Repúblikanar eru ekki allir vonlausir!

Þeir eru ekki allir vonlausir þessi repúblikanar! Sá gamli var t.d. góður og benti á hræsnina í USA varðandi 9/11. Áhorfendur í salnum voru heldur ekki allir vonlausir þó svo að skríllinn hafði auðvitað yfirhöndina eins og venjulega.

Óhætt er að taka undir með Chomsky um hættuna af Rick Perry og Teboðshreyfingunni, þó svo að í orðu kveðnu þykjast bandarískir kjósendur vera á móti henni.

Ef þessi öfl komast til valda mun heimurinn brátt loga í ófriði heimshornanna á milli. Auk þess munu Bandaríkjamenn hafa sínum fram í loftlagsmálum, svo ekkert mun ávinnast á því sviði - og algjör katastrófa mun bíða okkar.

Vonandi tekst repúblikönum sjálfum að stöðva þennan mann - og gera þessa hreyfingu áhrifalausa.


mbl.is Hart sótt að Perry
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eina vonin sem ég hef séð í þessari umræðu er Ron Paul. Ég get að sjálfsögðu ekki fullyrt um möguleg áhrif hans en það sem ég hef kynnt mér af hans máli virðist hann hafa nokkuð góða heildarstefnu. Það er einnig nokkuð augljóst um hversu hljóðir einkareknir áróðursfjömiðlarnir vestanhafs eru um hann.

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 459304

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 244
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband