14.9.2011 | 10:02
Gamli spunameistarinn hefur engu gleymt!
Gamli Morgunblaðsritstjórinn hefur greinilega engu gleymt af sínum gömlu pólitísku spunakúnstum - og bregður sér hér í hlutverk spákonu, eða sjáanda, sem sér fyrir óorðna hluti.
Því miður fyrir hann, og aðra hægri menn, er að þessi von um óeiningu stjórnarliða er einber óskhyggja hjá honum - og reyndar einnig illa lesið í spilin sem verið er að spila núna.
Það er nefnilega greinilegur sáttartónn meðal stjórnarliða eins og er, sem sést t.d. í viðbrögðum stjórnarliða við spunafrétt Agnesar Bragadóttur um Magma og fjármálaráðherrann - og svo viðbrögð Samfylkingarmanna við árásum forsetans á sama ráðherra.
Þá er einnig ljóst að augu kratanna er að opnast hvað stóriðjuna varðar. Hún er ekki lengur kostur í þeirri stöðu sem nú er, einfaldlega vegna þess að álfyrirtækin er ekki tilbúin í frekari framkvæmdir vegna þeirra lausafjárs- og lánakreppu sem nú ríkir.
Þá held ég að Ólafur Ragnar verði að fara hugsa sig vandlega um, og gæta að sér, nú þegar óvinir hans eru farnir að fylkja sér að baki hans en gömlu vinirnir allir lagðir á flótta.
Þá gæti verið stutt í rýtingsstunguna í bakið.
Styrmir: Forsetinn hyggur á endurkjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 22
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 377
- Frá upphafi: 459301
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 333
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Styrmir þarf víst engar spádómsgáfur til að skrifa þetta, hann skrifar bara það sem einnig flestir aðrir telja líklegt að muni gerast. Þótt ég sjálfur hafi nú lengi spáð því að stjórnin falli á næsta ári.
Áhugavert það sem þú skrifar um rýtinga. Nú er það þannig, að í krafti stöðu sinnar er Ólafur Ragnar (og hvaða forseti íslands sem er) ónæmur fyrir rýtingsstungum. Forsetinn á ekkert undir ríkisstjórninni og er algjörlega óháður henni. Forsetinn er eingöngu háður vilja meirihluta þjóðarinnar. Og varla fer þjóðin að ganga gegn Ólafi, sem tók afstöðu MED henni GEGN ríkisstjórninni. Það sem stjórnarliðar, gamlir kommúnistar, öfgafemínistar og ritsjórnir Baugspressunnar halda að séu rýtingar, sem þau eru að stinga í bakið á Ólafi, eru ekki annað en plasthnífar sem komast ekki einu sinni framhjá herðablöðunum áður en þeir brotna.
Ég vil líka nefna það, að Ólafur hefur gert sömu mistök og meirihluti þjóðarinnar (hylla útrásarþjófana), en hann hefur svo sannarlega gert rétt eins og þjóðin sjálf í sambandi við IceSave-svikasamningana. Það má því segja, að meirihluti þjóðarinnar spegli sig í Ólafi Ragnari og munu sennilega 60%-70% greiða honum atkvæði sitt í væntingu um að hann muni veita þjóðinni neitunarvald gegn ESB-aðildarlögunum þegar upp renna stundir. Skipta þá fyrri mistök hans/þjóðarinnar minna máli. Einnig ber að virða það, að forsetinn hefur eins og allir aðrir sem búa í þessu landi, stjórnarskrárvarið tjáningafrelsi, sem núverandi ríkisstjórn og yfirmönnum fjölmargra opinberra stofnana er í nöp við (þ.e. tjáningafrelsi almennt).
Meirihluti þjóðarinnar skv. öllum skoðanakönnunum síðan 2010 vill losna við ríkisstjórnina. Á sama hátt vill sami meirihluti halda í Ólaf, sem er eini forsetinn hingað til sem ekki hefur fylgt fyrirskipunum frá Stjórnarráðinu þegjandi og hljóðalaust. Eins og aðrir bloggarar hafa skrifað einnig, þá hefur ÓRG það fram yfir (hugsanlega) mótframbjóðendur, að hann hefur þegar sýnt hvað hann getur.
Ég er viss um að allir fullveldissinnar muni gera eins og ég: Kjósa Ólaf Ragnar.
Vendetta, 14.9.2011 kl. 11:27
Sæll/sæl Vendetta. Svolítið leiðinlegt að skrifast á við grímuklædda veru sem ekki þorir að gangast við sjálfum sér. En sumir eru blauðir hugleysingjar og aðrir ekki.
Hins vegar voru það ummæli þín, að 60-70% landsmanna myndu kjósa eiginhagsmunasegg, tækifærissinna, reykulan sveimhuga og kjaftask yfir sig sem forseta, til þess að í hug mér flaug "Ólánið verður Íslandi allt að vopni". Vona svo sannarlega að þessi spá þín sé jafn óekta og Hefnarinn í þér .
Tómas H Sveinsson, 14.9.2011 kl. 12:24
Ég tek nú undir með Steingrími Sigfússyni að það er alls ekki útséð um hvernig þessu höfnun "þjóðarinnar" og forsetans á Icesavesamningnum kemur út.
Ég er ósköp hræddur um að það sem við þurfum að borga sé margfalt meira en við hefðum borgað með því að samþykkja saminginn.
Sjáum hvað setur.
Svo finnst mér allt þetta tal um fullveldi og að vera fullveldissinni minna hættulega mikið á nasismann og fasismann.
Þú ert kannski einn af þeim sem vilja leggja af þingræðið og koma á einræði? T.d. með Ólaf Ragnar sem "einræðisherra"?
Torfi Kristján Stefánsson, 14.9.2011 kl. 12:38
ESB er ekkart annað en nýtt Sovét, en nú í gjafapappír. Annars er ESB skömminni skárra en núvernadi stjórn Bryxell á okkur gegnum EES. Nú verðum við að kingja öllu sem þeir segja okkur, en ef við værum í ESB, Guð forði okkur frá því, hefðum við að minnsta kosti smá möguleika á að hafa einhver áhrif á gang mála. Ég endurtek að "Ólanið verður Íslandi allt að vopni", þar með er talinn ólátagemlingurinn hann Jón Baldvin Hannibalsson sem vann hvað mest að því að gera okkur að þrælum misviturra embættismanna í Bryxell.
Tómas H Sveinsson, 14.9.2011 kl. 14:16
"... hefðum við að minnsta kosti smá möguleika á að hafa einhver áhrif á gang mála."
Áhrif? Ha! Ertu að tala um þessi 0,8%, sem við myndum fá í ESB-þinginu eða þessi 0,06% sem við myndum fá í ráðherraráðinu?
Vendetta, 14.9.2011 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.