Góð frammistaðan en ...

Leikur íslenska liðsins var miklu betri nú en við höfum séð í undanförnum leikjum. Miklu meiri barátta og miðjan miklu sterkari.

Munaði miklu að varnartengiliðaparið var miklu sterkara í þessum leik en verið hefur.

Virðist sem Óli Jó. hafi loksins fundið par sem er hægt að treysta á, öruggt með boltann og heldur stöðunum sínum vel. Bæði Eggert Jónsson og Helgi Valur áttu stórleik í kvöld. Eggert var tvímælalaust maður leiksins. Vonandi losnuðum við með þessu að sjá skunkinn Aron Einar Gunnarsson í annarri hvorri stöðunum í nánustu framtíð.

Vörnin var einnig mun betri en í undanförnum leikjum. Sölvi var mjög góður og meira að segja Indriði Sig. og Hjörtur Logi stóðu sig í stykkinu.

Kantmennirnir voru hins vegar slakir að venju, ógnuðu lítið fram á við - og Jóhann Berg latur við að koma aftur eins og venjulega.

Óla Jó. fer fram sem þjálfara. Þorir loksins núna að taka ungu mennina út af ef þeir eru ekki að standa sig. Líklega er hann svona feginn að verða laus við landsliðið að hann er farinn að sjá ljósið.

 


mbl.is Grátlegt tap fyrir Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 455506

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband