru valdir í 22 manna hópinn.

Gaman að sjá Helga Val í byrjunarliðinu en lið hans, AIK, er greinilega eitt allra öflugasta liðið á Norðurlöndum sem Íslendingur leikur með.

Vörnin er áhyggjuefni, sérstaklega vinstra megin en Indriði Sigurðsson er orðinn gamall og slitinn (og lið hans Viking ekki að standa sig í norsku deildinni). Hjörtur Logi er enn mjög mistækur og ekki öruggur í byrjunarliðið hjá Gautaborg. 

Þá eru kantmennirnir í lélegri leikæfingu - spila lítið með félagsliðum sínum ytra.

Kolbeinn, Eiður, Helgi Valur, Eggert, Birkir Már og Sölvi, auk Stefáns markvarðar, ættu hins vegar að geta staðið sig vel gegn Norðmönnum.

Þar er framherjinn Moa langhættulegastur en miðvallarleikmaðurinn Tettey, sem spilar með Rennes í Frakklandi er einnig mjög öflugur leikmaður.

Hér er hægt að fylgjast með umræðunni ytra, en yfirleitt eru Norðmenn mjög jákvæðir í garð íslenska liðsins, og eru greinilega hrifnir af frændum sínum, Víkingunum í vestri.


mbl.is Eiður fyrirliði gegn Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455605

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband