8.9.2011 | 09:42
Ótrúleg viðbrögð!
Þessar fréttir af véfréttinni og landsliðsþjálfaranum Óla smið eru furðulegar. Landsliðsmanni vísað af hóteli og settur út úr liðinu vegna þess að hann fékk sér einn eða tvo bjóra - og var samt kominn heim fyrir klukkan tólf. Þá voru tveir sólarhringar í leik!
Til samanburðar má nefna að norska landsliðið fékk lausan tauminn eftir leikinn gegn Íslandi og nokkrum dögum fyrir leikinn mikilvæga gegn Dönum (þar var virkilega að einhverju að keppa). Þeir máttu fá sér í glas og réðu því hvenær þeir kæmu heim. Sumir þeirra misnotuðu hins vegar þetta frelsi og skiluðu sér ekki á hótel fyrr en kl. 4 um nóttina.
Engin viðurlög þar en Veigar Páll settur úr úr landsliðinu og á götuna þrátt fyrir að hann væri kominn heim á hótel fyrir miðnætti.
Þessi landsliðsþjálfari er greinilega argasta fífl.
Veigari vísað af hóteli íslenska landsliðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 5
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 171
- Frá upphafi: 458217
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 154
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki er ég nú aðdáandi Óla en töpuðu norsararnir ekki leiknum en íslendingar unnu sinn. Spurning hver er fífl.
Þorvaldur Guðmundsson, 8.9.2011 kl. 16:52
Það eru fáir Norðmenn sem nota þetta sem afsökun fyrir tapinu gegn Dönum. Hins vegar finnst þeim svo framkoma skrítinn.
Það sem ég er að reyna að benda á er þessi miklu munur á viðbrögðum og/eða reglum hjá liðinum.
Mér finnst þessi viðbrögð hér heima (og reglurnar) vera alltof harkalegar.
Leikmaðurinn var nú kominn á hótelið fyrir miðnætti!!!
Þetta er einungis ein af þeim bommertum sem þessi þjálfari hefur gert sig sekan um.
Menn hafa upp á síðkastið verið að benda á framkomu hans gagnvart blaðamönnum, á hroka hans og í raun heimsku - en samt fær hann að klára samning sinn!
Torfi Kristján Stefánsson, 8.9.2011 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.