Sannleikanum er hver sárreiðastur

Óþol vestrænna stjórnvalda við réttmætri gagnrýni á heimsvaldastefnu þeirra er sárara en tárum taki.

Afskipti þeirra af málefnum ríkja í arabalöndunum (islamstrúarlöndum) bera svo sannarlega keim af rasisma, sem og stuðningur þeirra við Ísrael.

Það er auðvitað spurning fyrir okkur hér heima, hvernig fulltrúar okkar á allsherjarþinginu brugðust við.

Gengu íslensku fulltrúarnir einnig út undir takti Bandaríkjamanna, eða sátu þeir sem fastast og fylgdu þannig í raun yfirlýsingum utanríkisráðherrans okkar um að styðja Palestínumenn gegn ofbeldi Ísraelsmanna?


mbl.is Gengu út yfir ræðu Ahmadinejads
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steini Bjarna

Vonandi sat íslenski fulltrúinn sem fastast, nógu lengi vorum við attaníossar Kanaræflanna.  Enda minnist fréttin bara á fulltrúa Evrópusambandsríkjanna enda þeir ein hjörð eins og vænta mátti.

Það má til gamans rifja það upp að utanríkisstefna Íslands á vettvangi SÞ fólst í því á árum áður að íslenski fulltrúinn væri í góðu sjónfæri við þann bandaríska og greiddi atkvæði nákvæmlega eins og hann.

Steini Bjarna, 22.9.2011 kl. 18:51

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Öll sendinefnd Bandaríkjanna gekk strax út. Á eftir fylgdu helstu leppar þeirra í dag (með hægri flokkana við stjórnvölinn): Frakkland, Kanada, Þýskaland, Bretland, Írland og Ástralía (eina landið af þessum með "vinstri" stjórn) - og svo fleiri aðrar vestrænar sendinefndir.

Eftir sátu meirihluti landa frá Asíu, Afríku, Latínsku Ameríku - og Rússar.

Þetta sýnir auðvitað best klofninginn sem ríkir í alþjóðastjórnmálum milli fyrsta og þriðja heimsins - klofning sem ógnar mjög friðsamlegum samskiptum í heiminum.

Ekki kemur fram hvað íslenska sendinefndin gerði - en hún hefur örugglega einnig gengið út, sem dyggur leppur Bandaríkjamanna.

Torfi Kristján Stefánsson, 22.9.2011 kl. 20:40

3 identicon

Þessi maður talar um kynþáttahatur en er sjálfur að ofsækja minnihlutahópa í sínu landi. Bahá'íar er meinað um æðri menntun í Íran og bahá'í börn sæta hræðilegri meðferð í grunnskólum landsins. Það er engum greiði gerður með að hlusta á svona öfgamenn.

. (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 00:16

4 identicon

Bahá'íum er meinað* átti að standa þarna.

. (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband