20.9.2011 | 15:07
Sigursælasti stjórnmálamaður eftirstríðsáranna?
Mikil er hrifning Moggans á glæpamanninum og kynóða kvikindinu honum Berlusconi!
Og þvílík hneysa að aumur þingmaður hér upp á Ísalandi skuli leyfa sér að nota orðið ræfill (þ.e. "Berlusconi ræfillinn") á heimasíðu sinni.
Mér finnst að Mogginn ætti að kæra þingmanninn fyrir þetta - rétt eins og um árið þegar kært var að nasistafánanum var ekki flaggað.
Hitler var nefnilega sigursælasti stjórnmálaleiðtogi millistríðsáranna í Þýskalandi og Musselini einnig, forveri Berlusconis í forsæti ítalskra stjórnmála.
Kallar Berlusconi ræfil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 64
- Sl. sólarhring: 149
- Sl. viku: 313
- Frá upphafi: 459234
Annað
- Innlit í dag: 57
- Innlit sl. viku: 284
- Gestir í dag: 57
- IP-tölur í dag: 57
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Torfi !!!
Ég get nú ekki samþykkt að Berlusconi sé sé kynóður. Þótt maður vísi sýna karlmennsku og sé ánægður með tilvistina þá þarf nú ekki að nú honum því um nasir að hann sé kynóður. Ég er alveg viss um það að margir menn á hans aldri öfunda hann af kyngetu sinni. Þeir sem saka Berlusconi um ræfilsgetu, komast nú aldrei með tærnar þar sem Berlusconi hefur hælana.
Berlusconi er illa séður no;1 útaf því að hann gagnrýnir ESB.
Jóhanna (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 16:00
Nei Jóhanna. Berlusconi er illa séður því hann er gjörspilltur. Sjálfsagt einn af spilltustu stjórnmálamönnum samtímans.
Guðmundur (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 16:22
Guðmundur 16.22
Ég verð nú að segja að ekki er stór þinn sjóndeildarhringur, ef þér finnst Berlusconi vera spilltasti stjórnmálamaður samtimans.
Hvað finnst þér þá um Bush, Tony Blair, Gordon Brown, o.m.fl.
Öll Afríka undirlögð af skúrkum.
Er þetta bara ekki svo að kyngeta þín rugli dómgreind þína, þá skil ég þig mætavel. Það geta ekki allir verið eins og Berlusconi.
Jóhanna (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 19:44
Berslusconi er sexý, sérstaklega þegar hann hneppir efstu tölunum á skyrtunni sinni (74 ára gamall maðurinn!).
En hann er auðvitað einnig gjörspilltur, þó svo að Mogginn (og þú Jóhanna) sjái ekkert athugavert við það!
Torfi Kristján Stefánsson, 20.9.2011 kl. 21:43
Þeir kasta grjóti sem í glerhúsinu búa. Torfi, finnst þér ekki nær að við íslendingar sópum fyrir framan okkar eigin dyr áður en við dæmum aðra. Svona ef við tækjum spillingu hjá okkar eigin stjórnmálamönnum. Við höfum ekki efni á að "sletta skyri", því miður. Og þetta með spillinguna hjá Berlusconi, það er ekki nóg að tala um hana. Það verður að liggja frammi hvað verið er um að ræða. Ítalska stjórnarandstaðan hefur lítið annað básúnað en hvað hann leigi sér margar konur.
Torfi, svo er það þetta með löngunina að geta verið í hans sporum......
Jóhanna (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.